Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 7. janúar 2010
7. janúar 2010
Síðasta sunnudag þegar ég var nýbúinn að skrifa á síðuna, var svona að ganga frá og Dúddi að lesa yfir sá ég marga kalla koma hlaupandi og beint upp stigann og á þakið hjá Fermin, þetta var nú eitthvað dularfullt og forvitnin í mér er náttúrulega alltaf til staðar svo ég fór að gá hvað væri á seiði. Þegar ég kom fram í bakgarð eða húsbóndaherbergið eins og sumir kalla hann. Heyrði ég eins og vatni væri sprautað á þakið og hljóp upp stigann sá ég þá ekki stærðarinnar dúfuhóp á þakinu. Þær eru allar málaðar í mörgum litum svo þetta var mjög fallegt að sjá. Það hefur líklega verið keppni um hvort þær skila sér heim eftir að hafa verið farið með þær í burtu. Þarna voru allt að tíu kallar og einn með blað og býant til að skrifa eitthvað niður. Það var reglulega gaman að sjá allar þessar dúfur.
Í fyrradag var okkur boðið í mat til Auðuns og Fríðar, og vorum við þar í góðu yfirlæti fram eftir kvöldi. Alltaf svo gaman að koma til þeirra, takk kærlega fyrir okkur kæru vinir.
Lilli og Dúddi voru voða duglegir hér í húsbóndaherberginu, þeir múruðu heilan vegg strákarnir. Allir fá eitthvað að gera hér.
Það var síðasti dagur jóla hér í gær og allir í fríi. Hér er þetta rauður dagur á dagatalinu og kvöldið áður koma kóngarnir þrír með gjafir til barnanna og skrúðgöngur eru í öllum bæjum bæði strórum sem smáum.
Við ákváðum að fara í bíltúr upp í hæðirnar hér fyrir 0fan okkur og fórum við til Abanilla fyrst og fórum í hring þar og stoppuðum í litlu þorpi sem heitir Los Banjo og þar fundum fínan stað sem heitir Umbria, þar fórum við inn og keytpum okkur Tapas fyrir fjóra og Dúddi stóð sig eins og hetja við að panta þetta á spænsku. Þetta var alveg svakalega gott og gaman að sitja þarna á góðum degi eins og spánverji,með spánverja allt í kringum okkur og borða góðan mat nammm. Gott rauðvín með og bjór fyrir Lilla já stóra könnu. Þetta var ekkert ódýrt en heldur ekki dýrt og gaman var það.
Já nú eru jólin búin bæði hér og heima á Íslandi.Hér eru útsölur komnar á fullt og fórum við í moll í Elshe að versla smávegis í dag. Mikil lækkun á öllu allt upp í 80% afsláttur og margt fólk að kaupa og skoða.
Hér er riging núna og bara ansi kallt, kuldaboli ætlar ekkert að fara frá Spáni á næstunni, bara gott að ekki snjóar hér og hitinn kringum 10 gr.
Eigið góða daga og takk fyrir allar heimsóknirnar á síðasta ári.
Í fyrradag var okkur boðið í mat til Auðuns og Fríðar, og vorum við þar í góðu yfirlæti fram eftir kvöldi. Alltaf svo gaman að koma til þeirra, takk kærlega fyrir okkur kæru vinir.
Lilli og Dúddi voru voða duglegir hér í húsbóndaherberginu, þeir múruðu heilan vegg strákarnir. Allir fá eitthvað að gera hér.
Það var síðasti dagur jóla hér í gær og allir í fríi. Hér er þetta rauður dagur á dagatalinu og kvöldið áður koma kóngarnir þrír með gjafir til barnanna og skrúðgöngur eru í öllum bæjum bæði strórum sem smáum.
Við ákváðum að fara í bíltúr upp í hæðirnar hér fyrir 0fan okkur og fórum við til Abanilla fyrst og fórum í hring þar og stoppuðum í litlu þorpi sem heitir Los Banjo og þar fundum fínan stað sem heitir Umbria, þar fórum við inn og keytpum okkur Tapas fyrir fjóra og Dúddi stóð sig eins og hetja við að panta þetta á spænsku. Þetta var alveg svakalega gott og gaman að sitja þarna á góðum degi eins og spánverji,með spánverja allt í kringum okkur og borða góðan mat nammm. Gott rauðvín með og bjór fyrir Lilla já stóra könnu. Þetta var ekkert ódýrt en heldur ekki dýrt og gaman var það.
Já nú eru jólin búin bæði hér og heima á Íslandi.Hér eru útsölur komnar á fullt og fórum við í moll í Elshe að versla smávegis í dag. Mikil lækkun á öllu allt upp í 80% afsláttur og margt fólk að kaupa og skoða.
Hér er riging núna og bara ansi kallt, kuldaboli ætlar ekkert að fara frá Spáni á næstunni, bara gott að ekki snjóar hér og hitinn kringum 10 gr.
Eigið góða daga og takk fyrir allar heimsóknirnar á síðasta ári.