Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 6. apríl 2011

Eitt og annað úr sveitinni

Svona var borðið áður en það var fúað
Svona var borðið áður en það var fúað
« 1 af 10 »
Það er nú ekki mikið að gerast hér hjá okkur núna, flestar veislurnar búnar og maður er bara í því að slappa af og  njóta góða veðursins sem er komið til okkar núna.
Sl. föstudag fengum við góða gesti í heimsókn, Bertu Svenna, Auðunn, Ingþór og Möggu, þau kíktu hér aðeins til að fá að sjá sveitina, þau fengu auðvitað ætiþyrsla að borða og köku sem við höfðum keypt fyrir pabba daginn hérna, voða góða og svo smá spænskt vín Moscatell sem er léttur líkjör.
Annars var ég bara dugleg að klára mosaik borð sem hefur verið í mótun í vetur og hefur beðið eftir að góða veðrið kæmi svo maður geti verið að þessu uppá þaki. En nú er því lokið og það er bara fínt, það er í stíl við orminn og á að koma niður í patíóið  þegar við erum búin að taka pálmann í burtu. Hann er að verða of stór hérna, það verður sjónarsviptir af honum en það gerir ekkert til það er nóg af pálmum hérna í kringum okkur. Annars eru þeir bara svo margir dauðir.
Við höfum verið dugleg að fara út að hjóla og ganga. Við erum bæði búinn að fá okkur ný gleraugu en þið fáið enga mynd af okkur strax með þeim. Dúddi er duglegur að æfa sig á hjómborðið og vaska upp, hann er búinn að gera eina mósaikmynd á þakinu sem þið fáið að sjá síðar.  Ég sit og prjóna á meðan hann æfir sig með heyrnatólum svo ég heyri ekki neitt.
Það var nú að vísu veisla á mánudaginn, spænsk hjón vinir Helgu frænku elduðu fyrir okkur ekta spænska paellu, með fiski, og kjúkling, hún var svaka góð, á undan fengum við skinku, ost og pylsu þetta var svona ekta spænsk, en á eftir var ekta íslensk hnallþóra, marens, rjómi og jarðarber voðalega góð, fjöskyldukaka hjá frænku en þar er hún kölluð vonda kakan.
Þetta var mjög skemmtilegur dagur og ekki spillti veðrið fyrir 24. stiga hiti og sól.
Anars hefur mikið breyst hér í kringum okkur síðan Carmen dó, dæturnar koma að vísu á hverjum degi en það er samt mikið sem vantar. Börnin koma ekki eins oft og áður og það vantar svona þennan spænska hávaða. Börnin eru nú farin að þora að koma hingað inn í patíóið til okkar með boltana sína og hentu þeim alla leið inní eldhús til að fá athygli okkar þetta er voða gaman, þau eru mjög kurteis og elskuleg. Fermín er ekki mikið heima nema að hugsa um garðinn sinn og við erum að drukkna í baunum núna, margir pokar komnir í frystinn, þeim verður nú líklega bara hent þegar við förum heim. Hann fer oft að veiða með vinum sínum og kemur heim með fullt af álum. Hann hefur nú boðið Dúdda að koma með en hvenær vitum við ekki.
Það er gaman í skólanum og ég hef bara lært helling í spænsku, kennarinn afsakar sig nú oft við mig og segist ekki tala íslensku eða hafa skýringar, fyrir næsta tíma á ég nefnilega að þýða ensku yfir á spænsku, ég á nú eftir að sjá hvernig það gengur.
Núna bíð ég spennt eftir næstu viku því þá fáum við góða vini í heimsókn Helgu og Lilla og þegar þau fara þá koma Óli og Badda og verða í viku. Hlökkum mikið til.
Eigið sólskinsdaga.