Ţórdís Guđmundsdóttir | fimmtudagurinn 10. mars 2011
Bítlapartý
Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá var tilhlökkun fyrir föstudeginum í síðustu viku. Þá hélt Gummi upp á sinn When im 64 afmælisdaginn sinn. Svokallað Bítlapartý sem tókst alveg svakalega vel. Við mættum eins og vanalega fyrst og strákarnir fóru í mínigolf á meðan ég rétti Helgu smá hjálparhönd við að búa til Tapassnittur. Þau voru búin að búa til fullt af hamborgurum.
Matseðillin var nefnilega ansi skemmtilegur enda uppáhaldsréttir afmælisbarnsins, sem sagt Tappassnittur, hamborgarar að hætti hússins grillaðir að sjálfsögðu, og eftirrétturinn var niðursoðnir blandaðir ávextir með ís. Mjög góður matur og vel útilátið eins og alltaf, þessu var svo skolað niður með guðaveigum. Það var bara spiluð bítlamúsík og bítlamynd var á skjánum hjá Gumma enda er hann mikill áhugamaður bítlanna, hann var nú svo frægur að sjá þá á balli á Írlandi áður en þeir náðu heimsfrægð. Það var dansað tvist og allt hitt "draumapartý", eins og góður maður sagði eitt sinn.
Takk fyrir skemmtunina og yndislegt kvöld kæru vinir og eins þið hin sem voruðuð þarna og lesið þetta.
Það var svo gaman þegar við vorum 4 að ræða þetta partý, að maður hvarf aftur í tímann og ýmislegt rifjaðist upp fyrir manni eins og þetta með stuttu pilsin, í hvaða veðri sem var þá var maður með pilsið upp í klof skjálfandi úr kulda og blöðrubólgan rétt við hornið ussuss, segðum líklega eitthvað við barnabörnin í dag væru þau svona klædd.
Ég man að árið 1964 þegar þessi frægi árgangur 47 frá Ísafirði fór í skólaferðalagið, þetta var nú stund sem maður hafði beðið lengi eftir og tilhlökkunin mikil. Farið var með Esjunni til Akureyrar, þar var tekin rúta og farið að Dimmuborgum og í Ásbyrgi þetta var mikið ferðalag á þessum árum, svo var gist í einhverjum skóla sem ég man nú ekki lengur hver er. Svo var komið til Akureyrar og við borðuðum á Hótel KEA og þetta fannst okkur nú alveg toppurinn, þá var aldrei farið út að borða eitthvað fínt. Þá var nú ekki haft vín um hönd en við báðum þjóninn um hverja vatnskönnuna á fætur annari því það var svo gaman að láta þjóna sér. En þetta var nú ekki gott þegar við sátum svo í rútunni og þurftum að losa okkur við allt þetta vatn.
Þegar við svo komum til Rvík í rútunni fórum við í allar áttir. Þar keypti ég mér einu bítlaplötuna líklega þá fyrstu sem kom út og ég á hana enn, að vísu sprungin en það er alveg hægt að spila hana, því ég á enn plötuspilara. Svo var farið aftur heim með rútu, það tók allan daginn og ég man að þegar við vorum á Breiðadalsheiðinni þá var einn smá staður þar sem við gátum séð til Ísafjarðar þá stóðu allir upp og veinuðu Ísafjörður" allir svo glaðir að koma heim í bæinn sinn. Já það rifjast marg upp hjá manni og margt gæti maður skrifað en það kemur kanski bara seinna.
Maður á kannski ekki að vera að opinbera svona hvað maður er orðin gömul, en ég er nú bara stolt af því að vera fædd á fyrri hluta síðustu aldar heheh.
Annars er nú bara ósköp rólegt hér í sveitinni það hefur verið leiðindaveður, skýjað og hvasst alla daga en nú er aðeins að lagast vonandi verður það orðið gott á laugardaginn, því þá förum við á árshátíðina hérna hjá Íslendingum sem er haldin í San Pedro del Pinatar þar verðum við á hóteli eina nótt.
Carmen hefur verið ansi veik undanfarið og hefur verið til hjúkrunar í Murcia en er að ég held komin heim, Fermín kallin hefur verið að flækjast hérna einn. Það er skrítið þegar það er svona rólegt hjá þeim engin börn eða barnabörn.
Takk fyrir öll innlitin, gaman þegar einhver skrifar nokkar línur.
Eigið góða daga og Guð geymi ykkur
Matseðillin var nefnilega ansi skemmtilegur enda uppáhaldsréttir afmælisbarnsins, sem sagt Tappassnittur, hamborgarar að hætti hússins grillaðir að sjálfsögðu, og eftirrétturinn var niðursoðnir blandaðir ávextir með ís. Mjög góður matur og vel útilátið eins og alltaf, þessu var svo skolað niður með guðaveigum. Það var bara spiluð bítlamúsík og bítlamynd var á skjánum hjá Gumma enda er hann mikill áhugamaður bítlanna, hann var nú svo frægur að sjá þá á balli á Írlandi áður en þeir náðu heimsfrægð. Það var dansað tvist og allt hitt "draumapartý", eins og góður maður sagði eitt sinn.
Takk fyrir skemmtunina og yndislegt kvöld kæru vinir og eins þið hin sem voruðuð þarna og lesið þetta.
Það var svo gaman þegar við vorum 4 að ræða þetta partý, að maður hvarf aftur í tímann og ýmislegt rifjaðist upp fyrir manni eins og þetta með stuttu pilsin, í hvaða veðri sem var þá var maður með pilsið upp í klof skjálfandi úr kulda og blöðrubólgan rétt við hornið ussuss, segðum líklega eitthvað við barnabörnin í dag væru þau svona klædd.
Ég man að árið 1964 þegar þessi frægi árgangur 47 frá Ísafirði fór í skólaferðalagið, þetta var nú stund sem maður hafði beðið lengi eftir og tilhlökkunin mikil. Farið var með Esjunni til Akureyrar, þar var tekin rúta og farið að Dimmuborgum og í Ásbyrgi þetta var mikið ferðalag á þessum árum, svo var gist í einhverjum skóla sem ég man nú ekki lengur hver er. Svo var komið til Akureyrar og við borðuðum á Hótel KEA og þetta fannst okkur nú alveg toppurinn, þá var aldrei farið út að borða eitthvað fínt. Þá var nú ekki haft vín um hönd en við báðum þjóninn um hverja vatnskönnuna á fætur annari því það var svo gaman að láta þjóna sér. En þetta var nú ekki gott þegar við sátum svo í rútunni og þurftum að losa okkur við allt þetta vatn.
Þegar við svo komum til Rvík í rútunni fórum við í allar áttir. Þar keypti ég mér einu bítlaplötuna líklega þá fyrstu sem kom út og ég á hana enn, að vísu sprungin en það er alveg hægt að spila hana, því ég á enn plötuspilara. Svo var farið aftur heim með rútu, það tók allan daginn og ég man að þegar við vorum á Breiðadalsheiðinni þá var einn smá staður þar sem við gátum séð til Ísafjarðar þá stóðu allir upp og veinuðu Ísafjörður" allir svo glaðir að koma heim í bæinn sinn. Já það rifjast marg upp hjá manni og margt gæti maður skrifað en það kemur kanski bara seinna.
Maður á kannski ekki að vera að opinbera svona hvað maður er orðin gömul, en ég er nú bara stolt af því að vera fædd á fyrri hluta síðustu aldar heheh.
Annars er nú bara ósköp rólegt hér í sveitinni það hefur verið leiðindaveður, skýjað og hvasst alla daga en nú er aðeins að lagast vonandi verður það orðið gott á laugardaginn, því þá förum við á árshátíðina hérna hjá Íslendingum sem er haldin í San Pedro del Pinatar þar verðum við á hóteli eina nótt.
Carmen hefur verið ansi veik undanfarið og hefur verið til hjúkrunar í Murcia en er að ég held komin heim, Fermín kallin hefur verið að flækjast hérna einn. Það er skrítið þegar það er svona rólegt hjá þeim engin börn eða barnabörn.
Takk fyrir öll innlitin, gaman þegar einhver skrifar nokkar línur.
Eigið góða daga og Guð geymi ykkur