Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 6. desember 2008
Eitt ár liðið
Ja, hvað tíminn er fljótur að líða, nú höfum við átt þetta hús í eitt ár og búið hér mestan tímann. Það hefur nú ekki mikið breyst hér en er orðið svona hlýlegra og vistlegra. Allur kalkúnaskítur farin og lyktin maður minn, gott að vera laus við hana.
Fyrir viku á laugardag fórum við á markaðin í Almordí sem oftar þá var þar hátíð sem oftar, og fólki boðið uppá bjór, skinku og brauð. Svo var heilmikil handverkssýning konur að búa til svaka flottar blúndur og dúka, þvíklík vinna á þessu allt í títuprjónum svo þurfti að færa hvern og einn eftir munstrinu. Set nokkrar myndir hér á síðuna og svo verður svona albúm sem ég ætla að búa til um jólasktemmingu og svona markaði hér í kring, sem við förum á svo þið getið skoðað ef þið hafið áhuga.
Já síðasta laugardag þá héldum við veislu við Dúddi bara tvö til að halda uppá afmælið, vorum á fullu að taka til og undirbúa okkur, stússa í mat og svona. Þá var bankað hressilega á hurðina úti og kallað, Dúddi fór til dyra þá stóð þar nágranninn ungi og bablaði heilmikið og þá skildi Dúddi að hann var að bjóða honum að koma og borða. Við fórum út á götu til þeirra og engan sáum við mannin eða matinn bara GRILLIÐ ekkert 50. þús króna grill ó nei. Eldgamlar hjólbörur undan steypu og svo önnur minni þar oní og í þessu voru miklar brunarústir enda voru þeir búnir að vera að kynda allan daginn til að fá góða glóð svo hægt væri að grilla. Svo kom maturinn þykkar svínasneiðar, pylsur og blóðpylsa. Grindin lögð á götuna svínakjötið settá, svo pylsurnar og svo var stráð salti á og skellt á eldinn en við vildum ekki blóðpylsuna. Svo var okkur boðið uppá bjór og Dúddi sagði takk þá var honum bara rétt flaskan sú sem þeir voru að drekka úr. En ég vildi bara vatn og sjá svipinn vatn! jú það var sótt og svo komu þeir með Fanta óopnað og buðu mér þeir hafa líklega séð einhvern svip á mér. Þetta borðuðum við svo vel brunnið og smakkaðist alveg ágætlega bara borðað með fingrunum ekki einu sinni bréf til að þurka sér með. Þeir voru svo ánægðir að hafa okkur þarna með sér við vorum sko amigo. Þegar þeir birtuat með ginflöskuna þá fórum við og sögðum bara takk fyrir okkar. Það var líka skítakuldi úti. En þessi með húfuna hann á heima hér við hliðina á okkur og er stundum að færa okkur appelsínur og fleira þetta eru víst sígaunar, enda vitum við aldrei hvað það eru margir í heimili hér við hliðina, en allt voða fínt og snyrtilegt hjá þeim og frúin alltaf eins og klipp út úr tískublaði, hún var ekki heima þessa helgi og það hefur verið slett úr klaufunum á meðan líklega bróðir eða vinur.
Fórum bara inn og elduðum okkar fína mat, hvítlauksrækjur, lambakjöt og fínerý.
Annars gengur lífið sinn vanagang alltaf nóg að snúast og dunda sér við. Á fimmtudaginn fórum við niður í bær, ég fór til snyrtidömu, að laga mig fyrir jólin og var boðið í mat i leiðinni hjá henni og það kemur svo í ljós að við erum stórskyldar, ömmur okkar voru systur. Anna Filipipia Bjarnadóttir og Bergljót Bjarnadóttir, þetta fanst okkur nú alveg magnað að hittast svona á heimili hennar á Spáni og finna frænku sína, sem eru svo báðar að fara á ætarmót í sumar. En hún heitir Helga Jósefsdóttir.
Ég baka oft skonsur fyrir mig á morgnana sem er nú ekki í frásögur færandi, nema einn morguninn þá var engin mjólk til á bænum, svo ég tek bara rjóma út úr ísskápnum og set vatn úti, svo helli ég þessu saman við hveitið og eggið og það kemur eitthvað svo skrítin lykt svo ég fer að skoða rjómann, þá var þetta svona salsa rjómi með gráðosti útí og það eru núna borðaðar fínar skonsur með gráðostabragði alveg stórfínar, en mikið hló ég að sjálfri mér þarna. En svona verða til mjörg matarundrin þegar eitthvað slæðist út sem ekki á að vera.
En góðir hlýjir dagar núna líka fyrir ykkur.
Fyrir viku á laugardag fórum við á markaðin í Almordí sem oftar þá var þar hátíð sem oftar, og fólki boðið uppá bjór, skinku og brauð. Svo var heilmikil handverkssýning konur að búa til svaka flottar blúndur og dúka, þvíklík vinna á þessu allt í títuprjónum svo þurfti að færa hvern og einn eftir munstrinu. Set nokkrar myndir hér á síðuna og svo verður svona albúm sem ég ætla að búa til um jólasktemmingu og svona markaði hér í kring, sem við förum á svo þið getið skoðað ef þið hafið áhuga.
Já síðasta laugardag þá héldum við veislu við Dúddi bara tvö til að halda uppá afmælið, vorum á fullu að taka til og undirbúa okkur, stússa í mat og svona. Þá var bankað hressilega á hurðina úti og kallað, Dúddi fór til dyra þá stóð þar nágranninn ungi og bablaði heilmikið og þá skildi Dúddi að hann var að bjóða honum að koma og borða. Við fórum út á götu til þeirra og engan sáum við mannin eða matinn bara GRILLIÐ ekkert 50. þús króna grill ó nei. Eldgamlar hjólbörur undan steypu og svo önnur minni þar oní og í þessu voru miklar brunarústir enda voru þeir búnir að vera að kynda allan daginn til að fá góða glóð svo hægt væri að grilla. Svo kom maturinn þykkar svínasneiðar, pylsur og blóðpylsa. Grindin lögð á götuna svínakjötið settá, svo pylsurnar og svo var stráð salti á og skellt á eldinn en við vildum ekki blóðpylsuna. Svo var okkur boðið uppá bjór og Dúddi sagði takk þá var honum bara rétt flaskan sú sem þeir voru að drekka úr. En ég vildi bara vatn og sjá svipinn vatn! jú það var sótt og svo komu þeir með Fanta óopnað og buðu mér þeir hafa líklega séð einhvern svip á mér. Þetta borðuðum við svo vel brunnið og smakkaðist alveg ágætlega bara borðað með fingrunum ekki einu sinni bréf til að þurka sér með. Þeir voru svo ánægðir að hafa okkur þarna með sér við vorum sko amigo. Þegar þeir birtuat með ginflöskuna þá fórum við og sögðum bara takk fyrir okkar. Það var líka skítakuldi úti. En þessi með húfuna hann á heima hér við hliðina á okkur og er stundum að færa okkur appelsínur og fleira þetta eru víst sígaunar, enda vitum við aldrei hvað það eru margir í heimili hér við hliðina, en allt voða fínt og snyrtilegt hjá þeim og frúin alltaf eins og klipp út úr tískublaði, hún var ekki heima þessa helgi og það hefur verið slett úr klaufunum á meðan líklega bróðir eða vinur.
Fórum bara inn og elduðum okkar fína mat, hvítlauksrækjur, lambakjöt og fínerý.
Annars gengur lífið sinn vanagang alltaf nóg að snúast og dunda sér við. Á fimmtudaginn fórum við niður í bær, ég fór til snyrtidömu, að laga mig fyrir jólin og var boðið í mat i leiðinni hjá henni og það kemur svo í ljós að við erum stórskyldar, ömmur okkar voru systur. Anna Filipipia Bjarnadóttir og Bergljót Bjarnadóttir, þetta fanst okkur nú alveg magnað að hittast svona á heimili hennar á Spáni og finna frænku sína, sem eru svo báðar að fara á ætarmót í sumar. En hún heitir Helga Jósefsdóttir.
Ég baka oft skonsur fyrir mig á morgnana sem er nú ekki í frásögur færandi, nema einn morguninn þá var engin mjólk til á bænum, svo ég tek bara rjóma út úr ísskápnum og set vatn úti, svo helli ég þessu saman við hveitið og eggið og það kemur eitthvað svo skrítin lykt svo ég fer að skoða rjómann, þá var þetta svona salsa rjómi með gráðosti útí og það eru núna borðaðar fínar skonsur með gráðostabragði alveg stórfínar, en mikið hló ég að sjálfri mér þarna. En svona verða til mjörg matarundrin þegar eitthvað slæðist út sem ekki á að vera.
En góðir hlýjir dagar núna líka fyrir ykkur.