Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 12. apríl 2012

Draugar gefa nammi!!!

Þau fundu páskaeggin sín á föstudaginn langa
Þau fundu páskaeggin sín á föstudaginn langa
« 1 af 12 »
Nú er hljótt í kotinu, gestirnir farnir til síns heima, eftir vonandi skemmtilega og eftirminnilega daga. Það var margt gert og farið út um víðan völl. Fórum auðvitað í stórt moll, sem var gaman fyrir okkur Helenu en aðrir voru ekki eins ánægðir, en allt gekk þetta vel, einnig var farið í stóra kínabúð á leiðinni heim. Þetta var á skírdag og þá var búið að segja okkur að það yrði páskaskúrðganga í Rafal um kvöldið. Svo við fengum okkur að borða kvöldmatinn um miðjan dag í mollinu til að vera tilbúin fyrir kvöldið. Til Rafal mættum við kl. 8 1/2 um kvöldið og horfðum á mjög fallega skúðgöngu og fannst börnunum þetta voðalega skítið, sérstaklega búningarnir þar sem ekki sést andlitið á fólkinu. Svo kom mesta undrunin, þeim var gefið mikið nammi næstum allir sem gengu framhjá gáfu þeim nammi og þeim fannst þetta vera svona hálf draugalegt. Eða eins og Hildur sagði við mömmu sína þegar þau voru að pakka niður "mamma hvar er nammið sem draugarnir gáfu okkur,, við viktuðum nammið og var það 1 og 1/2 kíló hvorki meira né minna. Þau voru auðvitað í skýjunum yfir öllu þessu nammi en þau gátu nú ekki borðað mikið af því. Svo eignuðust þau vini í næsta húsi sem þau voru að leika við einn dag, og það var gaman að fylgjast með þeim þegar þau voru að reyna að tjá sig, svo var kallað "afi hvað eru þau að segja?,, og hann reyndi að túlka fyrir þau þetta voru miklu eldri börn en þetta var bara heilmikið upplifelsi fyrir þau. Þá fannst þeim svo gaman í minigolfi að það var farið aftur og nú á sundlaugarbarinn þangað sem við förum á hittinginn og gekk sérstaklega Hektor mjög vel. þsð var nú bara slappað áf á laugardeginum farið á markað í Almoradí og keypt ýmislegt smádót til að taka með heim.
Eftir því sem við vitum best gekk heimferðin vel hjá Helenu og börnunum en Harry er enn á Spáni í sinni vinnu. Takk fyrir yndislega daga kæra fjölskylda þetta er alveg ógleymanlegir dagar með ykkur.
Nú fer að stittast í okkar heimferð á bílnum og maður svona farinn að huga að því hvað skal taka með þegar maður þarf ekki að hugsa um kílóin í töskunum en nógur verður farangurinn get ég sagt ykkur.
Hér helliringdi í dag og á norður Spáni var snjókoma og kalt, hér var samt 21 stigis hiti og verður líka á morgun.
Eigið góða daga.