Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 29. maí 2009

Á leið heim

Gatan okkar og fjallið í baksýn
Gatan okkar og fjallið í baksýn
« 1 af 7 »
Þá erum við á leiðinni heim eftir 8 mánaða útiveru, það er eins og við höfum komið í gær, nema hvað það er orðið ansi heitt eða svo finnst mér, Dúddi kvartar ekki undan hitanum honum finnst þetta bara gott.
Þetta hefur annars verið fremur strembin vika hjá okkur, það þarf að huga að svo mörgu þegar maður fer, það má engu gleyma.
Passa að vel sé gengið frá öllu, eitra fyrir skordýrum og þrífa, svo gaman sé að koma aftur í húsið sitt.
Þetta hefur nú mest bitnað á Dúdda í ár, því bakið á mér eða mjöðmin fór að láta illa svo ég hef gengið fyrir lyfjum síðustu daga og bið og vona að á morgun verði ég orðin góð. Vonandi kemst ég heim án mikilla leiðinda.
Í dag fórum við í smá bíltúr, skoðuðm ströndina í Guardamar og settum hana inn í Maríu GPS, svo betra verði fyrir Ágúst og fjölskyldu að rata þangað í sumar þegar þau koma.
Það er svo fallegt úti núna, blómin springa út og öll trén í blóma, það er ekki farið að skrælna ennþá, því það ringdi svo vel í vor. Hitinn í dag var um 26 stig, sól og smá vindur. Það munar 3 gráðum á hita hér og niður á strönd hvað það er heitara hér inn til landsins.
Fermín og frú ætla að passa fyrir okkur húsið vökva blómin hér fyrir framan og bíllinn fer inní bílskúr eins og í fyrra þau eru alveg ótrúlega góð við okkur, sem betur fer eigum við smá saltfisk sem einn gesturinn kom með og smá íslenskt sælgæti til að gefa þeim.
Unnsteinn og Rut ætla að keyra okkur á völlin á eftir, góðir vinir þar.
Við erum sem sagt á leiðinni heim í fallega fjörðin okkar með smá stoppi í höfuðborginni til að hitta blessuð börnin, fjöslyldu og vini.
En ég rakst á þetta kvæði í gömlum mogga sem okkur bast hér í vetur og mér finnst svo fallegt og lýsa firðinum okkar svo vel
læt það flakka með hér

Ísafjörður ægifagur
um þig leikur dýrðardagur.
Logn á polli, logn til fjalla
leikur sól um Gleiðarhjalla.
Prestabugt með gullnar gárur
geymir sínar freyðibárur.

Spegilsléttur speglar flötur
sprottnar hlíðar, hús við götur
hamrabeltin himinháu
himingeiminn tign þá bláu
fjöllin innst í fjarðarbotni
fegurð skarta á mararbotni.
(höf.ók.)

Sjáumst bráðum öll stór og smá og eigið góða daga.
Íslenski síminn opnar við lendingu 8963193

Smá viðbót kl 14:00
Spánn öskrar og grætur af því við erum að fara heim,
en hér er núna þrumur og grenjandi rigning.