Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 12. nóvember 2010
Blómapotturinn og vinnan
Úti er sól og logn 20. gr. hiti. Hugsið hvað þetta er ljúft.
Vorum að koma úr hjólatúr, það er svo gott að hjóla í svona veðri.
Það hefur nú bara verið mikið að gera þessa vikuna. Ég kláraði að gera mósaík blómapottinn sem hefur verið í vinnslu í tvær vikur. Það var bara ansi gaman að gera þetta svo kemur þetta bara vel út. Hann lífgar uppá blómabeðið okkar hérna hinu megin við götuna. Þetta er múrsteinn sem ég fyllti svo með mold svo geta blómin skotið rótum niður í moldina fyrir neðan. Það þarf að vísu að vökva þetta oft, því moldin hér er svo leirkennd að þetta verður eins og leirkrús.
Ég er farin að fara út á götu á hverjum morgni svona til að skoða lífið hér í kring. Einn morguninn sá ég fólk sitja og vera eitthvað að vinna svo ég lallaði til þeirra og horfði smá stund og spurði svo hvort ég gæti hjálpað. "Komdu á morgun, svo ég fór næsta morgun kl. 10:00 þá var mér bent á lítinn stól og breitt yfir mig slopp, og látin fá búnt af hvítlauk, þessum langa ekki eins og við erum með heima. Það þarf að taka dauðu laufin burtu og svo er þetta sett í búnt með 5 stk. í , og svo í annað stærra búnt með 5 búntum í. Það var voða gaman að sitja þarna og hlusta á þau tala og skilja varla eitt einasta orð. Nema stundum þá náði ég meiningunni. Ég hef nú grun um að það sé ansi mikið spjallað um nágrannana, það væri nú gaman að vita hvað þau segja um okkur, við erum líklega kölluð Hola fólkið, því það er næstum það eina sem við segjum við þau. Ég fór bæði á þriðjud. og miðvikudag, og var í einn til tvo tíma, seinnidaginn tók ég þessar myndir, þá var ég nú bara látinn sitja á plastkassa það vandist en ég var ansi þreytt í bakinu á eftir og rassinn svolítið aumur. Launin eru góð, fyrsta daginn fékk ég hvítkauk og ætiþirsla, og var sagt að búa til eggjaköku eða Tortilla eins og hún heitir á spænsku. Það gerði ég auðvitað og smakkaðist mjög vel. Seinni daginn fékk ég meiri hvítlauk svo nú er til nóg af honum hér á þessum bæ. Ég fékk frí í gær því þá fór ég til tannsa. Ætlaði svo að mæta í morgun en þá var bara engin vinna. Svo ég fór bara að skúra í staðin, sem var víst orðið tímabært. Athuga bara aftur eftir helgi því mér sýnist vera nóg eftir á akrinum, svo eru hvítlauks akrar hér allt í kring.
Jón fylgdist grannt með einum og nú er farið að spretta vel úr honum Jón, vel vökvaður og vel hirt um hann.
Á þriðjudagskvöldið vorum við boðin í mat til hjóna sem búa á La Zena svæðinu og heita Lárus og Aðalbjörg við kynntumst þeim gegnum Unnstein og Rut, og vorum við öll í matarboði hjá þeim fengum góðan mat og svo var okkur kennt spil sem heitir Mexican train, en það er svona svipað Domino spili, ansi gaman að spila þetta. Takk fyrir góða kvöldstund góðu vinir.
Það gengur vel hjá tannsa hann syngur núna fyrir mig Bob Dylan og hrósar manni í hástert hvað maður sé góður sjúklingur, manni finnst maður vera orðin lítil stelpa sem er góð hjá lækninum, næst ætla ég að vita hvort ég fái ekki verðlaun.
Ætlum á markað á morgun og í Ruta Verde göngu. Svo fer Dúddi í fjallgöngu á Orihuela fjallið á sunnudagsmorgunn kl. 8:00 með Ignacio tengdasyni Fermín.
Eigið góða daga.
Vorum að koma úr hjólatúr, það er svo gott að hjóla í svona veðri.
Það hefur nú bara verið mikið að gera þessa vikuna. Ég kláraði að gera mósaík blómapottinn sem hefur verið í vinnslu í tvær vikur. Það var bara ansi gaman að gera þetta svo kemur þetta bara vel út. Hann lífgar uppá blómabeðið okkar hérna hinu megin við götuna. Þetta er múrsteinn sem ég fyllti svo með mold svo geta blómin skotið rótum niður í moldina fyrir neðan. Það þarf að vísu að vökva þetta oft, því moldin hér er svo leirkennd að þetta verður eins og leirkrús.
Ég er farin að fara út á götu á hverjum morgni svona til að skoða lífið hér í kring. Einn morguninn sá ég fólk sitja og vera eitthvað að vinna svo ég lallaði til þeirra og horfði smá stund og spurði svo hvort ég gæti hjálpað. "Komdu á morgun, svo ég fór næsta morgun kl. 10:00 þá var mér bent á lítinn stól og breitt yfir mig slopp, og látin fá búnt af hvítlauk, þessum langa ekki eins og við erum með heima. Það þarf að taka dauðu laufin burtu og svo er þetta sett í búnt með 5 stk. í , og svo í annað stærra búnt með 5 búntum í. Það var voða gaman að sitja þarna og hlusta á þau tala og skilja varla eitt einasta orð. Nema stundum þá náði ég meiningunni. Ég hef nú grun um að það sé ansi mikið spjallað um nágrannana, það væri nú gaman að vita hvað þau segja um okkur, við erum líklega kölluð Hola fólkið, því það er næstum það eina sem við segjum við þau. Ég fór bæði á þriðjud. og miðvikudag, og var í einn til tvo tíma, seinnidaginn tók ég þessar myndir, þá var ég nú bara látinn sitja á plastkassa það vandist en ég var ansi þreytt í bakinu á eftir og rassinn svolítið aumur. Launin eru góð, fyrsta daginn fékk ég hvítkauk og ætiþirsla, og var sagt að búa til eggjaköku eða Tortilla eins og hún heitir á spænsku. Það gerði ég auðvitað og smakkaðist mjög vel. Seinni daginn fékk ég meiri hvítlauk svo nú er til nóg af honum hér á þessum bæ. Ég fékk frí í gær því þá fór ég til tannsa. Ætlaði svo að mæta í morgun en þá var bara engin vinna. Svo ég fór bara að skúra í staðin, sem var víst orðið tímabært. Athuga bara aftur eftir helgi því mér sýnist vera nóg eftir á akrinum, svo eru hvítlauks akrar hér allt í kring.
Jón fylgdist grannt með einum og nú er farið að spretta vel úr honum Jón, vel vökvaður og vel hirt um hann.
Á þriðjudagskvöldið vorum við boðin í mat til hjóna sem búa á La Zena svæðinu og heita Lárus og Aðalbjörg við kynntumst þeim gegnum Unnstein og Rut, og vorum við öll í matarboði hjá þeim fengum góðan mat og svo var okkur kennt spil sem heitir Mexican train, en það er svona svipað Domino spili, ansi gaman að spila þetta. Takk fyrir góða kvöldstund góðu vinir.
Það gengur vel hjá tannsa hann syngur núna fyrir mig Bob Dylan og hrósar manni í hástert hvað maður sé góður sjúklingur, manni finnst maður vera orðin lítil stelpa sem er góð hjá lækninum, næst ætla ég að vita hvort ég fái ekki verðlaun.
Ætlum á markað á morgun og í Ruta Verde göngu. Svo fer Dúddi í fjallgöngu á Orihuela fjallið á sunnudagsmorgunn kl. 8:00 með Ignacio tengdasyni Fermín.
Eigið góða daga.