Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 25. febrúar 2010
Allt á floti og fl.
Fyrst kom snjórinn fyrir norðan og sunnan hér á Spáni, svo kom rigingin og svo kom vindurinn, og það er hæt að segja að hér hafi verið óvanalega kalt og að veturinn hér hafi verið vondur við spánverja. Núna er verið að sýna í fréttunum alla daga frá miklu flóði í ánni Rió Guadalquvir sem samkvæmt mínu korti liggur þvert á norðurhluta Andalúsíu og er flóð næstum meðfram henni allri. Það er alveg sorglegt að sjá öll þessi hús og híbýli manna full af vatni og allt innbú ónýtt af völdum vatns. Fólk getur ekki búið heima hjá sér þar sem vatnið sjatnar ekkert og menn hafa brugðið á það ráð að múra fyrir neðri hluta dyranna og dæla svo vatninu út. Þetta er alveg svakalegt, nú skilur maður af hverju sumir eru með húsið á efri hæðinni.
Hér er ekkert svona veðurfar bara riging stundum og getur verið kalt en engin óveður, núna er hitinn kominn yfir 20 gr. á daginn og sól. Vonandi er sumarið komið hjá okkur.
Nú ætla ég að segja ykkur og sýna hvað ég er að gera með öll flísabrotin, þið megið reyna að finna út hvað þetta á að verða á veggnum hjá mér. Þið fáið nú að vita það þegar ég er búinn. Það er voða gaman að púsla svona með flísar þó maður kunni ekki neitt í mosaíkgerð, maður lætur bara hugann reika um hvaða brot á að setja næst og hvaða lit. Ég var nú lengi búin að vera að hugsa um þetta mótíf eða þannig og svo byrjaði ég í fyrradag og var ansi dugleg í dag.
Við byrjuðum nú daginn á að fara hjólandi til Rafal til að fara á litla markaðinn þar og kaupa grænmeti, ég gerði það á meðan Dúddi fór og lét klippa sig, hann var orðin eins og hippi og ég lika. Ég pantaði mér tíma og fór svo alein á bílnum til Rafal og fór í klippingu sem var nú orðið tímabært ekki verið klippt síðan í ágúst. Ég er voða fín núna en Guðrún heima er samt besti klipparinn, fer til hennar í vor.
Við kíktum líka inní krijuna í Rafal því hún var opinn, en þangað höfðum við ekki komið fyrr.
Þegar við komum heim í gær var barnabarnahópurinn úr næsta húsi hérna fyrir utan og borðuðu ávexti, það var ávxtatími hjá þeim kl. 5 og allrir sátu i skugganum eins og spánverja er siður, ótrúlegt að sitja ekki í sólinni þegar ekki er heitar en þetta, og Carmen sat á litlum tjaldstól og allir voða glaðir og ánægðir.
Það er góð helgi framundan með góðri veðurspá og líklega stækkar myndin á veggnum.
Eigið góða daga í snjónum, og farið varlega.
Hér er ekkert svona veðurfar bara riging stundum og getur verið kalt en engin óveður, núna er hitinn kominn yfir 20 gr. á daginn og sól. Vonandi er sumarið komið hjá okkur.
Nú ætla ég að segja ykkur og sýna hvað ég er að gera með öll flísabrotin, þið megið reyna að finna út hvað þetta á að verða á veggnum hjá mér. Þið fáið nú að vita það þegar ég er búinn. Það er voða gaman að púsla svona með flísar þó maður kunni ekki neitt í mosaíkgerð, maður lætur bara hugann reika um hvaða brot á að setja næst og hvaða lit. Ég var nú lengi búin að vera að hugsa um þetta mótíf eða þannig og svo byrjaði ég í fyrradag og var ansi dugleg í dag.
Við byrjuðum nú daginn á að fara hjólandi til Rafal til að fara á litla markaðinn þar og kaupa grænmeti, ég gerði það á meðan Dúddi fór og lét klippa sig, hann var orðin eins og hippi og ég lika. Ég pantaði mér tíma og fór svo alein á bílnum til Rafal og fór í klippingu sem var nú orðið tímabært ekki verið klippt síðan í ágúst. Ég er voða fín núna en Guðrún heima er samt besti klipparinn, fer til hennar í vor.
Við kíktum líka inní krijuna í Rafal því hún var opinn, en þangað höfðum við ekki komið fyrr.
Þegar við komum heim í gær var barnabarnahópurinn úr næsta húsi hérna fyrir utan og borðuðu ávexti, það var ávxtatími hjá þeim kl. 5 og allrir sátu i skugganum eins og spánverja er siður, ótrúlegt að sitja ekki í sólinni þegar ekki er heitar en þetta, og Carmen sat á litlum tjaldstól og allir voða glaðir og ánægðir.
Það er góð helgi framundan með góðri veðurspá og líklega stækkar myndin á veggnum.
Eigið góða daga í snjónum, og farið varlega.