Ţórdís Guđmundsdóttir | mánudagurinn 15. ágúst 2011
Ćttarmót skírn og fleira
Jæja, loksins sest maður og skrifar smá, sumarið hefur liððið ansi fljótt hjá okkur enda mikið um að vera og flækingur mikill á okkur. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt allt saman.
Við fórum á ættarmót í byrjun júlí á Laxárbakka, en það var föðurfjölskylda Dúdda sem hittist þar stór hópur og var þetta mjög vel heppnað. Helena, Harry og börnin voru þarna með okkur, og var Dúddi settur í hlutverk um kvöldið sem sýningarstúlka og tókst það bara vel hjá honum og af mikilli innlifun. á laugardeginum um hádegið stakk ég af frá ættarmótinu og fór í 70 ára afmæli hjá Fjólu frænku minni sem hún hélt að Krumshólum í Borgarfirði, mjög fallegur staður og afmælið indislegt þarna hitti maður fullt af ættingjum sem ég hef ekki séð lengi. Fínar hnallþórur með kaffinu, ég var samferða Svenna og Ásu þetta var mjög skemmtilegur dagur hjá báðum ættum mínum og Dúdda.
Svo var það 23. júlí að ég fékk þann heiður að halda á Ísari Loga undir skírn og fór hún fram í Sílakoti ásamt fullt af fólki sem var boðið bæði í skírn og 30 ára afmæli Hrefnu mömmu Ísars. Þetta var mjög hátíðlegt og fallegt og sólin fór að skína um leið og presturinn byrjaði að blessa strákinn. Ég ákvað strax og ég var beðin um að halda á honum að ég yrði í upplutnum hennar mömmu og var ég bara voða fín í honum. Heiðrún hjálpaði mér að klæða mig í hann og gekk það bara nokkuð vel hjá okkur þó við værum báðar óvanar að klæðast upplut. Um kvöldið var svo húllumhæ með Hrefnu allir að grilla saman syngja og hafa það skemmtilegt.
Þann 26. júlí áttum við Dúddi svo 25 ára brúðkaupsafmæli og í ár mundum við eftir því. Það var nú engin veisla og varla til matur í kotinu. Það voru eldaðar fiskibollur í dós með karrýsósu og kartöflum og drukkið voða fínt rauðvín með, þetta var bara fínt það verður bara tekið á því seinna að halda uppá þennan stóra áfanga hjá okkur, og hvað tíminn hefur flogið áfram þessi ár og margt búið að gera og bralla, við erum eiginlega bara hissa hvað þetta hefur liðið skjótt og vel hjá okkur.
Svo rann auðvitað verslunarmannahelgin upp en um hana verður fjallað síðar hér á síðunni.
Nú sit ég á Góustöðum ættaróðalinu okkar hér í Skutulsfirði og pára þessar línur en eins og ég hef sagt áður þá er þetta blogg einskonsr dagbók fyrir okkur Dúdda en gott fyrir mann að geta flett upp í einhverju þegar gleymskan kemur upp.
Eigið góða daga
Við fórum á ættarmót í byrjun júlí á Laxárbakka, en það var föðurfjölskylda Dúdda sem hittist þar stór hópur og var þetta mjög vel heppnað. Helena, Harry og börnin voru þarna með okkur, og var Dúddi settur í hlutverk um kvöldið sem sýningarstúlka og tókst það bara vel hjá honum og af mikilli innlifun. á laugardeginum um hádegið stakk ég af frá ættarmótinu og fór í 70 ára afmæli hjá Fjólu frænku minni sem hún hélt að Krumshólum í Borgarfirði, mjög fallegur staður og afmælið indislegt þarna hitti maður fullt af ættingjum sem ég hef ekki séð lengi. Fínar hnallþórur með kaffinu, ég var samferða Svenna og Ásu þetta var mjög skemmtilegur dagur hjá báðum ættum mínum og Dúdda.
Svo var það 23. júlí að ég fékk þann heiður að halda á Ísari Loga undir skírn og fór hún fram í Sílakoti ásamt fullt af fólki sem var boðið bæði í skírn og 30 ára afmæli Hrefnu mömmu Ísars. Þetta var mjög hátíðlegt og fallegt og sólin fór að skína um leið og presturinn byrjaði að blessa strákinn. Ég ákvað strax og ég var beðin um að halda á honum að ég yrði í upplutnum hennar mömmu og var ég bara voða fín í honum. Heiðrún hjálpaði mér að klæða mig í hann og gekk það bara nokkuð vel hjá okkur þó við værum báðar óvanar að klæðast upplut. Um kvöldið var svo húllumhæ með Hrefnu allir að grilla saman syngja og hafa það skemmtilegt.
Þann 26. júlí áttum við Dúddi svo 25 ára brúðkaupsafmæli og í ár mundum við eftir því. Það var nú engin veisla og varla til matur í kotinu. Það voru eldaðar fiskibollur í dós með karrýsósu og kartöflum og drukkið voða fínt rauðvín með, þetta var bara fínt það verður bara tekið á því seinna að halda uppá þennan stóra áfanga hjá okkur, og hvað tíminn hefur flogið áfram þessi ár og margt búið að gera og bralla, við erum eiginlega bara hissa hvað þetta hefur liðið skjótt og vel hjá okkur.
Svo rann auðvitað verslunarmannahelgin upp en um hana verður fjallað síðar hér á síðunni.
Nú sit ég á Góustöðum ættaróðalinu okkar hér í Skutulsfirði og pára þessar línur en eins og ég hef sagt áður þá er þetta blogg einskonsr dagbók fyrir okkur Dúdda en gott fyrir mann að geta flett upp í einhverju þegar gleymskan kemur upp.
Eigið góða daga