Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 2. febrúar 2009

Eitt og annað

Í hjól og göngutúr í Callosa
Í hjól og göngutúr í Callosa
« 1 af 7 »
Í síðustu viku var nóg að gera hér á bænum eins og venjulega. Alltaf að læra og læra þetta gengur svo hægt eins og ein setningin sem hún lét okkur þýða á spænsku segir: Ég þarf að hugsa mikið, til að læra lítið, sem er Nesesito pensar mucho para aprender un poco.
Á föstudaginn var okkur boðið í hangikjötsveislu hjá Helgu og Gumma, ásamt Hörpu, Vigfúsi, og einum spænskum hjónum hún heitir Felí en ég náði ekki nafninu hans. Þetta var alveg svakalega skemmmtilegt veisla. Svona hálfgert jólaboð. Helga gerði sína aspargussúpu sem hún hefur um jólin svo hangikjöt, og svo kom ég með ananasfrómasinn minn. Svo vorum við auðvitað að reyna að spjalla saman á spænsku Helga en nú mjög góð og sum hinna líka en ég notaði nú mest eyrun við að hlusta og reyna að skilja , það gekk bara svona!!!! Svo  spilaði Dúddi á munhörpuna nokkur lög svo það var hægt að dansa við Felí henni fannst það voða gaman.
Takk fyrir boðið Helga og Gummi.
Daginn eftir vorum við ótrúlega hress, við gistum hjá þeim hjónum, og fórum svo í að flytja húsgögn milli húsa og fórum 3 ferðir á milli La Marina og Torrevieja og svo heim með fullan bíl af dóti sem við fengum gefins, rosalega fínt.

Það hefur lítill tími gefist í það að fara í almennilega göngutúra eða hjóltúra bara svona rétt skroppið í 1 tíma eða svo í einu. Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn hér flýgur hratt og maður hefur alltaf nóg að gera og dunda sér við. Ekki er nú hægt að segja að maður hangi í sólbaði því það er alltaf svo kalt vindur eða rigning, eins og í dag, við erum búin að kveikja upp 10 stig úti og rigning. Ekki svona eins og maður hugsaði sér Spán, enda er veðrið hér búið að vera með undarlegasta móti. Að maður þyrfti að kveikja á miðstöðinni í bílnum nema til að kæla sig datt mér aldrei í hug. Í fyrra var miklu betra veður og þá sátum við á hverjum degi úti í sólinni og fengum okkur kaffi og lásum blöðin en núna varla nema einn dag.
Það er sko látið með konuna núna það er búið að kaupa fyrir hana STÓL, þó krónan sé veik þá er mitt bak verra og það var keyptur stóll áðan, ekki dýrasta tegund en fínn fyrir mig. Maður sparar bara eitthvað annað.

Atli Geir, Edda og börn til hamingju með nýju íbúðina ykkar í Kópavogi flottar myndir.
Harry til hamingju með afmælisdaginn 28. janúar.
Eigið góða daga öllsömul, með hækkandi sól.