Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 4. apríl 2009

Að kjósa á Spáni

Fyrir utan ræðsmannskrifstofuna á Benidorm
Fyrir utan ræðsmannskrifstofuna á Benidorm
« 1 af 8 »
Allt hefur nú gengið sinn vanagang hér hjá okkur, fyrir utan smá heimsóknir til vina og frændfólks, og svo var farin ferð til Benidorms til að kjósa, já kjósa.
Það var boðið uppá það að fara með rútu til ræðismannsins á Benidorm til að kjósa, og var það í boði sjálfstæðisflokksins,
við ætluðum nú ekki að nenna að fara enda ekki miklir pólitíkusar og fylgjumst ekkert með þessu öllu. En þegar okkur var boðið að fara með einkabíl og að Dúdda að keyra þá slóum við til, enda ekki á hverjum degi sem maður situr í góðum Benz.
Við fórum á fætur kl. 7. um morguninn sem er nú afar sjaldgæft. Við fórum á okkar bíl til La Marina til að hitta Auðunn og Fríður, þaðan fórum við svo um kl. 8 áleiðis til Benidorm. Allt gekk þetta fínt nema við vorum svolítinn tíma að finna ræðismanninn en þetta var góður göngutúr um Laugaveginn á Benidorm eins og hann er kallaður af Íslendingum sem þangað koma.
Svo var farið inn að kjósa og fengum við þar tilgerð plökk, ekki veit ég nú hvort allt var rétt gert en kjörseðillinn fór í umslagið og var sent til sýslumanns á Ísafirði að ég held. Það var nú verið að gantast með allt þetta pólitíska rugl á Íslandi á meðan við biðum í langri biðröð til að afhenda bréfið. Þau voru nú ekki viss um að listinn með bumbustafinn fengi nú mörg atkvæði af þessu fólki en það voru nú samt nokkrir bláir þarna, að ég held  svo eitthvað græða þeir kannski á þessu.
Flokkurinn bauð svo í kaffi, kökur og brandý að loknum kosningum.
Þetta var bara ansi skemmtilegur dagur og ég keypti mér silfurskó á 1 evru, kannski ekki neinir fyrsta flokks en þeir verða hér og allar sem komast í þá mega fá þá lánaða, svona skíðafélagssilfurskór, ekki flott?
Nú er Dúddi að gera við smá leka á þakinu sem snýr að Fermín og er hann búinn að mála allan vegginn alveg niður stigann hjá honum, og við fengum kálhaus strax.
Nú eru Lóa og Guðmundur á leiðinni til okkar og förum við út á völl að sækja þau í kvöld.Þau lenda kl. 22:00 að spænskum tíma og erum við orðin voða spennt að hitta þau. Nú eru 2 tímar á milli Íslands og Spánar.
Bara góðir og ljúfir dagar sólin skín og spáin er að það verði sól alla næstu viku en hér eru mikil hátíðahöld á Spáni vegna páskavikunnar eða Semana Santa. Þið fáið kannski eitthvað að heyra af því seinna.
Takk fyrir innlitið á síðuna, Svenni fyrsta pressa held ég að heiti Creanza, það verður tekið frá fyrir þig og ykkur öll,  ég fer bara í næstu búð og kaupi Don Simon.
Ljúfur laugardagur vonandi hjá ykkur líka.