Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 26. maí 2011
Á heimleið
Nú er verið að ganga frá öllu hérna, skúra, skrúbba og bóna. Taka til allsstaðar þrífa ísskáp og henda mat sem verður ónýtur hérna á meðan við verðum í burtu. Það er bara verst að það er svo heitt að maður svitnar út í eitt, maður tekur nú baðið bara um leið og maður hverfur út um dyrnar. Það þarf nú reyndar að horfa á síðasta þáttinn af sápunni áður en við förum, það verður nú leiðinlegt að sjá ekki hvernig þetta fer nú allt, maður veit nú að þetta hlýtur að enda allt vel, kannski verður hún bara ennþá þegar við komum aftur hver veit.
Á síðasta laugardag komu Helga Þurý og fjölskylda í heimsókn og voru hér hjá okkur hálfan daginn og undu sér bara vel, það var best að vera í húsbóndaherberginu þar var kaldast að sitja og börnin fengu að horfa á íslenskar gamlar vídeómyndir ég meina með íslensku tali, en þeir skilja það alveg eru alveg ótrúlegir hvað þeir eru duglegir að skilja bæði tungumálin. Um kvöldið fórum við svo til Almoradí og hittum Þuru og Örn ásamt vinum þeirra og þar sátum við í góðu yfirlæti fram á kvöld.
Þá löbbuðum við Dúddi út til að fá leigubíl heim en hann var erfitt að finna svo við fórum bara í smá pöbbarölt en það var nú ekki mikið fjörið við vorum líklega of snemma á ferðinni. En það var einn sem sá aumur á okkur maður sem átti flottan Benz, hann baust til að keyra okkur heim á fína bílnum sínum og við þurftum ekkert að borga. Annars hafa dagarnir bara verið rólegir við verið mest hér heima. Á þriðjudaginn fórum við til að kveðja Unnstein og Rut og fengum vöfflur og rjóma og þá kom það upp að Rut átti afmæli, við vissum bara ekkert um það, til hamingju með daginn þinn Rut mín.
Nú er bíllinn kominn á sinn stað í bílskúrinn og komið fullt af dóti í patíóið hjá okkur í staðinn en þetta er alveg ómetanlegt að eiga svona góða granna, María ætlar að vökva þessi fáu tré sem við erum með, Þau eru búin að kyssa okkur bless og Ignasíó kom hingað líka í matartímanum sínum þau eru alveg yndisleg.
Mikið er ég nú feginn að eldgosið skuli ekki hindra okkar heimför en tímasetninginn á þessu flugi er ömurleg, að fara í loftið á miðnætti og koma heim um miðja nótt, en þetta á víst að vera fjölskylduvænt, hvað sen það nú þýðir.
Hlökkum mikið til að koma heim og hitta ykkur öll svona til gamans má geta þess að hitinn er núna um 32. gr og sól og maður situr bara inni.
Eigið góða daga og hafið það sem best.
Á síðasta laugardag komu Helga Þurý og fjölskylda í heimsókn og voru hér hjá okkur hálfan daginn og undu sér bara vel, það var best að vera í húsbóndaherberginu þar var kaldast að sitja og börnin fengu að horfa á íslenskar gamlar vídeómyndir ég meina með íslensku tali, en þeir skilja það alveg eru alveg ótrúlegir hvað þeir eru duglegir að skilja bæði tungumálin. Um kvöldið fórum við svo til Almoradí og hittum Þuru og Örn ásamt vinum þeirra og þar sátum við í góðu yfirlæti fram á kvöld.
Þá löbbuðum við Dúddi út til að fá leigubíl heim en hann var erfitt að finna svo við fórum bara í smá pöbbarölt en það var nú ekki mikið fjörið við vorum líklega of snemma á ferðinni. En það var einn sem sá aumur á okkur maður sem átti flottan Benz, hann baust til að keyra okkur heim á fína bílnum sínum og við þurftum ekkert að borga. Annars hafa dagarnir bara verið rólegir við verið mest hér heima. Á þriðjudaginn fórum við til að kveðja Unnstein og Rut og fengum vöfflur og rjóma og þá kom það upp að Rut átti afmæli, við vissum bara ekkert um það, til hamingju með daginn þinn Rut mín.
Nú er bíllinn kominn á sinn stað í bílskúrinn og komið fullt af dóti í patíóið hjá okkur í staðinn en þetta er alveg ómetanlegt að eiga svona góða granna, María ætlar að vökva þessi fáu tré sem við erum með, Þau eru búin að kyssa okkur bless og Ignasíó kom hingað líka í matartímanum sínum þau eru alveg yndisleg.
Mikið er ég nú feginn að eldgosið skuli ekki hindra okkar heimför en tímasetninginn á þessu flugi er ömurleg, að fara í loftið á miðnætti og koma heim um miðja nótt, en þetta á víst að vera fjölskylduvænt, hvað sen það nú þýðir.
Hlökkum mikið til að koma heim og hitta ykkur öll svona til gamans má geta þess að hitinn er núna um 32. gr og sól og maður situr bara inni.
Eigið góða daga og hafið það sem best.