Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 17. október 2012

Allt á fullu í múrverki

Múrarinn Lilli
Múrarinn Lilli
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að hér sé allt á fullu, strákarnir eru að múra vegginn og það er mikið um að vera. Þið getið ýmindað ykkur Dúddi og Lilli að vinna saman, það var ekki tekinn nema hálf tími í mat. Þeir ætluðu nefnilega að fá leigðan stillas en án þess að spyrja voru þeir vissir um að hann væri alltof dýr, svo það var ætt af stað áður en síðsti bitinn var kominn niður til að ná í allt spítnadraslið í húsbóndaherberginu til að smíða hann, og viti menn hann er kominn upp og þangað á víst að henda Lilla til að klára efst á veggnum, vona bara að þetta sé nógu sterkbyggt fyrir hann, annars er allt sem Dúddi byggir 7 á rigther og 12 vindstig, en hér er nú bara sól og logn og 27 stiga hiti og þeir í sólinni og svitinn lekur af þeim.
Helga situr í skugganum og prjónar vettlinga þeir verða líklega orðnir svolítið þæfðir þegar þeir verða búnir. 
Vikan hefur annars bara verið nokkuð viðburðarrík á síðasta föstudag var þjóhátíðadagur spánverja og maður bjóst nú við að eitthvað væri um að vera svona á þeirra 17. júní en nei ekki mikið sem við  urðum vör við. Það var farið í minigolf en enginn urðu nú verðlaunin. Svo fórum við niður í Torrevieja með Helgu Og Gumma, fórum og fengum okkur tapas á góðum stað og svo gengum við niður að hafnargötunni ætluðum í göngutúr en eins og á öllum þjóðhátíðardögum þá fór að hellirigna og það var farið á næsta bar til að sitja af sér regnið. Þar fengum við Helga okkur margarítu ég í fyrsta skipti á ævinni og var hún ansi góð og gaman að fá sér drykk í svona skemmtileg glös. Þarna sátum við lengi því það rigndi svo mikið og var þetta cubvenskur bar og var þetta bara ansi gaman að lyfta sér upp í bænum. Strákarnir hlupu svo eftir bílnum fyrir frúrnar svo hægt væri að fara heim. Komum svo við hjá vinum okkar og stoppuðum þar dágóða stund. Við ætluðum nú reyndar heim en klukkan var orðin svo margt að við hentumm okkur bara í sófann hjá Helgu og Gumma. 
Á sunnudaginn fórum við í göngutúr hérna um sveitina og þá tókum við eftir hvað akrarnir hafa breyst mikið nú eru flest appelsínutrén farinn og komið kál og annar matur í staðinn og margrir akrar sem ekki hafa verið notaðir í 5 ár eru aftur komnir í notkun, þetta er kannski kreppan hér sem gerir þetta að fólk er að fá sér vinnu á ökrum sem þeir þurftu ekki að nota en hafa nú enga vinnu lengur. Þetta er eins og heima þegar allir fóru aftur að setja niður kartöflur, taka slátur og margt annað.
Annars er veðurfarið hér alveg einstakt og hefur ekki verið svona gott haust í 70 ár segja sérfræðingarnir það er sól og hitinn frá 24- 27 stig á hverjum degi, alveg dýrðlegt að fá svona gott haust.
Helga og Lilli eru hér hjá okkur þangað til á morgun þá förum við líklega með þeim í gamla húsið og verðum þar eitthvað smá patrý hér og þar eins og alltaf og svo farið í minigolf og hitting, allt bara gaman.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur