Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 24. júní 2009
Allt að gerast
Allt að gerast!
Gaman að heyra þetta hjá 3 ára gutta, þegar upptalningur á einhverju sem á að fara að gera eða er búið að gera.
En það er allt að gerast hjá Hektori Hermanni núna og Aroni Viðar en þeir eru hjá okkur núna í sveitinni og það er nóg að gera hjá þeim. Afi er komin með 2 viðhengi en honum er fylgt eftir hvert sem hann fer jafnvel stundum svo slæmt að það er beðið fyrir utan klósettið. Það er búið að veiða þrjá silunga, fara á sjóinn og svo að moka fyrir nýja pallinum. Þeir guttar eru mjög duglegir bæði að flækjast fyrir og að moka. Það var aðeins slappað af í gær á milli skúra en það ringdi svolítið á köflum.
Enda voru þeir báðir með verki í fótunum í nótt greyin litlu, það má ekki þræla þessum borgarbörnum svona út.
Frá síðasta bloggi þá var farið í mat með Mallakútum laugardaginn og þar auðvitað yndislegur matur að venju hjá Höllu og Hafsteini. Við löbbuðum svo heim í yndislegri sumarnóttinni á Ísafirði eins og þær gerast fallegastar.
Næstu helgi á eftir var svo brunað suður á ættarmót að Kringlumýri rétt hjá Selfossi, en þar býr ein frænka mín hún María og hennar maður. Við fengum lánað fellhýsið og bílinn hjá Helenu og Harry svo það fór bara vel um okkur í þessum fínu græjum.
Þetta voru niðjar Bjarna Jónatanssonar langafa míns, pabba Önnu Bjarna ömmu okkar yndislegu sem bjó á urðarvegi 11, sem nú er búið að rífa fyrir löngu. Þetta var ansi skemmtilegt mót hefði mátt vera betra veður. Gaman að hitta svona marga ættingja bæði sem maður þekkti og að kynnast nýjum.
Nú svo var brunað aftur í bæinn, dótinu skilað og sofið eina nótt í Kópavogi og svo brunað vestur aftur í sveitina með guttana tvo eins og fyrr er sagt.
Skruppum aðeins í bæinn til að sækja olíu, mat og fleira og íspinna fyrir suma sem eiga að fá verðlaun.
Allt að gerast þessa góðu daga í sveitinni og svo eigum við von á fleirum í heimsókn um helgina.
Gaman að heyra þetta hjá 3 ára gutta, þegar upptalningur á einhverju sem á að fara að gera eða er búið að gera.
En það er allt að gerast hjá Hektori Hermanni núna og Aroni Viðar en þeir eru hjá okkur núna í sveitinni og það er nóg að gera hjá þeim. Afi er komin með 2 viðhengi en honum er fylgt eftir hvert sem hann fer jafnvel stundum svo slæmt að það er beðið fyrir utan klósettið. Það er búið að veiða þrjá silunga, fara á sjóinn og svo að moka fyrir nýja pallinum. Þeir guttar eru mjög duglegir bæði að flækjast fyrir og að moka. Það var aðeins slappað af í gær á milli skúra en það ringdi svolítið á köflum.
Enda voru þeir báðir með verki í fótunum í nótt greyin litlu, það má ekki þræla þessum borgarbörnum svona út.
Frá síðasta bloggi þá var farið í mat með Mallakútum laugardaginn og þar auðvitað yndislegur matur að venju hjá Höllu og Hafsteini. Við löbbuðum svo heim í yndislegri sumarnóttinni á Ísafirði eins og þær gerast fallegastar.
Næstu helgi á eftir var svo brunað suður á ættarmót að Kringlumýri rétt hjá Selfossi, en þar býr ein frænka mín hún María og hennar maður. Við fengum lánað fellhýsið og bílinn hjá Helenu og Harry svo það fór bara vel um okkur í þessum fínu græjum.
Þetta voru niðjar Bjarna Jónatanssonar langafa míns, pabba Önnu Bjarna ömmu okkar yndislegu sem bjó á urðarvegi 11, sem nú er búið að rífa fyrir löngu. Þetta var ansi skemmtilegt mót hefði mátt vera betra veður. Gaman að hitta svona marga ættingja bæði sem maður þekkti og að kynnast nýjum.
Nú svo var brunað aftur í bæinn, dótinu skilað og sofið eina nótt í Kópavogi og svo brunað vestur aftur í sveitina með guttana tvo eins og fyrr er sagt.
Skruppum aðeins í bæinn til að sækja olíu, mat og fleira og íspinna fyrir suma sem eiga að fá verðlaun.
Allt að gerast þessa góðu daga í sveitinni og svo eigum við von á fleirum í heimsókn um helgina.