Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 1. október 2007

Anduze, suður Frakkland

Ferjan sem fór með okkur yfir landamærin
Ferjan sem fór með okkur yfir landamærin
« 1 af 7 »
Fórum með ferju á milli Þýskalans og Frakklands þar vildi maría fara með okkur og var það fínt að sleppa við alla umferðina, á meðan við erum að venjast að keyra í France. Erum búinn að vera í Frakklandi síðan í síðustu viku, veit varla hvaða dagur er í dag. Fórum fyrst á tjaldsvæði sem er í bænum St. Dié, vorum þar í tvo daga, og skoðuðum okkur um í bænum. Fórum líka að skoða tvo hvítvínsbæi þar fyrir austan og eru í Alsace héraði sem er mikið vínhérað. Fórum og fengum okkur að borða og hvítvín með eða ég Dúddi keyrir, Maturinn var nú ekkert sérstakur en allt í lagi. Það ringdi á okkur allan daginn og er eiginlega búið að gera síðan við komum hingað en nú er 20. stiga hiti. Annars er eldað hér á hverjum degi því við höfum svo fínt eldhús. Og Dúddi er svo duglegur að vaska upp. Annars er þetta hjólhúsa líf ansi skondið. Við vorum svaka feimin fyrstu dagana og þorðum varla að hreyfa okkur. Það er svo mikil nálægð við aðra sem maður er ekki vanur. En svo verður maður bara harður af sér og byrjar á að æða inn og vita hvort það eru góð klósett og sturtur og hvort hægt er að vaska upp. En hér tala allir útlensku sem við erum ekki brött í, en ég skildi þegar ég mætti einum gömlum þegar ég var að fara á klósettið þá sagði hann "Bonsjur Madame" mér fannst þetta svo flott að ég sveif þann daginn enda hef ég aldrei verið ávörpuð svona fyrr.
En leið lá svo til Macon þar var mjög gott að vera og mikil umferð og það var bara eins og að horfa á sjónvarp, hvað er nú það?. Fórum til bæjarins og fórum í tvær kirkjur mjög flottar. Þarna vorum við í tvær nætur.
Keyrðum ansi langt í gær í heila 6 tíma og lentum á svæði sem var ekkert skemmtilegt en fórum í góðan  göngutúr í morgun þar sem var mjög fallegt og frábært útsýni vorum á gangi í 2 tíma. Fórum þaðan á hádegi og fórum bara stutt og erum hér á mjög fallegum stað, og verðum hér allavega næstu nótt líka.
Til hamingju með afmælið um daginn Sverrir minn, og Magni rauðvínið var bara mjög gott.