Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 7. maí 2011
Allir gestir farnir
Það er óhætt að segja að ró hafi færst yfir heimilið, nú eru góðu gestirnir okkar farnir til síns heima.
Hér hafa verið gestir í 3 vikur fyrst Helga og Lilli og svo Óli Reynir og Badda.
Óli og Badda fóru á fimmtudaginn í glampandi sól og 30 stiga hita og þannig hefur veðrið verið síðan.
Það var margt brallað með þeim eins og öðrum gestum, kíkt á hitt og þetta, en þau höfðu ekki komið á þetta svæði áður.
Við sýndum þeim að sjálfsögðu flottasta golfvöllin hérna og kíktum aðeins á fleiri. Einnig var farið til Torrevieja og rölt um höfnina og fengið sér að borða. Svanhvít og Siggi buðu okkur í mat eitt kvöldið en þau eru foreldrar Kidda, mannsins hennar Heiðu sem er dóttir Óla og Böddu. Það var voða skemmtilegt kvöld, góður matur og félasskapur, þau fengu svo að kikja aðeins á Lillabar á leiðinni heim. Óli og Dúddi voru farnir að fara út að hjóla og skoða sig um í svietinni á meðan við Badda lágum í sólbaði eða vorum við eitthvert annað dútl. Takk fyrir komuna allir okkar kæru vinir það var reglulega gaman að hafa ykkur.
Nú er allt komið í réttar skorður og við að undirbúa okkur fyrir heimferð. Það þarf margt að hafa í huga, og engu má gleyma þegar farið er í burtu í svona langan tíma. Svo er skólinn byrjaður á fullu aftur, nóg að gera.
Eitt get ég sagt ykkur að við eigum líklega 10 kg af baunum í frystinum sem ég veit ekkert hvað á að gera við, sumt ætla ég að gefa vinum mínum, en hitt fer líklega bara aftur í jörðina. Svo eigum við líka frystan soðin Ál, og einnig kanínu svo við erum nú ekki aldeilis matarlaus hér þangað til við förum. Fermín þessi elska er alltaf að færa okkur mat, full fata af appelsínum í gær.
Nú er eitthvert pálmaævintýri í gangi svo við erum að fara í bæinn.
Guð geymi ykkur og eigið góða daga.
Hér hafa verið gestir í 3 vikur fyrst Helga og Lilli og svo Óli Reynir og Badda.
Óli og Badda fóru á fimmtudaginn í glampandi sól og 30 stiga hita og þannig hefur veðrið verið síðan.
Það var margt brallað með þeim eins og öðrum gestum, kíkt á hitt og þetta, en þau höfðu ekki komið á þetta svæði áður.
Við sýndum þeim að sjálfsögðu flottasta golfvöllin hérna og kíktum aðeins á fleiri. Einnig var farið til Torrevieja og rölt um höfnina og fengið sér að borða. Svanhvít og Siggi buðu okkur í mat eitt kvöldið en þau eru foreldrar Kidda, mannsins hennar Heiðu sem er dóttir Óla og Böddu. Það var voða skemmtilegt kvöld, góður matur og félasskapur, þau fengu svo að kikja aðeins á Lillabar á leiðinni heim. Óli og Dúddi voru farnir að fara út að hjóla og skoða sig um í svietinni á meðan við Badda lágum í sólbaði eða vorum við eitthvert annað dútl. Takk fyrir komuna allir okkar kæru vinir það var reglulega gaman að hafa ykkur.
Nú er allt komið í réttar skorður og við að undirbúa okkur fyrir heimferð. Það þarf margt að hafa í huga, og engu má gleyma þegar farið er í burtu í svona langan tíma. Svo er skólinn byrjaður á fullu aftur, nóg að gera.
Eitt get ég sagt ykkur að við eigum líklega 10 kg af baunum í frystinum sem ég veit ekkert hvað á að gera við, sumt ætla ég að gefa vinum mínum, en hitt fer líklega bara aftur í jörðina. Svo eigum við líka frystan soðin Ál, og einnig kanínu svo við erum nú ekki aldeilis matarlaus hér þangað til við förum. Fermín þessi elska er alltaf að færa okkur mat, full fata af appelsínum í gær.
Nú er eitthvert pálmaævintýri í gangi svo við erum að fara í bæinn.
Guð geymi ykkur og eigið góða daga.