Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 28. mars 2010
Andalúsíuferð
Til Andalúsíu brunuðum við fimmtudaginn 18. mars um hádegi í sól og góðu veðri ásamt ferðafélögum okkar Helgu og Gumma. Áfangastaðurinn var lítið þorp sem heitir Castil de Campo og þar eru íbúar svona um 300-400 manns mjög vinalegt með snarbröttum götum og mjóum, ekta spánskt sveitaþorp. Það var nú erfitt fyrst að labba niður til að versla og svo upp aftur en nú er maður bara kominn í góða þjálfun.
Þarna voru auðvitað eldaðar góðar krásir en eldhhúsið er ansi lítið.Allt gekk þetta þó stórslysalaust og bragðaðist maturinn mjög vel þarna í sveitaloftinu.
Þarna í kring eru ekkert nema ólívutré, olívutré og aftur ólívutré svo langt sem augað eigir. Brattir og hlykkjóttir vegir minntu mann á Skógarbrekkurnar á heiðinni í gamla daga. Svolítið öðruvísi landslag en hér hjá okkur. En alveg óskaplega fallegt.
Veðrið hefði mátt vera betra en við fengum sól annað slagið og rigingu líka. Þarna allt í kring hefur rignt næstum stanzlaust í 3 mánuði og sást það aðeins á húsinu sem við vorum í. Frænka okkar Helgu á þetta hús, hún Jakobína og þarna vorum við í viku og höfðum það fínt. Fórum og skoðuðum öll litlu þorpin þarna í kring, ég man nú ekki hvað þau heita öll. Eitt þorp sem heitir Iznájar er mjög eftirminnilegt það stendur við vatn og er í brekku og eftst uppi er stór kastali, þarna gengum við upp og lentum í einni götu með svaka flottum bláum blómapottum á öllum hliðum mjög fallegt og eftirminnilegt.
Það var aðeins dyttað að húsinu ræst út og eitt og annað smálegt lagað enda tveir laghentir og laglegir menn með í för. Við fórum í þorp sem heitir Priego de Cordoba og tekur um 15 mín. að fara þangað, þar er flottasta kirkja eða kapella sem ég hef séð, þar var allt í gulli ótrúlega fallegar styttur. Þarna var gengið um, skoðað í búðir líka skoðaðir garðar og ráðhúsið. Einnig fórum við í ansi skemmtilegt þorp sem heitir Almedinilla þar búa svona um 3000 manns að mig minnir. Það var auðvitað farið á markað og sá bær heitir Alcalá la Real. Þetta var stór markaður og þar keypti ég mér skó sem verður fínt að hafa heima á Ísland hlýir og góðir úr leðri og kostuðu bara 10 evrur. Eftir vikudvöl í sveitinni var ákveðið að fara áleiðis heim og fara aðra leið. Fórum við sem leið lá til suðustrandar Spánar og lentum í fallegum bæ, Salobrena með hvítum húsum, þröngum götum og auðvitað stórri kirkju. Þarna var nú meiningin að gista eina nótt en það var allt svo dýrt að við keyrðum áfram til annars bæjar við ströndina sem heitir Adra við vorum þar á fínu hóteli, borðuðum þar kvöldverð og hlustuð á brjálaða spænska músík á barnum á eftir, þar var reyndar stoppað stutt, svona hálfgerð ferðaþreyta í liðinu. Daginn eftir var svo lagt af stað heim, fórum gegnum Almeríu og Lorca en María Gps leiddi okkur stystu leið heim eins og vanalega ef hún er beðin um það.
Það var gott að koma heim eftir skemmtilegt og gott ferðalag með góðum ferðafélögum, takk fyrir okkur kæru vinir.
Og nú taka páskarnir við hér með öllum sínum skrúðgöngum og fíestum að spánarsið. Ekkert páskaegg.
Fleiri myndir eru í myndaalbúminu.
Eigið góða og fína páska.
Þarna voru auðvitað eldaðar góðar krásir en eldhhúsið er ansi lítið.Allt gekk þetta þó stórslysalaust og bragðaðist maturinn mjög vel þarna í sveitaloftinu.
Þarna í kring eru ekkert nema ólívutré, olívutré og aftur ólívutré svo langt sem augað eigir. Brattir og hlykkjóttir vegir minntu mann á Skógarbrekkurnar á heiðinni í gamla daga. Svolítið öðruvísi landslag en hér hjá okkur. En alveg óskaplega fallegt.
Veðrið hefði mátt vera betra en við fengum sól annað slagið og rigingu líka. Þarna allt í kring hefur rignt næstum stanzlaust í 3 mánuði og sást það aðeins á húsinu sem við vorum í. Frænka okkar Helgu á þetta hús, hún Jakobína og þarna vorum við í viku og höfðum það fínt. Fórum og skoðuðum öll litlu þorpin þarna í kring, ég man nú ekki hvað þau heita öll. Eitt þorp sem heitir Iznájar er mjög eftirminnilegt það stendur við vatn og er í brekku og eftst uppi er stór kastali, þarna gengum við upp og lentum í einni götu með svaka flottum bláum blómapottum á öllum hliðum mjög fallegt og eftirminnilegt.
Það var aðeins dyttað að húsinu ræst út og eitt og annað smálegt lagað enda tveir laghentir og laglegir menn með í för. Við fórum í þorp sem heitir Priego de Cordoba og tekur um 15 mín. að fara þangað, þar er flottasta kirkja eða kapella sem ég hef séð, þar var allt í gulli ótrúlega fallegar styttur. Þarna var gengið um, skoðað í búðir líka skoðaðir garðar og ráðhúsið. Einnig fórum við í ansi skemmtilegt þorp sem heitir Almedinilla þar búa svona um 3000 manns að mig minnir. Það var auðvitað farið á markað og sá bær heitir Alcalá la Real. Þetta var stór markaður og þar keypti ég mér skó sem verður fínt að hafa heima á Ísland hlýir og góðir úr leðri og kostuðu bara 10 evrur. Eftir vikudvöl í sveitinni var ákveðið að fara áleiðis heim og fara aðra leið. Fórum við sem leið lá til suðustrandar Spánar og lentum í fallegum bæ, Salobrena með hvítum húsum, þröngum götum og auðvitað stórri kirkju. Þarna var nú meiningin að gista eina nótt en það var allt svo dýrt að við keyrðum áfram til annars bæjar við ströndina sem heitir Adra við vorum þar á fínu hóteli, borðuðum þar kvöldverð og hlustuð á brjálaða spænska músík á barnum á eftir, þar var reyndar stoppað stutt, svona hálfgerð ferðaþreyta í liðinu. Daginn eftir var svo lagt af stað heim, fórum gegnum Almeríu og Lorca en María Gps leiddi okkur stystu leið heim eins og vanalega ef hún er beðin um það.
Það var gott að koma heim eftir skemmtilegt og gott ferðalag með góðum ferðafélögum, takk fyrir okkur kæru vinir.
Og nú taka páskarnir við hér með öllum sínum skrúðgöngum og fíestum að spánarsið. Ekkert páskaegg.
Fleiri myndir eru í myndaalbúminu.
Eigið góða og fína páska.