Blómin í Mudamento
Ég hef nú verið að taka myndir af fallegum útsprungun blómum hér í kring, svona að gamni mínu, það bæði gleður augað og hjartað að sjá þessi fallegu blóm springa út svona snemma árs. En því miður er ég nú ekki viss hvað þau heita. Og ennþá meira verður gaman að sjá þetta svo allt gerast hægt og rólrga þegar maður kemur heim til Íslands í maí.
Á föstudaginn fórum við til La Marina til að hitta íslendinga sem þar búa en þeir hittast þar á föstudögum á sundlaugarbar og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar eins og sagt er. Þar hittum við Högna Þórðar og Kristrúnu konuna hans og þau buðu okkur í kaffi heim til sín. Verst ég gleymdi að taka myndir. En þau búa þar í mjög fallegu raðhúsi sem þau hafa breytt lítillega fyrir sig. Gaman að koma til þeirra takk fyrir Högni og Kristrún.
Undur og stórmerki við fórum á krána á laugardagskv. kl 21:30 og fengum okkur rauðvín og bjór, þar var fólk að borða tapas og mér leist bara vel á það sem fólk var að borða. Eins og spánverja er siður þá borða þeir mjög seint á kvöldin og þegar við vorum að fara um 10 leytið þá streymdi fólkið inn til að borða. Við vorum nú bara rétt að kanna þetta svo við stoppuðum stutt í fyrsta sinn, það má ekki fá leið á okkur strax.
Svo á sunnudagsmorgun kom Þura og vinkona hennar Eygló hingað í kaffi og með stefnuljósið í Toyotuna en hún var strax orðin góð daginn eftir áreksturinn (góður bílviðgeðarmaður sem ég hef.) Takk fyrir Þura að snúast svona fyrir okkur.
Svo fórum við á markaðinn í Guardamar þar sem selt er allt milli himnins og jarðar bæði notað og nýtt, je minn allt draslið, en Dúddi minn fann sér reiðhjól sem hann keypti á 25 evrur en hann er nú víst eitthvað að laga það núna, hann fór nú samt í reiðtúr í gær en eitthvað fór úrskeiðs í dag. Hann er núna að rífa eitthvað í sundur. Smá tækni innskot: Það er brotin á sveifaröxlinum og brakaði leiðinlega í þegar verið var að hjóla. Ég er búinn að rífa sundur og fer í hjólabúða á fimmtudaginn og kaupi þar nýjar legukúlur. HG.
Auðunn Karls og Fríður komu svo hingað í kaffi í gær, en þau voru á ferðinni, gaman að fá þau hingað.
Annars bara legið í leti í sólbaði og dúllað sér.
Góður og fallegur dagur.