Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 13. mars 2010
Árshátíð, gestir og fleira
Fyrir viku síðan fórum við Dúddi á árshátíð FHS hér á Spáni, hún var haldin eins og undanfarinn ár í San Pedro del Pinatar á mjög fínu hóteli sem heitir Hótel Traína. Við mættum snemma til að bóka okkur inn. Síðan var farið í göngutúr um bæinn og sest á veitingahús, þar fengum við okkur Tapas, pöntuðum 6 rétti, fengum svo aðra 3 í boði hússins. Þeir voru að kynna okkur fyrir nýjum kjúklingarétti og smokkfisk þetta var allt voðalega gott og gaman að borða þetta. Við vorum 6 saman en því miður var engin mynd tekinn. Það hefur verið eitthvað voða mikil leti eða gleymska með myndavélina núna vont, vont. Það verður tekið á þessu mjög fljótlega sko myndavéla letinni.
Við mættum svo á árshátíðina um kvöldið og fengum þar 3 rétta máltíð, voða fínn matur og svo að sjálfsögðu gott ball á eftir. Allavega dönsuðum við Dúddi mikið, en það hefur nú lítið farið fyrir svoleiðis skemmtilegheitum í vetur. Fórum svo heim á sunnudag og slöppuðum af, hélt nú að ég fengi harðsperrur en þær komu sem betur fer ekki.
Ég var svo aðeins að dunda í listaverkinu, en það gengur hægt aldrei tími til þess eða veðrið verið leiðinlegt, það hefur nefnilega verðið kuldaboli. En það á víst að lagast eftir helgina allavega sáum við fallegan rauðan lit á kortinu í gær.
Kiddý frænka og Diddi komu svo hingað á miðvikudagsmorgun og hafa verið hér hjá okkur. Það hefur nú mest bara verið slappað af. ÞAð var hægt að sitja út í sólinni tvo fyrst dagana, fórum á markað til Rafal á fimmtudagsmorgun og svo í göngutúr upp að kirkjunni í Callosa, eldaður góður matur og annað. Í gær fórum við svo á hitting á sundlaugabarnum í La Mimosas. Þar spiluðum við mínigolf og hittum marga íslendinga, skruppum í stóra kínabúð og komum við á Lillabar hjá Helgu og Gumma og þáðum góðar veitingar, kærar þakkir fyrir það kæru hjón.
Í dag fórum við svo á markaðinn í Almoradí og gengum okkur upp að hjám við að skoða og spekulera þar var keypt eitt og annað nytsamlegt og ekki nytsamlegt eins og gengur á mörkuðum. Þau fara svo til La Marina á morgun þar sem þau hafa fengið hús til að vera í. En til stendur að við förum til Andalúsíu einhvern daginn eftir helgi ekki alveg búið að ákveða hvenær það verður.
Fermín og Carmen passa húsið fyrir okkur á meðan. Þegar við komum hingað í sl. haust gáfum við Fermin svarta húfu með mynd af íslandi þar sem stendur á henni I love Vestfirðir ég keypti hana í búðinni í Súðavík fyrir hann. Hann notaði hana aldrei fyrr en á jólum og núna er hann bara með hana á sunnudögum og er voða fínn með hana.
En nú er sólin farin að skína á okkur. Eigið góða daga elskurnar
Við mættum svo á árshátíðina um kvöldið og fengum þar 3 rétta máltíð, voða fínn matur og svo að sjálfsögðu gott ball á eftir. Allavega dönsuðum við Dúddi mikið, en það hefur nú lítið farið fyrir svoleiðis skemmtilegheitum í vetur. Fórum svo heim á sunnudag og slöppuðum af, hélt nú að ég fengi harðsperrur en þær komu sem betur fer ekki.
Ég var svo aðeins að dunda í listaverkinu, en það gengur hægt aldrei tími til þess eða veðrið verið leiðinlegt, það hefur nefnilega verðið kuldaboli. En það á víst að lagast eftir helgina allavega sáum við fallegan rauðan lit á kortinu í gær.
Kiddý frænka og Diddi komu svo hingað á miðvikudagsmorgun og hafa verið hér hjá okkur. Það hefur nú mest bara verið slappað af. ÞAð var hægt að sitja út í sólinni tvo fyrst dagana, fórum á markað til Rafal á fimmtudagsmorgun og svo í göngutúr upp að kirkjunni í Callosa, eldaður góður matur og annað. Í gær fórum við svo á hitting á sundlaugabarnum í La Mimosas. Þar spiluðum við mínigolf og hittum marga íslendinga, skruppum í stóra kínabúð og komum við á Lillabar hjá Helgu og Gumma og þáðum góðar veitingar, kærar þakkir fyrir það kæru hjón.
Í dag fórum við svo á markaðinn í Almoradí og gengum okkur upp að hjám við að skoða og spekulera þar var keypt eitt og annað nytsamlegt og ekki nytsamlegt eins og gengur á mörkuðum. Þau fara svo til La Marina á morgun þar sem þau hafa fengið hús til að vera í. En til stendur að við förum til Andalúsíu einhvern daginn eftir helgi ekki alveg búið að ákveða hvenær það verður.
Fermín og Carmen passa húsið fyrir okkur á meðan. Þegar við komum hingað í sl. haust gáfum við Fermin svarta húfu með mynd af íslandi þar sem stendur á henni I love Vestfirðir ég keypti hana í búðinni í Súðavík fyrir hann. Hann notaði hana aldrei fyrr en á jólum og núna er hann bara með hana á sunnudögum og er voða fínn með hana.
En nú er sólin farin að skína á okkur. Eigið góða daga elskurnar