Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 22. desember 2007

Bráðum koma jólin

Fórum að kaupa eldivið
Fórum að kaupa eldivið
« 1 af 5 »
Nú hefur verið mikið að gera í sveitinni. Taka á móti gestum og annað stúss, eins og að baka.
Ég bakaði brúna með brúnu, áður en Óli kom og eina sort af smákökum sem ég fann á netinu. Súkkulaðismákökur ansi hreint góðar. En það var vandamál með þá brúnu því í hana þarf kakó og það var ekki gott að finna, svo það var bara notað kókómalt og bragaðst hún bara nokkuð vel, eins var með flórsykur en hann fann ég á endanum. Óli kom 19. des. færandi hendi með fullt af jólapökkum til okkar og lestrarefni. Var voða gott að sjá hann og fá hann í heimsókn en hann er fyrsti gesturinn frá Íslandi til gistingar. Helga Þirý og fjölsk, komu í kaffi á miðvikudaginn og færðu okkur bæði hortensíu, appelsínur og jólapakka.
En þau verða í Madrid um jólin. Svo buðum við Unnsteini og Rut í mat á fimmtud. eldaði ég fína kjötsúpu hún var reyndar með svínakjöti en var ekki ósvipuð þeirri íslensku. Þau færðu okkur kampavínsglös og kampavínsflösku.
En nú erum við að undirbúa okkur fyrir jólin. Fórum í gær og keyptum okkur Önd og hamborgarhrygg og fyrir þetta bæði borgðuðum við 28 evrur ótrúlegt verðlag. En við ætlum að hafa önd á aðfangadag hvernig sem svo tekst að elda hana.
Svo erum við búinn að setja upp póstkassa og í hann erum við búinn að fá nokkur jólakort.
Mig langar til að þakka ykkur öllum fyrir sendingar og góðar kveðjur til okkar og svo segjum við Gleðileg jól öllsömul veit ekkert hvenær ég skrifa næst. Það hefur verið mjög hlýtt núna 15 stig og sól á köflum.