Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 27. maí 2008
Dúddi byggir
Hér kemur sagan um Dúdda sem byggir... Þannig byrjar Ágúst bloggið en hann og Dúddi fóru í gær að sækja sláttuvélina inn í Gám, sem flestir vita hvað er sem þekkja okkur. Flotti bíllin sem Dúddi vinnur á og er að keyra hér í bænum núna varð á vegi þeirra og Ágúst náttúrulega með myndavélina með sér smellti þessu fínu myndum af kappanum og setti þær hér inn. En það er að vísu alveg satt að Dúddi er að hjálpa til viða að byggja. Því hann er að keyra úr grunninum úr húsinu sem KNH er að byggja á Grænagarði.
En við vorum í Sílakoti á Skarðseyri um helgina eða ég. Því ég fór ein á fösturdaginn en Dúddi kom um miðjan dag laugardag á puttanum og þurfti að bíða ansi lengi í Súðavík til að fá far. Það var bara enginn á ferðinni. Allir annað hvort að spara eða að bíða eftir söngvakeppninni.
En þetta var alveg yndislegt. Ég tengdi vatnið eða þannig að það rann fyrir ofan húsið. Svo skipti ég um slöngu á gasinu því mýsnar hafa verið eitthvað svangar í vetur og átu gat á slönguna helv.!! En þetta gekk bara vel hjá mér, maður verður nefnilega að fara að læra að bjarga sér sjálfur aftur. Það er voða þægilegt að kalla alltaf á kallinn og biðja hann að gera þessi kallastörf!!! en við getum gert meira en við höldum, ég komast að því um helgina. Bara horfa á þá gera hlutina nokkru sinnum og .....það er komið inn eða þannig. Við vitum nefnilega ekki hvað við höfum hvort annað lengi.
En nú er allt komið í stand á eyrinni, búið að tengja vatnið almennilega og gott að geta farið þangað á helgum í sumar. Komið við í kaffi ef þið sjáið að fáninn er uppi. Við gleymdum myndavélinni heima svo ég læt flakka með hér nokkrar myndir sem voru teknar í fyrra.
Góðir sumardagar í vændum.
En við vorum í Sílakoti á Skarðseyri um helgina eða ég. Því ég fór ein á fösturdaginn en Dúddi kom um miðjan dag laugardag á puttanum og þurfti að bíða ansi lengi í Súðavík til að fá far. Það var bara enginn á ferðinni. Allir annað hvort að spara eða að bíða eftir söngvakeppninni.
En þetta var alveg yndislegt. Ég tengdi vatnið eða þannig að það rann fyrir ofan húsið. Svo skipti ég um slöngu á gasinu því mýsnar hafa verið eitthvað svangar í vetur og átu gat á slönguna helv.!! En þetta gekk bara vel hjá mér, maður verður nefnilega að fara að læra að bjarga sér sjálfur aftur. Það er voða þægilegt að kalla alltaf á kallinn og biðja hann að gera þessi kallastörf!!! en við getum gert meira en við höldum, ég komast að því um helgina. Bara horfa á þá gera hlutina nokkru sinnum og .....það er komið inn eða þannig. Við vitum nefnilega ekki hvað við höfum hvort annað lengi.
En nú er allt komið í stand á eyrinni, búið að tengja vatnið almennilega og gott að geta farið þangað á helgum í sumar. Komið við í kaffi ef þið sjáið að fáninn er uppi. Við gleymdum myndavélinni heima svo ég læt flakka með hér nokkrar myndir sem voru teknar í fyrra.
Góðir sumardagar í vændum.