Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 19. mars 2009
El día de padre!
El día de padre!
19. mars er feðradagur á Spáni, það er allt lokað og þetta er rauður dagur á dagatalinu. Við fórum i morgun til Rafal, ætluðum að kíkja á markaðinn og finna lækninn (það er ekkert að) þá var bara allt lokað, ekki einu sinni markaður. Fólkið klætt í sitt fínasta púss og gömlu kallarnir með bros á vör, sólin skein og allir í góðu skapi.
Einnig fórum við í smá bíltúr og skoðuðum íþróttasvæðið í Almoradí. þar er stór æfingasalur með alla handa þrekhjólum og dóti. Þar eru einnig tvær eða þrjár sundlaugar, en okkur sýndist þetta nú vera lokað núna en er ábyggilega voða fínt á sumrin. Þetta er ekki langt héðan svona 5 mínutúr í bíl.
Það hefur verið nóg að gera hjá nágrönnunum búin að vera veisla hjá þeim í allan dag og stórfjölskyldan saman komin.
Við fórum í góðan hjóltúr eftir sólbað í klukkutíma og dauðöfunduðum þau af öllum fína matnum sem þau voru að borða, því lyktin var góð. Nú kom Fermin með niðursoðna ætiþirstla í dag, sem betur fer því ég á nóg af nýjum ennþá.
Við fórum á árshátíð á síðasta laugardag með íslendingum hér á Spáni, hún var haldin á hóteli á sama stað og í fyrra í San Pedro bæ sem er hér sunnan við Torrevieja. Þarna var mikið stuð og mjög gaman. Við mættum strax eftir hádegið á laugardag, til að skrá okkur á hótelið, fórum í góðan göngutúr með fólki sem við vorum samferða . Fengum okkur tapas að borða niður við sjó, fórum líka niður á bryggju að skoða bátana, mjög skemmtilegur staður. Það var nú eins og maður væri komin á skemmtistað vestur á firði, því þarna hitti ég frændur mína úr Hnífsdal syni Sigga Sveins, Magnús og Óla, Maggi býr hér en Óli var í heimsókn það var gaman að hitta þá, ég hef ekki séð þá í mörg, mörg ár. Þarna hitti ég líka Pál Hrólfsson og hans konu og bað hann sérstaklega að heilsa þér Magni. Einnig voru Erna Sörensen og Einar þarna. Þessir vestfirðingar eru allstaðar.
Takk fyrir skemmtunina góðu ferðafélagar, yndisleg helgi.
Unnsteinn og Rut komu okkur á óvart voru mætt á árshátíðina án þess að við vissum að þau væru komin hingað út, en þau hafa verið heima síðan í byrjun janúar og höfum við saknað þeirra mikið. Gott að vita af þeim hér heima hjá sér á Spáni. Við heimsóttum þau svo á sunnudaginn áður en við keyrðum heim í sveitina okkar.
Svo á mánudag var haldið áfram með vegginn í stofunni sem þið fáið nú að sjá myndir af. Þetta er svo flott gert hjá mínum manni. Nú er allt orðið fínt aftur, búið að skúra skrubba og bóna eftir sig, og allt í rólegheitum.
Á morgun eða annað kvöld kemur svo Svenni bróðir minn og Ása, mikið hlakkar okkur til, en hann verður 60 ára á morgun og verður á flugi hingað til okkar á afmælisdaginn.
Góður og rólegur feðradagur.
19. mars er feðradagur á Spáni, það er allt lokað og þetta er rauður dagur á dagatalinu. Við fórum i morgun til Rafal, ætluðum að kíkja á markaðinn og finna lækninn (það er ekkert að) þá var bara allt lokað, ekki einu sinni markaður. Fólkið klætt í sitt fínasta púss og gömlu kallarnir með bros á vör, sólin skein og allir í góðu skapi.
Einnig fórum við í smá bíltúr og skoðuðum íþróttasvæðið í Almoradí. þar er stór æfingasalur með alla handa þrekhjólum og dóti. Þar eru einnig tvær eða þrjár sundlaugar, en okkur sýndist þetta nú vera lokað núna en er ábyggilega voða fínt á sumrin. Þetta er ekki langt héðan svona 5 mínutúr í bíl.
Það hefur verið nóg að gera hjá nágrönnunum búin að vera veisla hjá þeim í allan dag og stórfjölskyldan saman komin.
Við fórum í góðan hjóltúr eftir sólbað í klukkutíma og dauðöfunduðum þau af öllum fína matnum sem þau voru að borða, því lyktin var góð. Nú kom Fermin með niðursoðna ætiþirstla í dag, sem betur fer því ég á nóg af nýjum ennþá.
Við fórum á árshátíð á síðasta laugardag með íslendingum hér á Spáni, hún var haldin á hóteli á sama stað og í fyrra í San Pedro bæ sem er hér sunnan við Torrevieja. Þarna var mikið stuð og mjög gaman. Við mættum strax eftir hádegið á laugardag, til að skrá okkur á hótelið, fórum í góðan göngutúr með fólki sem við vorum samferða . Fengum okkur tapas að borða niður við sjó, fórum líka niður á bryggju að skoða bátana, mjög skemmtilegur staður. Það var nú eins og maður væri komin á skemmtistað vestur á firði, því þarna hitti ég frændur mína úr Hnífsdal syni Sigga Sveins, Magnús og Óla, Maggi býr hér en Óli var í heimsókn það var gaman að hitta þá, ég hef ekki séð þá í mörg, mörg ár. Þarna hitti ég líka Pál Hrólfsson og hans konu og bað hann sérstaklega að heilsa þér Magni. Einnig voru Erna Sörensen og Einar þarna. Þessir vestfirðingar eru allstaðar.
Takk fyrir skemmtunina góðu ferðafélagar, yndisleg helgi.
Unnsteinn og Rut komu okkur á óvart voru mætt á árshátíðina án þess að við vissum að þau væru komin hingað út, en þau hafa verið heima síðan í byrjun janúar og höfum við saknað þeirra mikið. Gott að vita af þeim hér heima hjá sér á Spáni. Við heimsóttum þau svo á sunnudaginn áður en við keyrðum heim í sveitina okkar.
Svo á mánudag var haldið áfram með vegginn í stofunni sem þið fáið nú að sjá myndir af. Þetta er svo flott gert hjá mínum manni. Nú er allt orðið fínt aftur, búið að skúra skrubba og bóna eftir sig, og allt í rólegheitum.
Á morgun eða annað kvöld kemur svo Svenni bróðir minn og Ása, mikið hlakkar okkur til, en hann verður 60 ára á morgun og verður á flugi hingað til okkar á afmælisdaginn.
Góður og rólegur feðradagur.