Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 28. september 2011

Erilsöm helgi

Bjarney Kata og Aron Viðar með skírnarkertið
Bjarney Kata og Aron Viðar með skírnarkertið
« 1 af 12 »
Það má segja að helgin hafi verið ansi erilsöm, en það er oft síðustu daga okkar á Íslandi, matarboð og feiri uppákomur.
Föstudagurinn, þá flutti ég frá Helgu vinkonu og Dúddi frá Helenu og vorum við hjá Atla Geir og Eddu síðustu dagana. Um kvöldið var okkur boðið í mat hjá Ástu og Jóni i dýrindis saltfiskrétt og gott spjall fram eftir kvöldi. Laugardagurinn byrjaði með því að við Helga fóum um 10 leytið til Ölfusborga í saumaklúbb til Úllu en þangað áttum við að vera mættar kl. 11:00. Þar hittumst við skólasystur frá Ísafirði árgang ´47. Það var voða gaman að hitta þær aftur og voru flestar sem höfðu líka mætt á hittinginn í ágúst. Þessi klúbbur er búin að vera til í mörg ár, en fyir vestan held ég að hann sé búinn að leggja upp laupana. Úlla bauð uppá fína íslenska kjötsúpu sem var mjög góð. Takk fyrir hittinginn allar. Svo varð ég að fara heim til að setja saman skírnartertuna því það var svo matarboð hjá Helenu og Harry um kvöldið, þar fengum við hreindýr og nautakjöt og góða samverustund með þeim og börnunum og spiluðum svo Kana á eftir þegar börnin voru sofnuð.
Sunnudagurinn rann svo upp en þá var skírnin, ég kláraði að skreyta kökuna,  svo var bara að hafa sig til í messuna.
Skírnin fór fram í Lindakirkju í Kópavogi, ungur og hress prestur og kórinn með ví fjörugri sem ég hef séð í kirkju.
Litla fallega prinsessan fékk nafnið Ásta Lind, eftir Ástu ömmu sinni.
Það var voða gaman að presturinn spurði Eddu um skírnarkjólinn hvort hann ætti sögu og það á hann svo sannarlega. Mamma keypti hann í Svíþjóð árið 1966 þegar Bjarney Ingibjörg hennar Önnu Lóu og Gulla fæddist og var hún fyrsta barnið sem var skírt í honum. Eg held að flest barnabörnin hennar mömmu og mjörg langömmubörn séu skírð í þessum kjól. Og þarna í skírninni sagði hann frá þessu en þar voru 4 sem höfðu verið skírðir í kjólnum, það var Óli sem var skírnarvottur, Atli Geir pabbinn og börnin hans tvö Aron Viðar og Bjarney Kata. Maðu þarf að fara að taka þetta saman hvaða börn hafa verið skírð í honum. Allt gekk þetta vel og var mjög hátíðlegt og skemmtileg stund. Á eftir var svo boðið í kaffi og með því hjá Ástu og Jóni í Hafnarfirði flottar veitingar eins og alltaf. Takk fyrir þetta þið öll.
Ég verð víst að viðurkenna að ég var orðin ansi þreytt enda ekki búin að jafna mig enn eftir aðgerðina og má reyndar ekki gera neitt enn en maður getur nú ekki alltaf setið á rassinum.
Svo flugum við til London á mánudagsmorgun og þaðan til Spánar og var nú ansi gott að komast í sitt hús og hætta að búa í ferðatöskum. Hér leit allt vel út María var búinn að þrífa patíóið þessi elska svo það var voða fínt og það sást varla rykkorn hérna inni. En Dúddi minn var voða duglegur í gær að þrífa og ég þurkaði bara af. Fermín kom svo með vínberjaklasa af trénu sínu og stærðar melónu úr garðinum og gjafirnar frá honum eru farnar að birtast hjá okkur.
Það er ansi heitt hér um miðjan daginn fer alveg yfir 30 gr. og er víst búið að vera ansi heitt í sumar segir Fermin. Hér er allt skrælnað það hefur ekki ringt í tvo mánuði sem heitir getur en það á víst að rigna á morgun og föstudag.
Gott í bili eigið góða daga.