Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 30. september 2009
Erum lögð af stað áleiðis til Spánar
Þá erum við komin til Reykjavíkur, hingað komum við á sunnudag með Svenna og Ásu keyrandi í alveg fínasta veðri. Ekki annað hægt að segja að vestfirðir hafi kvatt okkur með sól og fallegu veðri svolítið kalt og snjór yfir öllu en alltaf sól öðru hvoru, svona til að við myndum minnast þeirra svo við komum fljótt aftur, eða í vor.
Það var annars bara matarboð alla síðustu dagana á Ísó, hjá Kiddý og Gulla, Dísu og Jóni svo stærsta partýið á Seljalandi það sem laukarnir, ættaðir frá Góustöðum komu saman ásamt mökum. Allir gátu mætt nema Anna Lóa og Gulli en þau voru í veiðiferð fyrir austan. En laukarnir á Ísó eru afkomendur Guðmundar (pabba) Magni, Anna Lóa, og Svenni kom sem gestur vestur á þennan fyrsta fund ættarmótsins, afkomendur Sigga eru Kiddý, Guðríður og Geir.
Vorum við öll mætt kl. 19:00 í fordrykk í boði hússins, síðan voru margir réttir en allir komu með sitt lítið af hverju var þetta fjölbreytt og góður matur. Mikið spjallað og heitar umræður um ýmis málefni. En það var ákveðið að ættatmótið verði haldið helgina 10. og 11. júlí 2010 á Góustöðum að sjálfsögðu. Nú þurfa Góustaðalaukarnir að taka frá þessa helgi næsta sumar svo mætingin verði góð eins og alltaf.
Takk fyrir skemmtunina kæru ættingjar og vinir í patrtýinu.
Við fórum svo af stað um hádegi og vorum komin hingað suður um kvöldmat. Við gistum nú hjá Atla og Eddu. Höfum verið að passa fyrir Helenu því litla Hildur var veik, það var nú aðallega afinn sem var að passa því hann er voða vinsæll hjá þessum litlu prinsessum.
Svo í gær kom Aron Viðar í heimsókn og var með mér allan daginn, við fórum og sóttum Bjarney Kötu á leikskólann svo fórum við í göngutúr í Smáralind og keyptum ís og fleira.
Svo er bara verið að hanga og dúlla sér með börnunum og barnabörnunum.
Bara góðir dagar.
Það var annars bara matarboð alla síðustu dagana á Ísó, hjá Kiddý og Gulla, Dísu og Jóni svo stærsta partýið á Seljalandi það sem laukarnir, ættaðir frá Góustöðum komu saman ásamt mökum. Allir gátu mætt nema Anna Lóa og Gulli en þau voru í veiðiferð fyrir austan. En laukarnir á Ísó eru afkomendur Guðmundar (pabba) Magni, Anna Lóa, og Svenni kom sem gestur vestur á þennan fyrsta fund ættarmótsins, afkomendur Sigga eru Kiddý, Guðríður og Geir.
Vorum við öll mætt kl. 19:00 í fordrykk í boði hússins, síðan voru margir réttir en allir komu með sitt lítið af hverju var þetta fjölbreytt og góður matur. Mikið spjallað og heitar umræður um ýmis málefni. En það var ákveðið að ættatmótið verði haldið helgina 10. og 11. júlí 2010 á Góustöðum að sjálfsögðu. Nú þurfa Góustaðalaukarnir að taka frá þessa helgi næsta sumar svo mætingin verði góð eins og alltaf.
Takk fyrir skemmtunina kæru ættingjar og vinir í patrtýinu.
Við fórum svo af stað um hádegi og vorum komin hingað suður um kvöldmat. Við gistum nú hjá Atla og Eddu. Höfum verið að passa fyrir Helenu því litla Hildur var veik, það var nú aðallega afinn sem var að passa því hann er voða vinsæll hjá þessum litlu prinsessum.
Svo í gær kom Aron Viðar í heimsókn og var með mér allan daginn, við fórum og sóttum Bjarney Kötu á leikskólann svo fórum við í göngutúr í Smáralind og keyptum ís og fleira.
Svo er bara verið að hanga og dúlla sér með börnunum og barnabörnunum.
Bara góðir dagar.