Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 22. október 2009
Enn galar haninn
Nú er lífið allt að færast hér í eðlilegt horf, efir mikið amstur út af ísskápnum, sem er nú komin í gagnið aftur og bara fínn, allavega alveg tandurhreinn eftir allt vatnssullið. Svo ekki nóg með það heldur ringdi hér svo mikið á sl. föstudag að þegar maður sat sallrólegur við matarborðið þá fór allt í einu að leka yfir mann. Það var náð í vaskaföt, fötur og potta til að setja undir lekann. Það tók næstum allan daginn, sem betur fór var þetta nú bara á einum stað. Svo þegar hætti að rigna fór Dúddi uppá þak þá hafði ein þakhellan brotnað í tvennt, líklega þegar ringdi hér hagléli á stærð við golfkúlur eins og Fermin sagði.
Þetta er nú allt komið í gott stand. Allavega í bili.
Enn galar haninn, mér finnst þetta svo notalegt að heyra í honum aftur, hann svaf ábyggilega yfir sig í morgun því ég heyrði ekkert fyrr en kl 8. vanalega byrjar hann um 6 leytið þá er svo gott að sofna aftur. En þetta eru ungar síðan í vor og hefur þeim mikið farið fram að gala. Svo er nú þetta með dýralífið á þakinu, það eru tveir stórir kalkúnar núna sem verða ábyggilega horfnir fyrir jól, þeir voru líka bara ungar í vor, eins með hanann hann verður ábyggilega tekinn í súpu núna einhvern daginn greyið.
Það hefur nú ýmislegt breyst hérna í kring, stóri ruglsahaugurinn hér fyrir ofan hann er horfin sem betur fer, svo er búið að fjarlæga heilu akrana af sítrónu og appelsínutrjám og líklega verið að láta þá jafna sig svo gróðursetja þeir ný næsta ár.
Það hefur nú ekkert sérstak verið að gerast hjá okkur undanfarið, vorum jú boðin í mat til Palla bróðir Helgu um daginn voða fína nautasteik. Það var ansi skemmtilegt kvöld. Daginn eftir fórum við svo með Helgu g Gumma í góðan göngutúr alla ströndinaa í Torrevieja, í glampandi sól og yndilegu veðri. Svo þurftum við aðeins að hitta bankastjórann og fara yfir málin og kíktum þá við hjá okkar góðu vinum Unnsteini og Rut og var allt gott á þeim bæ.
Dúddi hjálpaði svo Gumma að saga af pálmatrénu í garðinum sem er orðinn ansi stór og mikill.
Hér er núna grenjandi rigning eins og hún verður hér á Spáni, vonandi fer nú ekkert að leka.
Ég ætla að baka pönnukökur í tilefni af því að mamma mín hefði orðið 86 ára 20. okt. og tengdapabbi minn 96 ára í gær 21. okt.
Eigið góða daga.
Þetta er nú allt komið í gott stand. Allavega í bili.
Enn galar haninn, mér finnst þetta svo notalegt að heyra í honum aftur, hann svaf ábyggilega yfir sig í morgun því ég heyrði ekkert fyrr en kl 8. vanalega byrjar hann um 6 leytið þá er svo gott að sofna aftur. En þetta eru ungar síðan í vor og hefur þeim mikið farið fram að gala. Svo er nú þetta með dýralífið á þakinu, það eru tveir stórir kalkúnar núna sem verða ábyggilega horfnir fyrir jól, þeir voru líka bara ungar í vor, eins með hanann hann verður ábyggilega tekinn í súpu núna einhvern daginn greyið.
Það hefur nú ýmislegt breyst hérna í kring, stóri ruglsahaugurinn hér fyrir ofan hann er horfin sem betur fer, svo er búið að fjarlæga heilu akrana af sítrónu og appelsínutrjám og líklega verið að láta þá jafna sig svo gróðursetja þeir ný næsta ár.
Það hefur nú ekkert sérstak verið að gerast hjá okkur undanfarið, vorum jú boðin í mat til Palla bróðir Helgu um daginn voða fína nautasteik. Það var ansi skemmtilegt kvöld. Daginn eftir fórum við svo með Helgu g Gumma í góðan göngutúr alla ströndinaa í Torrevieja, í glampandi sól og yndilegu veðri. Svo þurftum við aðeins að hitta bankastjórann og fara yfir málin og kíktum þá við hjá okkar góðu vinum Unnsteini og Rut og var allt gott á þeim bæ.
Dúddi hjálpaði svo Gumma að saga af pálmatrénu í garðinum sem er orðinn ansi stór og mikill.
Hér er núna grenjandi rigning eins og hún verður hér á Spáni, vonandi fer nú ekkert að leka.
Ég ætla að baka pönnukökur í tilefni af því að mamma mín hefði orðið 86 ára 20. okt. og tengdapabbi minn 96 ára í gær 21. okt.
Eigið góða daga.