Ţórdís Guđmundsdóttir | mánudagurinn 13. desember 2010
Andinn er ekki yfir mér
Andinn er ekki yfir mér,
ég ekkert kann að skrifa.
Þetta veit ég að góð kona frænka Dúdda orti og eru fleiri línur sem ég man nú ekki, en lýsa alveg mínu ástandi þessa dagana, það hefur einhvern veginn ekki verið neitt sérstakt til að skrifa um, að mér finnst. Maður hefur verið á fullu að reyna að hugsa um að kaupa einhverjar jólagjafir fyrir litlu krílin okkar svo þau gleymi ekki ömmu og afa á Spáni. Þetta verður allt að vera létt og lítið annars er svo erftitt að koma þessu heim. Sorglegt hvað að er orðið dýrt að senda póst eins og það er gaman að gleðja aðra með þvi að senda pakka eða bréf. Það drepur mann nú ekkert að senda bréf, en pakki kostar heilan helling kílóið.
En þetta er nú allt farið frá okkur eða Dúddi er á leiðinni með þetta til Unnsteins en þau yndislegu hjón ætla að taka þetta fyrir okkur til Ísland á fimmtudaginn með jólafluginu heim. Við erum heppinn í ár því við vorum eitthvað svo sein með þetta allt.
Annars er þetta haust búið að vera svolítið öðruvísi en hin, Dúddi hefur verið að fá smáverk að vinna og er ansi oft í burtu eða ég fer með honum og sit einhversstað og prjóna og er þá ekki heima og ekkert verður úr verki með því. Kemst ekki í búðir þegar mig langar því ég er úti í sveit og ég er nú ekki mikið fyrir að hjóla ein. Nú eru þeir vinir Dúddi og Gummi í óða önn að fella dauða pálma, það kom pöntun í gær um að fella 4 stk. í sama garðinum, hugsið ykkur hvað það verður tómlegt í þeim garði.
En honum líkar þetta vel að hafa eitthvað fyrir stafni, verst hvað það er langt að keyra. Nú þegar húsbóndaherbergið er orðið svona fínt þá er rólegt hér heima, en hann er nú að hugsa um að mála húsið eftir áramótin.
Við fórum 3. des. út að borða með vinum okkar og spænskum vinum Helgu frænku en Helga og Gummi áttu brúðkaupsafmæli og sæpnsku hjónin höfðu nýlega átt afmæli og þessu var öllu slegið saman og farið á mjög góðan kínverkan stað. Þetta var hörkupartý. Fyrst vorum við hjá Helgu og Gumma í kampavíni og tapas. Svo var aftur skálað á staðnum í boði veitingastaðarins því við vorum búinn að láta vita að þau ættu afmæli. Þau fengu líka gjafir og við allar hálsmen. Þetta var voðalega skemmtilegur hópur og gott kvöld.
Svo núna á laugardag var jólahittingur á veitingastað sem íslendingar eiga hér í Algorfa svo 10. min keyrsla frá okkur en langt að labba, hann heitir Café Sofá mjög vinalegur staður við fengum okkur þar drykki og samlokur þar hittum við marga íslendinga sem við höfum ekki séð áður og eigandinn spilaði á gítar og söng. Við fórum svo hingað heim og fengum okkur kjötsúpu. Mjög gott kvöld með góðum vinum.
Nú eru jólin að nálgast með öllum sínum gylliboðum hér eins og annarsstaðar. Það er nú ekki mikið um jólaskraut á húsum en flestir bæir eru búinar að setja upp hjá sér skeytingar á götum. Næsta laugardag þá verður Belén hér í Almoradi opnað og þá ætlum við að fara í bærinn og vera viðstödd það er voða hátíðlegt og gaman að skoða þessa litlu jólasögu sem þeir setja svo fallega upp, á næstum hverju torgi í öllum bæjum. Ég sá í sjónvarpinu í gær eina svona sögu það voru 10.000 stk í því og ljós, vatn, næturljós og einnig þrumur og eldingar, æði flott. En ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala þá skrifaði ég um þetta í fyrra fyrir jólin.
Nú er skýjað en 15 gr. hiti og logn. Spánverjum finnst kalt, allavega Fermín. Dúddi hefur verið að hjálpa honum að saga í eldinn því kallinn er svo slæmur í öxlinni og Dúddi fær alltaf eitthvað að launum aðallega grænmeti, fínt fyrir okkur.
Eigið góða daga við jólaundirbúning, og stressið ykkur ekki of mikið, jólin koma samt.
ég ekkert kann að skrifa.
Þetta veit ég að góð kona frænka Dúdda orti og eru fleiri línur sem ég man nú ekki, en lýsa alveg mínu ástandi þessa dagana, það hefur einhvern veginn ekki verið neitt sérstakt til að skrifa um, að mér finnst. Maður hefur verið á fullu að reyna að hugsa um að kaupa einhverjar jólagjafir fyrir litlu krílin okkar svo þau gleymi ekki ömmu og afa á Spáni. Þetta verður allt að vera létt og lítið annars er svo erftitt að koma þessu heim. Sorglegt hvað að er orðið dýrt að senda póst eins og það er gaman að gleðja aðra með þvi að senda pakka eða bréf. Það drepur mann nú ekkert að senda bréf, en pakki kostar heilan helling kílóið.
En þetta er nú allt farið frá okkur eða Dúddi er á leiðinni með þetta til Unnsteins en þau yndislegu hjón ætla að taka þetta fyrir okkur til Ísland á fimmtudaginn með jólafluginu heim. Við erum heppinn í ár því við vorum eitthvað svo sein með þetta allt.
Annars er þetta haust búið að vera svolítið öðruvísi en hin, Dúddi hefur verið að fá smáverk að vinna og er ansi oft í burtu eða ég fer með honum og sit einhversstað og prjóna og er þá ekki heima og ekkert verður úr verki með því. Kemst ekki í búðir þegar mig langar því ég er úti í sveit og ég er nú ekki mikið fyrir að hjóla ein. Nú eru þeir vinir Dúddi og Gummi í óða önn að fella dauða pálma, það kom pöntun í gær um að fella 4 stk. í sama garðinum, hugsið ykkur hvað það verður tómlegt í þeim garði.
En honum líkar þetta vel að hafa eitthvað fyrir stafni, verst hvað það er langt að keyra. Nú þegar húsbóndaherbergið er orðið svona fínt þá er rólegt hér heima, en hann er nú að hugsa um að mála húsið eftir áramótin.
Við fórum 3. des. út að borða með vinum okkar og spænskum vinum Helgu frænku en Helga og Gummi áttu brúðkaupsafmæli og sæpnsku hjónin höfðu nýlega átt afmæli og þessu var öllu slegið saman og farið á mjög góðan kínverkan stað. Þetta var hörkupartý. Fyrst vorum við hjá Helgu og Gumma í kampavíni og tapas. Svo var aftur skálað á staðnum í boði veitingastaðarins því við vorum búinn að láta vita að þau ættu afmæli. Þau fengu líka gjafir og við allar hálsmen. Þetta var voðalega skemmtilegur hópur og gott kvöld.
Svo núna á laugardag var jólahittingur á veitingastað sem íslendingar eiga hér í Algorfa svo 10. min keyrsla frá okkur en langt að labba, hann heitir Café Sofá mjög vinalegur staður við fengum okkur þar drykki og samlokur þar hittum við marga íslendinga sem við höfum ekki séð áður og eigandinn spilaði á gítar og söng. Við fórum svo hingað heim og fengum okkur kjötsúpu. Mjög gott kvöld með góðum vinum.
Nú eru jólin að nálgast með öllum sínum gylliboðum hér eins og annarsstaðar. Það er nú ekki mikið um jólaskraut á húsum en flestir bæir eru búinar að setja upp hjá sér skeytingar á götum. Næsta laugardag þá verður Belén hér í Almoradi opnað og þá ætlum við að fara í bærinn og vera viðstödd það er voða hátíðlegt og gaman að skoða þessa litlu jólasögu sem þeir setja svo fallega upp, á næstum hverju torgi í öllum bæjum. Ég sá í sjónvarpinu í gær eina svona sögu það voru 10.000 stk í því og ljós, vatn, næturljós og einnig þrumur og eldingar, æði flott. En ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala þá skrifaði ég um þetta í fyrra fyrir jólin.
Nú er skýjað en 15 gr. hiti og logn. Spánverjum finnst kalt, allavega Fermín. Dúddi hefur verið að hjálpa honum að saga í eldinn því kallinn er svo slæmur í öxlinni og Dúddi fær alltaf eitthvað að launum aðallega grænmeti, fínt fyrir okkur.
Eigið góða daga við jólaundirbúning, og stressið ykkur ekki of mikið, jólin koma samt.