Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 14. nóvember 2007
Entre Golf
Það hefur nú ekki mikið verið að gerast síðan síðast. Jú veðrið er alltaf gott hérna um 20 stiga hiti og sól.
Á síðasta sunnudag bakaði ég pönnukökur og við buðum Helgu Þurý og fjölsyldu í pönnukökur og rjóma. Það var gaman að hitta þau og sá litli Ivan Snær lék á alls oddi.
Svo þurfti Dúddi að kíkja á bílinn Það var eitthvað urg í hjólunum en svo var þetta bara gömul íslensk drulla sem þurfti að fjarlæga. Svo var það með flugnaveiðarann við keyptum fernuvín í Consum á 85 cent og fengum okkur glas með matnum en flugurnar voru svo hrifnar af því að þær fengu bara að drekka eins og þær vildu, við fengum þá frið fyrir þeim á meðan.
Í gær fórum við í göngutúr um Parc Natural La Mata það var um klukkutíma gangur og þar gátum við skoðað bæði fugla og plöntur. Svo fórum við niður á stönd til að fá okkur að borða góðan mat og gengum þar um líka.
Annars allt við það sama.
Á síðasta sunnudag bakaði ég pönnukökur og við buðum Helgu Þurý og fjölsyldu í pönnukökur og rjóma. Það var gaman að hitta þau og sá litli Ivan Snær lék á alls oddi.
Svo þurfti Dúddi að kíkja á bílinn Það var eitthvað urg í hjólunum en svo var þetta bara gömul íslensk drulla sem þurfti að fjarlæga. Svo var það með flugnaveiðarann við keyptum fernuvín í Consum á 85 cent og fengum okkur glas með matnum en flugurnar voru svo hrifnar af því að þær fengu bara að drekka eins og þær vildu, við fengum þá frið fyrir þeim á meðan.
Í gær fórum við í göngutúr um Parc Natural La Mata það var um klukkutíma gangur og þar gátum við skoðað bæði fugla og plöntur. Svo fórum við niður á stönd til að fá okkur að borða góðan mat og gengum þar um líka.
Annars allt við það sama.