Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 7. ágúst 2008
Eitt og annað
Það er óhætt að segja að mikið hefur verið að gera hjá þessum bloggara síðasta mánuð. Allavega skemmtanir og mót.
Það hafa verið margar ferðir í bústaðinn um helgar og margir komið í heimsókn.
Góustaðahittingur var helgina 26-27 júlí, á föstudagsmorgni kl. 10:00 var haldið alvöru golfmót og einnig púttmót fyrir þá sem sem ekki eru lengra komnir í listinni að slá kúlú. Um kvöldið var svo drukkið var svo fullorðinskakó og barnakakó og Sæmundur borðaður með bæði í vinnugalla og sparifötum. Á laugardeginum var svo farið í bíltúr á Bolafjall og leikið sér í fjörunni í Skálavík þar sem börnin voru að vaða bæði í sjónum og ánni við mikinn fögnuð, enda gott veður og glampandi sól. Svo var aftur mætt í skúrinn á Gósustöðum og var þar grillað og steikt á Murikkapönnum æðislegur matur sem hver kom með fyrir sig. Spjallað og veitt verðlaun fyrir golfmótið. Skemmtilegasta mót og góð æfing fyrir ættatmótið sem verður næst 2010, en þau hafa verið haldin á 5 ára fresti síðan 1985. Svo þessi ættbálkur afkomendur Guðríðar og Sveins á Góustöðum eru búnir að hittast oft og eru orðnir ansi margir og alltaf hefur verið vel mætt á þessi mót. En þetta skiptið hét það hittingur þar sem enn vantar tvö ár í ættarmótið.
Á sunnudeginum fórum við Dúddi svo í frí og vorum í bústaðnum með Aron og Bjarney Kötu Atlabörn í viku og fengum við gjeggjað veður sól og hiti alla daga. Svo komu Helena og Harrý með sín börn á mánudegi svo það var kátt og gaman í Sílakoti þessa viku með 6 börn. Það var farið í fjöruferðir og sjóferðir veiddir nokkrir silungar og annað gert sér til dundurs. þau bjuggu líka til hús úr gömlum dagblöðum hið mesta listaverk dugleg börn og skemmtileg. Einnig lærðu þau elstu að ganga á stultum.
Svo skall verlunarmannahelgin á og þá bættust fleiri í hópinn. Vinir og ættingjar og flest voru börnin um 10. Það var hinn venjubundni krikketleikur sem þurfti að frestast ansi lengi fram eftir degi. Og á sunnudeginun var 4 holu púttmót. Einnig var haldið barna krikket við mikla ánægju þeirra smáu og fengu allir sleikjó í verðlaun. Allir grilluðu saman að venju og svo var sungið og spjallað. Á sunnudagskvöldinu var svo brennan og kúturinn gekk með söngnum að venju.
Það var ofsalega skemmtileg helgi með fjölskyldu og vinum, og ekki spillti góða veðrið neinu. Takk fyrir komuna allir sem voru þarna og verið alltaf velkomin aftur.
Nú er allt komið í fastar skorður aftur Dúddi í vegavinnu og ég í búðinni fram að mánaðarmótum en þá verður henni lokað, og nýjir eigendur taka við. Það er sól í dag eins og aðra daga mætti halda að maður væri komin til Spánar, nema að hitinn er ekki eins mikill.
Yndislegir dagar, og fleiri í vændum.
Það hafa verið margar ferðir í bústaðinn um helgar og margir komið í heimsókn.
Góustaðahittingur var helgina 26-27 júlí, á föstudagsmorgni kl. 10:00 var haldið alvöru golfmót og einnig púttmót fyrir þá sem sem ekki eru lengra komnir í listinni að slá kúlú. Um kvöldið var svo drukkið var svo fullorðinskakó og barnakakó og Sæmundur borðaður með bæði í vinnugalla og sparifötum. Á laugardeginum var svo farið í bíltúr á Bolafjall og leikið sér í fjörunni í Skálavík þar sem börnin voru að vaða bæði í sjónum og ánni við mikinn fögnuð, enda gott veður og glampandi sól. Svo var aftur mætt í skúrinn á Gósustöðum og var þar grillað og steikt á Murikkapönnum æðislegur matur sem hver kom með fyrir sig. Spjallað og veitt verðlaun fyrir golfmótið. Skemmtilegasta mót og góð æfing fyrir ættatmótið sem verður næst 2010, en þau hafa verið haldin á 5 ára fresti síðan 1985. Svo þessi ættbálkur afkomendur Guðríðar og Sveins á Góustöðum eru búnir að hittast oft og eru orðnir ansi margir og alltaf hefur verið vel mætt á þessi mót. En þetta skiptið hét það hittingur þar sem enn vantar tvö ár í ættarmótið.
Á sunnudeginum fórum við Dúddi svo í frí og vorum í bústaðnum með Aron og Bjarney Kötu Atlabörn í viku og fengum við gjeggjað veður sól og hiti alla daga. Svo komu Helena og Harrý með sín börn á mánudegi svo það var kátt og gaman í Sílakoti þessa viku með 6 börn. Það var farið í fjöruferðir og sjóferðir veiddir nokkrir silungar og annað gert sér til dundurs. þau bjuggu líka til hús úr gömlum dagblöðum hið mesta listaverk dugleg börn og skemmtileg. Einnig lærðu þau elstu að ganga á stultum.
Svo skall verlunarmannahelgin á og þá bættust fleiri í hópinn. Vinir og ættingjar og flest voru börnin um 10. Það var hinn venjubundni krikketleikur sem þurfti að frestast ansi lengi fram eftir degi. Og á sunnudeginun var 4 holu púttmót. Einnig var haldið barna krikket við mikla ánægju þeirra smáu og fengu allir sleikjó í verðlaun. Allir grilluðu saman að venju og svo var sungið og spjallað. Á sunnudagskvöldinu var svo brennan og kúturinn gekk með söngnum að venju.
Það var ofsalega skemmtileg helgi með fjölskyldu og vinum, og ekki spillti góða veðrið neinu. Takk fyrir komuna allir sem voru þarna og verið alltaf velkomin aftur.
Nú er allt komið í fastar skorður aftur Dúddi í vegavinnu og ég í búðinni fram að mánaðarmótum en þá verður henni lokað, og nýjir eigendur taka við. Það er sól í dag eins og aðra daga mætti halda að maður væri komin til Spánar, nema að hitinn er ekki eins mikill.
Yndislegir dagar, og fleiri í vændum.