Árshátíð og afmæli
Það hefur verið svo mikið að gera hjá okkur í skemmtanahaldi að enginn tími hefur verið til að blogga.
Við fórum á árshátíð Félags Húse. á Spáni á laugardaginn var. Fórum héðan um 11 um morguninn og sóttum Unnstein og Rut. En við fórum með þeim. Keyrðum til San Pedro á Hótel Traina og gistum þar en árshátíðin var haldin á hótelinu. Svaka fínt 4 stjörnu hótel. Mættum klukkan 7 í mat sem var svakalega góður, þrír forréttir, kjúklingabringur, vodkasorbe, og vanillukaramellu eftirréttur vín rautt og hvítt eins og hver gat drukkið með. Svo var ball á eftir til kl. 2 um nóttina. Þetta var svaka gaman, og skrítið var að koma innanum alla þessa íslendinga og heyra bara íslensku, og skilja alla. Góðan daginn ómaði í kringum mann ekkert Hola, eins og spánvegjar segja eða Buenos días. Við vorum svolitla stund að átta okkur á þessu. Við komum svo hingað heim um kl 2 daginn efir en það fylgdi morgun matur með í þessu og svo kostaði þetta voða lítið.
Svo í fyrradag var hringt í okkur og okkur boðið í 60 ára afmæli Jennýjar Guðmunds. En við hittum hana og vini hennar á árshátíðinni svo þau vissu af okkur. Við áttum að mæta sem leynigestir, sem við og gerðum. Það var gaman að hitta jenný og vini hennar heima hjá Svanhvít og Sigurði, við borðuðum lambalæri að íslenskum sið voða gott. Takk kærlega fyrir okkur og Jenný góða ferð heim á klakann.
Við fylgjumst vel með veðurfréttum hérna eins og allir heima nema við sjáum bara Spán. Það hefur verið að spá rigningu núna í viku en hún kemur ekkert hér, nema smá á nóttunni, við sem erum að reyna að safna í brunnana fyrir sumarið.
En núna skiljum við alveg austfirðinga að þeir vilji fá örfhentan veðurfræðing því hér eins og heima þá standa þeir alltaf fyrir austurströndinni en þar eigum við heima núna merkilegt með þetta, mér finnst þeir nú alveg geta bara staðið hjá Portúgal því þeir segja manni aldrei hvernig veðrið er þar.
Nóg bull í bili. Elsku Helena til hamingju með daginn.
Góður dagur í dag.