Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 8. desember 2011

Aldrei heima

Fallegar rósir sem Helga fékk á brúðkaupsdaginn
Fallegar rósir sem Helga fékk á brúðkaupsdaginn
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að það sé svolítið flakk á okkur núna þessa dagana. Við höfum ekkert verið hérna heima í nærri tvær vikur bara svona rétt kíkt til að setja í vél og athuga hvort allt sé í lagi og hitta Fermín að sjálfsögðu. Þegar við komum áðan var sko vel teki á móti okkur með brosi og vinahótum.
En málið er að Dúddi tók að sér að laga til í eldhúsinu í Gamla húsinu sem við köllum, svo við fluttum bara þangað með nokkrar fatapjötlur og erum þar í vinnubúðum og kunnum bara ágætlega við það, hann smíðar og lagar og ég sit og prjóna vettlinga á börnin.
Við fórum á síðasta laugardag út að borða með Helgu og Gumma til Torrevieja á spænskan stað og borðuðum svolítið skrítin mat og svo var dansað á eftir í miklu stuðu með fullt af ungum spánverjum, en Helga og Gummi áttu brúðskaupsafmæli stórt. Þetta var mikið fjör.
Á þriðjudag fórum við svo með Lárusi og Aðalbjörgu til Mar Menor en þar á hann skútu sem þurfti að ausa og fékk hann Dúdda til að koma með sér og tók það þá tvo tíma að verka skútuna, á meðan fórum við Aðalbjörg á kaffihús og fengum okkur kaffi og snúð. Sátum svo og lásum og saumuðum út á meðan við biðum eftir srákunum. Það var nú sniðugt að sjá þá fara á pínulítlum gúmmíbát með litlum rafmagnsmótor sem gæti alveg verið eins og stór hrærivél.
Þetta er mjög fallegur bær La Logan heitir hann, falleg stönd og fullt af allavega bátum og skútum eða hvað allt þetta heitir sem flýtur á sjónum.
Svo fórum við annan dag til Hörpu og Vishnu til að kíka á bílinn þeirra og í dag fórum við í minigolf í Quesada og svo hingað heim og aftur til baka  á eftir. Dúddi vinnur sko bara hálfan daginn segir hann, þannig að hann er vaknaður snemma á morgana til að geta flakkað seinnipartinn. En nú verðum við að fara að flýta okkur að klára þetta því jólin bíða ekkert eftir okkur og það á margt eftir að gera áður en þau koma. Jólalegt er nú ekki fyrir Íslending að vestan 20 stiga hiti á daginn og sól og bara yndislegt.
Nú er Dúddi búinn að steikja fisk og er ég voða spennt að smakka, því þetta er í fyrsta skipti í okkar búskap sem hann steikir fisk, eða eldar yfirhöfuð.
Eigið góða aðventudaga áfram og Guð veri með ykkur.