Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 19. apríl 2010
Engar fréttir góðar fréttir
Eina og ég sagði í síðasta bloggi þá er nú ekkert sérstakt að ske hérna hjá okkur núna lífið gengur sinn vanagang. Veðrið er yndislegt, sól og logn og hitinn um 24 stig. Ég er nú reyndar á síðustu dögum að klára listaverkið á veggnum og hugsa mikið um hvað ég eigi að gera næst, það þarf að nota flísabrotin sem ég er búinn að safna, sem er nú orðinn ansi góður haugur.
Þetta er nú svolítið skondið þessa dagana nú opnar maður ekki sjónvarpið hér í fréttatímum án þess að sjá umfjöllun um eldgosið á Íslandi, við erum í öllum fréttum sama hvaða stöð það er. Aðallega er nú fjallað um flugstoppið um alla Evrópu, eins eru oft sýndar myndir með af eldgosinu sjálfu og öskufalli heima í kringum þetta. Nú er verið að tala um hvað þetta er mikið tap í evrum fyrir flugfélögin. Manni finnst þetta svo skrítið því það er aldrei fjallað um Ísland hérna ekki einu sinni Icesave. En vonandi fer þetta að lagast við þurfum að komast heim í vor. Við þurfum kannski að fara að panta okkur skipsfar. Verður ekki bara að ræsa gamla Gullfoss við aftur?, það var svo gaman að fara heim með honum þegar maður var 19 ára ójá.
Elín Þóra og Jón komu og voru hér hjá okkur í einn dag mikið spjallað fórum aðeins í göngutúr og fengum okkur rauðvín á litla barnum í bænum. Svo borðuðum við saltkjöt og rófur á laugardagskvöldið með Helgu og Gumma, en Kiddý og Diddi voru svo góð að koma með það með sér og gáfu okkur takk fyrir Kiddý og Diddi. Það hefur bara ekki verið tími til að borða það fyrr, því svona borðar maður með viðhöfn. Ég prófaði nýjan ætiþirslarétt þessi er voða góður með rækjum og fiskisósu, svolítið öðruvísi en voða gott.
Þið sem eruð naut vitið að þið eruð þrjósk, ekki satt, eins þeir sem umgangast naut, hef einn hérna hjá mér voða sætur og góður en alveg svakalega þrjóskur. Hér er komið í gagnið afruglari digital, sem allir verða að hafa til að sjá sjónvarp, hef nú ekki vit á þessu tæki, erum búinn að kaupa hann til að sjá á sjónvarpið, en við þurfum að kaupa líka nýtt loftnet og auðvitað kostar þetta allt full af evrum. Ég held að Dúddi minn sé búinn að prófa fimm, fengið þau lánuð til að prófa og einnig hefur honum veri gefið og allt skal prófa áður en hann kaupir nýtt. Nú sjáum við sjónvarpið ágætlega á meðan bjart er, en á kvöldin þegar dimmir hverfa tvær aðalstöðvarnar á aðra þeirra horfum við mikið á eða rás 1.
Nú fer maður bráðum að skella sér í góðan göngutúr á ströndinni þegar það er orðið svona hlýtt.
Bara stuttar fréttir núna hef um svo margt að hugsa.
Sissa og Óli Páll eru að koma í heimsókn á fimmtudaginn og verða fram á þriðjudag, ætla að stunda golfíþróttina, ef það verður flogið, alveg rétt.
Eigið góða daga og Gleðilegt sumar öll.
Þetta er nú svolítið skondið þessa dagana nú opnar maður ekki sjónvarpið hér í fréttatímum án þess að sjá umfjöllun um eldgosið á Íslandi, við erum í öllum fréttum sama hvaða stöð það er. Aðallega er nú fjallað um flugstoppið um alla Evrópu, eins eru oft sýndar myndir með af eldgosinu sjálfu og öskufalli heima í kringum þetta. Nú er verið að tala um hvað þetta er mikið tap í evrum fyrir flugfélögin. Manni finnst þetta svo skrítið því það er aldrei fjallað um Ísland hérna ekki einu sinni Icesave. En vonandi fer þetta að lagast við þurfum að komast heim í vor. Við þurfum kannski að fara að panta okkur skipsfar. Verður ekki bara að ræsa gamla Gullfoss við aftur?, það var svo gaman að fara heim með honum þegar maður var 19 ára ójá.
Elín Þóra og Jón komu og voru hér hjá okkur í einn dag mikið spjallað fórum aðeins í göngutúr og fengum okkur rauðvín á litla barnum í bænum. Svo borðuðum við saltkjöt og rófur á laugardagskvöldið með Helgu og Gumma, en Kiddý og Diddi voru svo góð að koma með það með sér og gáfu okkur takk fyrir Kiddý og Diddi. Það hefur bara ekki verið tími til að borða það fyrr, því svona borðar maður með viðhöfn. Ég prófaði nýjan ætiþirslarétt þessi er voða góður með rækjum og fiskisósu, svolítið öðruvísi en voða gott.
Þið sem eruð naut vitið að þið eruð þrjósk, ekki satt, eins þeir sem umgangast naut, hef einn hérna hjá mér voða sætur og góður en alveg svakalega þrjóskur. Hér er komið í gagnið afruglari digital, sem allir verða að hafa til að sjá sjónvarp, hef nú ekki vit á þessu tæki, erum búinn að kaupa hann til að sjá á sjónvarpið, en við þurfum að kaupa líka nýtt loftnet og auðvitað kostar þetta allt full af evrum. Ég held að Dúddi minn sé búinn að prófa fimm, fengið þau lánuð til að prófa og einnig hefur honum veri gefið og allt skal prófa áður en hann kaupir nýtt. Nú sjáum við sjónvarpið ágætlega á meðan bjart er, en á kvöldin þegar dimmir hverfa tvær aðalstöðvarnar á aðra þeirra horfum við mikið á eða rás 1.
Nú fer maður bráðum að skella sér í góðan göngutúr á ströndinni þegar það er orðið svona hlýtt.
Bara stuttar fréttir núna hef um svo margt að hugsa.
Sissa og Óli Páll eru að koma í heimsókn á fimmtudaginn og verða fram á þriðjudag, ætla að stunda golfíþróttina, ef það verður flogið, alveg rétt.
Eigið góða daga og Gleðilegt sumar öll.