Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 9. júlí 2008

Afmælisfréttir

Vinnusvæði Dúdda Vatnsfjörður
Vinnusvæði Dúdda Vatnsfjörður
« 1 af 10 »
Nú hef ég verið í afmælisveislum undanfarið eða bara já mér og Magna bróðir. Það var svaka fjör á Sejalandi þegar haldið var uppá daginn hans Magna og Þórðar tengdapabba hans sem var góður og skemmtilegur maður en hann hefði orðið 100 ára 13 júlí. Það var grillaður góður matur og svo sungu börnin fyrir afa og ömmu og börnin tóku nokkur uppáhaldslög Tóta afa.
Þetta var alveg draumapartý með fjölskyldunni.
Svo var brunað inn í Skötufjörð á föstudegi og náð í Dúdda inní Vatnsfjörð. Hann hafði fengið frí á laugardegi fram á sunnudag.
Á laugardegi í hádegi komu Ágúst og fjölskylda í hádegismat og færðu ömmu pakka á afmælisdaginn, það var alveg yndislegt að fá svona óvænta heimskón. Óli og Badda komu svo seinnipartinn og borðuðu með okkur á laugardagskvöldið.
Það var bara leiðinlegt hvað það var mikil þoka næstum alla helgina og kuldi með. Svo það var ekki mikið hægt að sitja úti og hlusta á náttúruna.
Svo fórum við aftur inn í bústað á fimmtudag en þá var Dúddi aftur komin í sitt helgarfrí. Jón og Ásta komu og voru hjá okkur fram á föstudag, en þau voru á leið til Ísafjarðar í brúðkaup. Í dag 10 júlí varð Saga Líf 3 ára. til hamingju dúllan mín.
Dúddi, Ásta og Jón fóru í göngutúr upp í gilið fyrir ofan bústaðinn sem er mjög bratt að ganga og fóru þau alla leið upp, voru þau bara dugleg að klára þetta. Ég var heima, bakaði skonsur og útbjó túnfisksalat og labbaði svo á eftir þeim og hitti þau á hjallanum fyrir neðan.
Svo var túnið slegið og tekið til í Eyjulundi á laugardag þangað til byrjaði að rigna en það var grenjandi rigning seinnipartinn. Komum heim á sunnudag og vorum í afmælisveislu hjá Sögu.
Annars góðir dagar.