Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 3. nóvember 2009
Dúddi fór í sjóferð
Fyrir viku eða sl. miðvikudag var Dúdda boðið í sjóferð, eða veiðiferð með Magga Sig. úr Hnífsdal, ásamt fleiri góðum mönnum.
Við vorum mætt niður á höfn í Torrevieja kl. 10 um morguninn í alveg blíðskaparveðri gott í sjóinn og allt.
Þeir fóru af stað kallarnir en við kellurnar fórum í gönguferð um bæinn á meðan, aðeins að skoða í búðir, en það var nú lítið keypt, það gengur bara ekki vegna stöðu krónunnar og allt það.
Þeir fóru og veit ég lítið af þeirri ferð annað en að það kom enginn fiskur, og Dúddi var lélegur með myndavélina en þið getið séð afraksturinn hér til hliðar eins og vanalega.
Annars er þetta að verða slæmt hér myndavélin vill orðið gleymast heima, alveg svakalegt, við fórum nefnilega í fallegan göngutúr í gær þar sem við höfum ekki verið áður og engin myndavél, við ætlum að fara þarna aftur en þetta er á leiðinni héðan í bæ sem heitir Cox. Við fórum á bílnum áleiðis og löbbuðum svo í klukkutíma, þarna er lítil kapella sem mig langar að sjá.
Nú er nefnilega ekki hægt að hjóla því hjólinu mínu var stolið í sumar, þegar það var geymt í smátíma hér fyrir utan hliðið.
Þá hvarf það og Fermin bóndi var alveg eyðilagður og fór út að leita að því og spyrjast fyrir hann hitti einhvern í Rafal sem hélt sig hafa séð einhvern svertingja á því. En þetta góða hjól er semsagt farið. Svo nú er verið að bíða eftir betra gengi til að fjáfesta í nýju hjóli fyrir frúna, þá er sko ekki langt að hjóla þangað sem við löbbuðum í gær. Alltaf gaman að finna eitthverja nýja staði til að fara að skoða og nóg er af þeim hér í kring.
Það hefur verið óvengju hlýtt hér núna og spáin er eins allavega þessa viku eitthvað aðeins kólnað á næturnar. Ég sat úti í gær í skugganum og prjónaði næstum allan daginn en hitinn var hér í skugga 24 gr. æðislegt alveg passlegt fyrir mig. Svipað veður í dag sýnist mér.
Dagarnir eru annars bara rólegir, við skreppum á hitting og sjáum annað fólk svona reglulega þá meina ég íslendinga
spánverjarnir halda enn á að heilsa okkur en við erum voða hrædd við að tala þessi fáu orð sem við erum búinn að læra í spænsku.
Elsku ískápurinn er að fara í viðgerð það á að sækja hann til að blása nýju lífi í hann, ég kann ekkert að segja hvað er að.
Eigið góða og skemmtilega daga.
Við vorum mætt niður á höfn í Torrevieja kl. 10 um morguninn í alveg blíðskaparveðri gott í sjóinn og allt.
Þeir fóru af stað kallarnir en við kellurnar fórum í gönguferð um bæinn á meðan, aðeins að skoða í búðir, en það var nú lítið keypt, það gengur bara ekki vegna stöðu krónunnar og allt það.
Þeir fóru og veit ég lítið af þeirri ferð annað en að það kom enginn fiskur, og Dúddi var lélegur með myndavélina en þið getið séð afraksturinn hér til hliðar eins og vanalega.
Annars er þetta að verða slæmt hér myndavélin vill orðið gleymast heima, alveg svakalegt, við fórum nefnilega í fallegan göngutúr í gær þar sem við höfum ekki verið áður og engin myndavél, við ætlum að fara þarna aftur en þetta er á leiðinni héðan í bæ sem heitir Cox. Við fórum á bílnum áleiðis og löbbuðum svo í klukkutíma, þarna er lítil kapella sem mig langar að sjá.
Nú er nefnilega ekki hægt að hjóla því hjólinu mínu var stolið í sumar, þegar það var geymt í smátíma hér fyrir utan hliðið.
Þá hvarf það og Fermin bóndi var alveg eyðilagður og fór út að leita að því og spyrjast fyrir hann hitti einhvern í Rafal sem hélt sig hafa séð einhvern svertingja á því. En þetta góða hjól er semsagt farið. Svo nú er verið að bíða eftir betra gengi til að fjáfesta í nýju hjóli fyrir frúna, þá er sko ekki langt að hjóla þangað sem við löbbuðum í gær. Alltaf gaman að finna eitthverja nýja staði til að fara að skoða og nóg er af þeim hér í kring.
Það hefur verið óvengju hlýtt hér núna og spáin er eins allavega þessa viku eitthvað aðeins kólnað á næturnar. Ég sat úti í gær í skugganum og prjónaði næstum allan daginn en hitinn var hér í skugga 24 gr. æðislegt alveg passlegt fyrir mig. Svipað veður í dag sýnist mér.
Dagarnir eru annars bara rólegir, við skreppum á hitting og sjáum annað fólk svona reglulega þá meina ég íslendinga
spánverjarnir halda enn á að heilsa okkur en við erum voða hrædd við að tala þessi fáu orð sem við erum búinn að læra í spænsku.
Elsku ískápurinn er að fara í viðgerð það á að sækja hann til að blása nýju lífi í hann, ég kann ekkert að segja hvað er að.
Eigið góða og skemmtilega daga.