Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 20. nóvember 2007

Entre Golf

Ströndin í Campoamor
Ströndin í Campoamor
« 1 af 3 »
Það var hringt í okkur í morgun og sagt að nú væri líklega allt að ganga upp með húsið, loksins.
Lögfræðingar og eigendur eru búnir að spjalla saman og eru líklega komnir á niðurstöðu sem við samþykktum.En líklega verðum við að lifa á vatni og brauði í vetur, annars er ódýrara að drekka rauðvín með brauðinu og líka meiri næring.
Í síðust viku fórum við að skoða eina ströndina í viðbót í Campoamor það er fátt fólk þar á sveimi,  þó alltaf sé einhver þar.
Á siðasta sunnudag fórum við í bíltúr til Cartagena sem er stór borg hér svolítið sunnar. Það var gaman að flækjast þar  og skoða torg og hafnir. Svo fengum við okkur að borða Calamaris la romana, ansi góður smokkfiskur sem er djúpsteiktur.
Svo fórum við í göngutúr inn á sítrónuakur í gær og ég týndi nokkra köngla til að punta yfir jólin. Þaðan fórum við uppá kanalinn og gengum þaðan heim góður túr. Ætla aftur í dag og týna fleiri köngla og kannski ég steli einni sítrónu í leiðinni.Það er sólalaust í dag fyrsti dagurinn í langan tíma en hitinn er um 20 stig, það á víst að rigna á morgun samkvæmt spánni.
Við erum enn í húsinu þeirra Helgu og Lilla og er alveg frábært að eiga svona góða vini sem lána manni húsið sitt í óákveðin tíma. En þetta fer nú vonandi að stittast í þessu. Takk fyrir elsku Helga og Lilli.
Óli er búinn að panta far og kemur 19. des. og ætlar að vera hjá okkur um jolin það verður gaman   að hafa hann
Og Anna Lóa systir mín átti afmæli 15 nóv. og til hamingju með það.
Takk fyrir heimsókir á síðuna gaman að vita að þið eruð að fylgjast með.