Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 6. maí 2008

Dagur heimferðar

Litlir ungar í hreiðri
Litlir ungar í hreiðri
« 1 af 4 »

Hitinn í dag er 26 stig lítil sól og smá vindur.

Þetta er nú skrýtin dagur. Verið að pakka á fullu, skrúra, skrúbba og bóna svo allt verði fínt þegar maður snýr til baka. Þessi tími hér hefur verið ótrúlega fljótur að líða, enda hefur okkur liðið mjög vel hér á þessum stað og eigum við örugglega eftir að sakna hans í sumar, sérstaklega góða veðursins. Nú spáir hann rigningu á fimmtudaginn og þá erum við farin.

Við fórum á mánudaginn til Unnsteins og Rutar til að kveðja og við höfðum með okkur humarsoð og elduðum hjá þeim þessa líka fínu súpu með nokkrum tegundum af fiski. Það var voða gaman að hitta þau eins og alltaf.

Núna erum við með bílinn hans Jóns og Elínar, sem þau lánuðu okkur til að komast út á flugvöll. Þau eru á ferðalagi með mörgum öðrum Íslendingum og koma í dag, þá hittum við þau í La Marina og þau keyra okkur út á völl. Alveg einstaklega elskulegt af þeim að leggja þetta á sig eftir rútuferð allan daginn.

Við erum að fara núna, bara eftir að slökkva á tölvunni og loka húsinu.

Billinn okkar er komin inní BÍLSKÚR, við erum eiginlega orðlaus yfir svona góðsemi sem við fáum frá þessum ynsilegu hjónum. Þegar Dúddi kom með lyklana til Fermín og kenndi honum á bílinn, þá fór hann með lyklana til húsfreyjunnar og hún kom út og sagði að bíllinn færi inn í bílskúr. Þau fóru bara og týndu fullt af dóti út úr skúrnum og komu því fyrir bæði hér úti hjá okkur og í nýja húsinu hjá sér og bíllinn inn, við vorum eiginlega klökk yfir þessu öllu. Svo fórum við með smá dót úr ísskápnum og þá fengum við 4 appelsínur í nesti, ótrúlega gott fólk. Og svo ætla þau að passa allt í sumar.

Litlu ungarnir eru enn í hreiðrinu sínu og dafna vel.

Við gistum hjá Helenu yfir helgina og förum síðan vestur á Ísafjörð. Ég er nú ekkert hætt að blogga ,ævintýrinu er ekki lokið ennþá þið fáið meira að heyra síðar.

Það verður svo kveikt á ísl. gemsanum um leið og við lendum.

Heyrumst og sjáumst á góðum degi.