9. apríl 2008
Í dag hefði faðir minn Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari frá Góustöðum orðið 95 ára, blessuð sé minning hans.
Hann dó á 74 ára afmælisdeginum sínum, hann var góður maður og stóð alltaf fast á sínu.
Það hefur nú verið rólegt hjá okkur þessa viku og við að jafna okkur eftir gestaganginn. Fórum í heimsókn á sunnudag. Og svo komu Helga Þirý og Ivan í heimsón í gær, fengu súpu og brauð. Svo fórum við í göngutúr með henni að skoða hús hér í kring .
Annars hefur dagurinn í dag verið ansi fjölbreyttur, vaknað eins og venjulega, morgunmatur og lesið gamla Mogga með. Svo fór Dúddi að búa sér til græjur og fór út að tína rusl hérna í kringum húsin og ruslagámana. Kettirnir eru ansi duglegir að gramsa í þeim svo allt fer útum allt.
Svo eru komnir ávestir á tréð hérna úti hjá okkur sem við héldum að væri avókadó er er bara allt annað litlir ávextir ansi súrir gulir og heita Kumquat að ég held (sýnist það úr gulubókinni). Dúddi tíndi nokkra af í dag þetta borðar hann með bestu list, en mér finnst þeir of súrir.
Svo var ákveðið að fara í smá bíltúr áður en við færum að versla í matinn. En bomms!!!!!!! það varð árekstur í einni af mjóu götunum í Almoradí. Akkúrat á meðan á þessu stóð þurfti að hellirigna en það hefur ekki komið dropi úr lofti í margar vikur. Hinn bílinn rann til og var náttulega á alltof mikilli ferð og við að koma frá stöðvunarskyldu. Stuðarinn brotnaði eitthvað og framljósið og stefnuljóið fór í mask á okkar bíl en hinn fór ver bæði brettið og húddið. Hann var óökufær eftir að hafa lent á Toyotu, svona Citróendrusla. En það tók lögguna 15 mín, að koma á staðinn og annað korter að gera skýrslu og alltaf helliringdi, þar til löggan segir og nú máttu fara þá stytti upp. Alveg magnað. En nú hefur Dúddi minn nóg að gera næstu daga við bílaviðgerðir sem er nú ekki hans uppáhald þessa dagana. En vonandi fer þetta nú allt vel ef við fáum varahluti.
Ekkert að frétta af Svölunum okkar í bakhúsinu þær koma alltaf á kvöldin fyrir myrkur og sofa hérna frammi.
Ekki alveg nógu góður dagur.