Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 3. janúar 2011

Áramót

Dúddi, Gummi. Óðinn og Haukur tilbúnir í veisluna með hattana sína
Dúddi, Gummi. Óðinn og Haukur tilbúnir í veisluna með hattana sína
« 1 af 10 »

Gleðilegt ár

Feliz ano nuevo




Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, ég óska ykkur öllum góðs gengis á nýju ári, og hafið það sem best.
Við áttum ymdislegt gamlárkvöld og nýjársnótt með okkar góðu vinum Helgu og Gumma ásamt þeirra fjölskyldu og vinum.
Þema kvöldsins var að allir skildu mæta með hatta og var það skemmtileg tilbreyting og gaman að velja sér hatta.
Það var grillað íslenskt lambalæri sem kom að heiman eftir langt ferðalag um London í óveðrinu sem þar gekk yfir. Það bragðaðist alveg svakalega vel. Rækjukokteill á undan, og heimatilbúin ís á eftir ásamt vondu kökunni sem er fjölskyldukaka hjá þeim en hún er alveg svakalega góð, marengsterta. Svo var auðvitað skálað í kampavíni á miðnætti og svo sátum við úti á Lillabar langt fram á nótt vafðar inní teppi en það var 10 gr. hiti og logn. Skemmtum okkur alveg konunglega og horfðum á ragetturnar og öll herlegheitin sem fylgja þessu kvöldi. Takk fyrir ánægjulegt kvöld öll og Óðinn takk fyrir matinn það gleymdist víst.
Á nýjársdag var okkur svo boðið í mat hjá Helgu Þurý, Jesú og strákunum, þar áttum við góðan dag,en þau komu hingað yfir áramótin og eru farin aftur til Madrid því miður. Það var svo gaman að hitta þau.
Lífið er aftur að færast í eðlilegt horf hér, fórum á sítónumarkaðinn í gær og löbbuðum um aðallega til að sýna okkur og sjá aðra, það var ansi margt fólk þar. Í dag fórum við svo í hjóltúr til Rafal að versla það sem vantaði, en í kvöld verður íslenskur silungur á borðum, sem Unnsteinn og Rut gáfu okkur þegar þau fóru heim. Bara hollusta næstu daga.
Annars er nú heilmikill dagur eftir hér á Spáni en það er gjafadagurinn þegar kóngarnir þrír koma og gefa börnun gjafir þá er skrúðganga í hverju þorpi og sælgæti hent til allra og mikið fjör.
Langar líka að segja ykkur að haninn á þakinu hjá Fermín er komin með þessa fínu rödd núna, hann hefur verið að æfa stíft undanfarið, kvölds og morgna og er bara orðin góður, verst að hann lifir nú bara fram að páskum, þá er byrjað að ala nýjan sem byrjar svo að æfa sig í des. á þessu ári. Gaman að fylgast með þessu. Nú er bara einn stór kalkúnn hann fer líka fyrir páska þá verður hann ábyggilega svona 10 kg. enda fjölskyldan stór.
Kærar þakkir fyrir góðar óskir okkur til handa hér á síðunni okkar, gaman að sjá að einhver  hefur gaman af þessum skrifum mínum.
Eigið góða daga á nýju ári og Guð blessi ykkur öll.