Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 20. janúar 2012

Bóndadagur

Húsráðendur og gestir í veislunni
Húsráðendur og gestir í veislunni
« 1 af 6 »
Góð fyrirsögn en annars lítið um bóndadag að segja hér á Spáni. Hér ætti annars að vera til bóndadagur því hér er svo mikið af bændum ætli það sé ekki næstum helmingur þjóðarinnar sem býr í sveitum og annar helmingur af því séu bændur. Allaveg hér í kringum okkur eru fullt af þeim sem rækta alskonar grænmeti, og eru einnig bæði með asna, hænur, hana, kanínur og bara nefndu það. Hér í dag er svo 18 stiga hiti yfir miðjan daginn og hægt að halda fína veislu í garðinum, ekki skjálfa úr kulda og komast ekki lönd eða á strönd. Segi nú svona, en mig langar nú ansi mikið í þorramat, hákarl, súrmat sérstaklega punga en hangikjötið á ég og verður eldað á þorra. Bóndinn á þessum bæ fær lambalærissneiðar,sem hann ætlar sjálfur að grilla, spænskar að vísu með bernaisesósu, steiktum sveppum og salati, hljómar bara vel og ef hann er stilltur fær hann rautt í glas. Hann var nú að koma úr hlaupatúrnum sínum en hann er farin að hlaupa smá á hverjum degi svona til að halda sér ungum og hressum heheh, eins og hann sé það ekki.
Við sátum bara úti í dag, ég var að prjóna lopapeysu og Dúddi las fyrir mig uppúr ensku dagblaði voða kósý við vorum búin að taka  húsið í gegn skúra, skrúbba og bóna svo nú er voða fínt hjá okkur. Það hefur verið svo kalt að við höfum varla nennt að þrífa almennilega.
Það var gaman að sjá kellurnar úr Mudamiento í dag þegar þær fóru í sinn daglega göngutúr þær voru flestar með regnhlíf því það má ekki skína sól á andlitið, sólin var nú samt farin að lækka á lofti, annað en við Íslendingar sem ekki meiga sjá sólageisla þá er rifið sig úr fötunum og glennt upp í sólina, en hér passa þær sig kellurnar að hrukkurnar komi ekki of fljótt.
Á síðasta laugardag var okkur boðið í veislu til Helgu og Gumma í nýja húsið með vinum okkar Hörpu, Vishnu, Felí og Heladio það var auðvitað mikið fjör og mikið gaman eins og venjulega og bæði töluð spænska og íslenska og líka öllu ruglað saman voða fjör.
Það eru nú fáar myndir settar inn núna en það koma nokkrar úr veislunni eins og vant er.
Það er alltaf jafngaman í skólanum og gengur bara vel er komin í nýjan bekk svo nú erum við fjögur.
Miklar fréttir, við erum búin að panta farið heim, við komum með norrænu frá Danmörku, ætlum loksins að koma heim með bílinn, það er búið að standa til lengi, en hann mátti vera hér í 6 mánuði en er búinn að vera í 4 ár. Við förum svo þaðan 12 maí og verðum komin heim 16. maí. Svo veislan hans Dúdda verður bara á ferðalagi um Evrópu eða bara í Randes hjá Sissu og Óla Páli.
Eigið góða daga á Þorra.