Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 17. maí 2012
Afmælisdagur Dúdda 10. maí
Já þá er hann búinn að ná virðulegum aldri þessi elska og lítur bara vel út, ef ég segi sjálf frá.
Á afmælisdaginn vorum við í góðu yfirlæti hjá vinum okkar í Randers. Hann var vakinn með kaffi og voða fínni afmælisköku sem er svona hefðbundin að dönskum síð allavega þarna í kring. Þessi fína kata er kölluð Kageman og er vanin að byrja á því að skera hann á háls og borða höfuðið fyrst, en Dúddi kunni ekki við það og byrjaði á fótunum og fljótlega varð hann fótalaus. Það var svona ýmislegt verið að dunda þennan dag en því miður var rigning og hvasst svo lítið var hægt að vera úti við. Það var byrjað á að setja afmælisbarnið í dekur hjá Sissu hann fékk þessa fínu fótasnyrtingu og ég líka þetta var alveg svakalega gott góð afslöppun. Fórum svo og fengum okkur dansk smörrebröd á fínum stað með Sissu og Guðrúnu, svo röltum við bara aðeins um og fórum svo heim og fengum okkur Dísudraum og meiri Kageman. Um kvöldið var svo heljarinnar veisla reyndar bara við fjögur. Það var rækjucokteill, dádýrasteik að hætti Óla og svo eplaeftirréttur Sissu og með þessu var svo drukkið spænskt vín Faustino I. Það var svoða skemmtilegur dagur og var afmælisbarnið ánægt með daginn.
Daginn eftir fórum við svo að skoða Graceland Elvis Museum í Randers, þar er búið að opna Elvissafn húsið er alveg stæling á húsinu hans og við fórum þarna inni og skoðuðum fullt af dóti sem Elvis átti, en það er danskur maður sem hefur verið að safna þessu og koma þessu upp þarna. Þetta er búið að vera þarna í eitt ár.
En nú erum við komin í Bifröst til Ágústar og fjölskyldu og er það voða gott eftir allan þennan velting í Norrænu segi frá því síðar. Dúddi og Ágúst fóru í göngutúr á Grábrók.
Eigið góða og fallega daga.
Á afmælisdaginn vorum við í góðu yfirlæti hjá vinum okkar í Randers. Hann var vakinn með kaffi og voða fínni afmælisköku sem er svona hefðbundin að dönskum síð allavega þarna í kring. Þessi fína kata er kölluð Kageman og er vanin að byrja á því að skera hann á háls og borða höfuðið fyrst, en Dúddi kunni ekki við það og byrjaði á fótunum og fljótlega varð hann fótalaus. Það var svona ýmislegt verið að dunda þennan dag en því miður var rigning og hvasst svo lítið var hægt að vera úti við. Það var byrjað á að setja afmælisbarnið í dekur hjá Sissu hann fékk þessa fínu fótasnyrtingu og ég líka þetta var alveg svakalega gott góð afslöppun. Fórum svo og fengum okkur dansk smörrebröd á fínum stað með Sissu og Guðrúnu, svo röltum við bara aðeins um og fórum svo heim og fengum okkur Dísudraum og meiri Kageman. Um kvöldið var svo heljarinnar veisla reyndar bara við fjögur. Það var rækjucokteill, dádýrasteik að hætti Óla og svo eplaeftirréttur Sissu og með þessu var svo drukkið spænskt vín Faustino I. Það var svoða skemmtilegur dagur og var afmælisbarnið ánægt með daginn.
Daginn eftir fórum við svo að skoða Graceland Elvis Museum í Randers, þar er búið að opna Elvissafn húsið er alveg stæling á húsinu hans og við fórum þarna inni og skoðuðum fullt af dóti sem Elvis átti, en það er danskur maður sem hefur verið að safna þessu og koma þessu upp þarna. Þetta er búið að vera þarna í eitt ár.
En nú erum við komin í Bifröst til Ágústar og fjölskyldu og er það voða gott eftir allan þennan velting í Norrænu segi frá því síðar. Dúddi og Ágúst fóru í göngutúr á Grábrók.
Eigið góða og fallega daga.