Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 28. september 2010
Barnabarn
Alltaf er nú gaman þegar fjölskyldan stækkar, þegar í heiminn kemur lítið kraftaverk, eins og þegar barn fæðist.
Ágúst og Hrefna eiguðust lítinn strák aðfararnótt 24. september, 16 merkur og 50 cm, dökkhærður og mjög ólíkur Sverrir og Sögu þegar þau voru svona pínulítil, þau voru bæði svo ljós eins og pabbinn en þessi ætlar að líkjast móður sinni meir.
Já, þau eru ansi lítil þegar þau koma í heiminn, maður er einhvernveginn búinn að gleyma því þegar það skeður næst. Við vorum nú búinn að fylgjast vel með kúlunni í sumar og sjá hana stækka og mömmuna verða fallegri með hverjum mánuði. Svo labbar hún hér út um kl. 12 á miðnætti og er búinn að fæða litla kraftaverkið kl. 1:50, svona á að fara að þessu ekkert hangs.
Í alvöru þá gekk þetta eins og í sögu og þeim líður báðum vel og hann er duglegur að drekka, rólegur og sefur vært. Hann hefur verið nefndur Ísar Logi, en Ísar er gamalt íslenst nafn, ég hafði aldrei heyrt það áður, en það venst bara vel. Ísar Logi er barnabarn nr. 8 hjá okkur samanlagt, einnig er 3 önnur á ská, svo þetta er orðin stór hópur hjá okkur.
Stóra systir Saga Líf er duglega að hjálpa til við að sendast og sækja bleiju og annað. Hún tekur þessu öllu bara vel. Sverrir Úlfur stóri bróðir kom í heimsókn úr Rvík. til að sjá bróðir sinn, og hitta vinina í leiðinni. Innilega til hamingju Ágúst, Hrefna og börn. Svo er Sverrir Úlfur 13. ára í dag til hamingju stóri strákur.
Helgin fór í matarboð, föstudagskvöldið hittumst við frændsystkin 2 ættliður ættaður frá Góustöðum og vorum með skemmtilegt matarboð hjá Guðríði og Samma og var Siggi frændi og Dedda þar heiðursgestir, var mikið spjallað og borðaður góður matur, allir komu með eitthvað gott í gogginn. Takk fyrir skemmtunina kæru ættingjar og makar.
Á laugardagskvöldið hittust svo Mallakútar en það er matarklúbburinn okkar hér á Ísó. Hann var haldinn að þessu sinni hjá Óla Reynir og Böddu, yndislegur matur og skemmtilegt kvöld, takk fyrir kæru vinir.
Nú er maður bara að klára að ganga frá öllum lausum endum áður en maður fer í burtu af landinu. Við förum til Reykjavíkur á fimmtudagsmorgunn og svo út 7. okt. Mig er nú farið að hlakka til að komast í sólina og heim í dótið mitt og hætta að búa í ferðatösku eins og þetta sumar hefur verið. Það hefur verið ansi viðburðarmikið alltaf nóg að gera á öllum sviðum.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.
Ágúst og Hrefna eiguðust lítinn strák aðfararnótt 24. september, 16 merkur og 50 cm, dökkhærður og mjög ólíkur Sverrir og Sögu þegar þau voru svona pínulítil, þau voru bæði svo ljós eins og pabbinn en þessi ætlar að líkjast móður sinni meir.
Já, þau eru ansi lítil þegar þau koma í heiminn, maður er einhvernveginn búinn að gleyma því þegar það skeður næst. Við vorum nú búinn að fylgjast vel með kúlunni í sumar og sjá hana stækka og mömmuna verða fallegri með hverjum mánuði. Svo labbar hún hér út um kl. 12 á miðnætti og er búinn að fæða litla kraftaverkið kl. 1:50, svona á að fara að þessu ekkert hangs.
Í alvöru þá gekk þetta eins og í sögu og þeim líður báðum vel og hann er duglegur að drekka, rólegur og sefur vært. Hann hefur verið nefndur Ísar Logi, en Ísar er gamalt íslenst nafn, ég hafði aldrei heyrt það áður, en það venst bara vel. Ísar Logi er barnabarn nr. 8 hjá okkur samanlagt, einnig er 3 önnur á ská, svo þetta er orðin stór hópur hjá okkur.
Stóra systir Saga Líf er duglega að hjálpa til við að sendast og sækja bleiju og annað. Hún tekur þessu öllu bara vel. Sverrir Úlfur stóri bróðir kom í heimsókn úr Rvík. til að sjá bróðir sinn, og hitta vinina í leiðinni. Innilega til hamingju Ágúst, Hrefna og börn. Svo er Sverrir Úlfur 13. ára í dag til hamingju stóri strákur.
Helgin fór í matarboð, föstudagskvöldið hittumst við frændsystkin 2 ættliður ættaður frá Góustöðum og vorum með skemmtilegt matarboð hjá Guðríði og Samma og var Siggi frændi og Dedda þar heiðursgestir, var mikið spjallað og borðaður góður matur, allir komu með eitthvað gott í gogginn. Takk fyrir skemmtunina kæru ættingjar og makar.
Á laugardagskvöldið hittust svo Mallakútar en það er matarklúbburinn okkar hér á Ísó. Hann var haldinn að þessu sinni hjá Óla Reynir og Böddu, yndislegur matur og skemmtilegt kvöld, takk fyrir kæru vinir.
Nú er maður bara að klára að ganga frá öllum lausum endum áður en maður fer í burtu af landinu. Við förum til Reykjavíkur á fimmtudagsmorgunn og svo út 7. okt. Mig er nú farið að hlakka til að komast í sólina og heim í dótið mitt og hætta að búa í ferðatösku eins og þetta sumar hefur verið. Það hefur verið ansi viðburðarmikið alltaf nóg að gera á öllum sviðum.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.