Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 18. febrúar 2010
Eitt og annað
Það hefur nú bara margt verið að ske síðan síðast, þótt sumt vilji nú falla í gleymskunnar dá, kannski það sem síst skildi, en eins og sumir segja "maður getur ekki munað allt", ekki satt.
Okkur var boðið í mat til Palla og Öddu áður en þau fóru heim, síðan fórum við með Auðunn og Fríður í bíltúr til að láta skoða fína bílinn þeirra, það gekk allt vel og þau buðu okkur svo á pitsustað í Torrevieja svo það var brunað þangað, en skoðunarstöðin er hérna rétt hjá okkur þannig að við fórum fyrst til La Marina að sækja þau og bílinn svo á skoðunarstöðina, svo til Torrevieja og svo aftur La Marina og svo heim, með viðkomu í stórri kínabúð sem verið var að opna nálægt þeim. Það er svo gaman að koma í þessar búðir þar er allt til og kostar ekki mikið, enda eru þessar búðir hérna að yfirtaka allar gamlar Húsasmiðjur, eða Brykobúðir hérna.
Daginn eftir bauð svo Helga Þurý og Jesu okkur í mat í hádeginu á laugardag, ég var brúinn að prjóna lopapeysu á Ivan að ég hélt en þegar til kom var hún of lítil svo hún passar á Sólmar svona með sumrinu þegar hann kemur til Íslands svo nú verð ég að prjóna aðra en vantar bara garnið sem passar því þær eiga að vera eins, á nóg af öðru.
Svo á þriðjudag áttu tvær sómakonur hérna afmæli þær frænkurnar Helga og Harpa, svo okkur var boðið til veislu hjá Hörpu í lambalæri íslenskt og var það nú alveg himneskt bragð. Þetta var skemmtilegt kvöld og takk fyrir okkur.
Það er nú annað sem er verra hérna í kringum okkur stóru fallegu pálmarnir eru margir hverjir að deyja. Það er kominn einhver bjalla í þá sem verpir eggjum sínum í þá svona um 100 stk. í hvern pálma og svo þegar púpurnar koma úr eggjunum þá éta þær pálmann að innan og hann deyr og bjallan færir sig yfir í þann næsta sem þær finna. Þetta ferli í hverjum pálma tekur um 10 vikur.
Á mörgum stöðum hafa þeir gripið alltof seint inní þetta ferli til að reyna að eiða þessum orm sem er bæði stór og ljótur, en nú eru þeir eitthvað að lifna við til að reyna að hefta útbreiðlu hans en kannski of seint í rassin griðið
Við erum búin að sjá alveg helling af dauðum pálmum, heilu garðarnir þar sem margir eru dauðir og búið að reyna að kveikja í þeim, en þeir brenna illa. Og svo er þetta allt mjög dýrt og hér er nefnilega kreppa líka, og mikið atvinnuleysi.
Veðrið mætti alveg vera svolítið betra hérna þessa dagana það vantar alveg sólina hún skín bara part úr degi, en það rignir nú ekki svona hérna eins og fyrir sunnan bara svona smá skúrir öðru hvortu.
Á bolludaginn voru bakaðar bollur, en ekkert saltkjöt og baunir það verður bara þegar við komum heim.
Eigið góða Góu daga.
Okkur var boðið í mat til Palla og Öddu áður en þau fóru heim, síðan fórum við með Auðunn og Fríður í bíltúr til að láta skoða fína bílinn þeirra, það gekk allt vel og þau buðu okkur svo á pitsustað í Torrevieja svo það var brunað þangað, en skoðunarstöðin er hérna rétt hjá okkur þannig að við fórum fyrst til La Marina að sækja þau og bílinn svo á skoðunarstöðina, svo til Torrevieja og svo aftur La Marina og svo heim, með viðkomu í stórri kínabúð sem verið var að opna nálægt þeim. Það er svo gaman að koma í þessar búðir þar er allt til og kostar ekki mikið, enda eru þessar búðir hérna að yfirtaka allar gamlar Húsasmiðjur, eða Brykobúðir hérna.
Daginn eftir bauð svo Helga Þurý og Jesu okkur í mat í hádeginu á laugardag, ég var brúinn að prjóna lopapeysu á Ivan að ég hélt en þegar til kom var hún of lítil svo hún passar á Sólmar svona með sumrinu þegar hann kemur til Íslands svo nú verð ég að prjóna aðra en vantar bara garnið sem passar því þær eiga að vera eins, á nóg af öðru.
Svo á þriðjudag áttu tvær sómakonur hérna afmæli þær frænkurnar Helga og Harpa, svo okkur var boðið til veislu hjá Hörpu í lambalæri íslenskt og var það nú alveg himneskt bragð. Þetta var skemmtilegt kvöld og takk fyrir okkur.
Það er nú annað sem er verra hérna í kringum okkur stóru fallegu pálmarnir eru margir hverjir að deyja. Það er kominn einhver bjalla í þá sem verpir eggjum sínum í þá svona um 100 stk. í hvern pálma og svo þegar púpurnar koma úr eggjunum þá éta þær pálmann að innan og hann deyr og bjallan færir sig yfir í þann næsta sem þær finna. Þetta ferli í hverjum pálma tekur um 10 vikur.
Á mörgum stöðum hafa þeir gripið alltof seint inní þetta ferli til að reyna að eiða þessum orm sem er bæði stór og ljótur, en nú eru þeir eitthvað að lifna við til að reyna að hefta útbreiðlu hans en kannski of seint í rassin griðið
Við erum búin að sjá alveg helling af dauðum pálmum, heilu garðarnir þar sem margir eru dauðir og búið að reyna að kveikja í þeim, en þeir brenna illa. Og svo er þetta allt mjög dýrt og hér er nefnilega kreppa líka, og mikið atvinnuleysi.
Veðrið mætti alveg vera svolítið betra hérna þessa dagana það vantar alveg sólina hún skín bara part úr degi, en það rignir nú ekki svona hérna eins og fyrir sunnan bara svona smá skúrir öðru hvortu.
Á bolludaginn voru bakaðar bollur, en ekkert saltkjöt og baunir það verður bara þegar við komum heim.
Eigið góða Góu daga.