Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 13. maí 2009
Eftir afmæli og klifur
Það er óhætt að segja að hér sé ekki slegið slöku við hvort sem er í göngutúrum, vinnu svo ekki sé nú talað um hjólaferðir, auðvitað með smákemmtun inn á milli .
En eftir klifrið voru nú sumir með smá harðsperrur eins og vera ber, þetta er nefnilega ansi bratt fjall, og niðurleiðin reyndi mikið á skrokkinn þetta eru nú enginn ungabörn lengur en stóðu sig með mikilli prýði og voru ekkert að kvarta undan smá verkjum hér og þar, sem nú eru horfnir með öllu eftir alla hjóltúrana.
10. maí varð svo húsbóndinn löggiltur ellilífeyrisþegi og var nátturulega haldin smá veisla í tilefni dagsins, þar sem góðir vinir frá íslandi voru í heimsókn á sama tíma. Við buðum líka Helgu og Gumma að vera með okkur hér.
Við höfðum hvítlauksrækjur, endur og annað góðgæti og var auðvitað skálað í kampavíni fyrir stráknum, svo var eðal rauðvíni með matnum á eftir.
Svo fórum við göngutúr daginn eftir með gestunum ,fórum ávaxtahringinn, svo seinna um daginn fórum við í góðan hjóltúr, sem er nú orðin viss áfangi á hverjum degi. Það er búið að hjóla um 40 km. síðan við fengum hjólin lánuð, fórum í 17 km. túr í dag til San Bartolome og tókum marga hringi með útúrdúrum, voða gaman í sól og góðu veðri.
En við fengum lánuð tvenn hjól hjá Helgu Þurý og Jesu svo við gætum öll hjólað saman. Þetta er alveg voða gaman að þeytast hér um akrana á góðu hjóli.
Einnig er búið að fara til Elche að versla og svo fórum við Ásta bara tvær í bæinn í dag og ég keyrði til Almoradí, þá er ég alltaf svo montin. En strákarnir voru heima að vinna við pípulagnir á baðinu í bakgarðinum og tók það bara hálfan daginn. Svo það var gott að fara í svona góðan hjóltúr á eftir.
Við eigum góða daga og vonandi þið líka.
En eftir klifrið voru nú sumir með smá harðsperrur eins og vera ber, þetta er nefnilega ansi bratt fjall, og niðurleiðin reyndi mikið á skrokkinn þetta eru nú enginn ungabörn lengur en stóðu sig með mikilli prýði og voru ekkert að kvarta undan smá verkjum hér og þar, sem nú eru horfnir með öllu eftir alla hjóltúrana.
10. maí varð svo húsbóndinn löggiltur ellilífeyrisþegi og var nátturulega haldin smá veisla í tilefni dagsins, þar sem góðir vinir frá íslandi voru í heimsókn á sama tíma. Við buðum líka Helgu og Gumma að vera með okkur hér.
Við höfðum hvítlauksrækjur, endur og annað góðgæti og var auðvitað skálað í kampavíni fyrir stráknum, svo var eðal rauðvíni með matnum á eftir.
Svo fórum við göngutúr daginn eftir með gestunum ,fórum ávaxtahringinn, svo seinna um daginn fórum við í góðan hjóltúr, sem er nú orðin viss áfangi á hverjum degi. Það er búið að hjóla um 40 km. síðan við fengum hjólin lánuð, fórum í 17 km. túr í dag til San Bartolome og tókum marga hringi með útúrdúrum, voða gaman í sól og góðu veðri.
En við fengum lánuð tvenn hjól hjá Helgu Þurý og Jesu svo við gætum öll hjólað saman. Þetta er alveg voða gaman að þeytast hér um akrana á góðu hjóli.
Einnig er búið að fara til Elche að versla og svo fórum við Ásta bara tvær í bæinn í dag og ég keyrði til Almoradí, þá er ég alltaf svo montin. En strákarnir voru heima að vinna við pípulagnir á baðinu í bakgarðinum og tók það bara hálfan daginn. Svo það var gott að fara í svona góðan hjóltúr á eftir.
Við eigum góða daga og vonandi þið líka.