Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 16. janúar 2008

Esta mediodia hasce viento

Afmælisbarnið Ivan Snær
Afmælisbarnið Ivan Snær
« 1 af 3 »
Já nú er komin miður janúar, hvað tíminn er fljótur að líða.
Og hér úti er allt á fullu allir að taka uppskeruna í hús, brokoli, appelsínur og ætiþirsla ég veit bara ekki hvað allt hitt heitir. En uppskeru tíminn er hér núna og bóndinn er búinn að færa okkur brokkoli úr sínum akri alveg ferst og flott og svakalega gott.
Á sunnudaginn fórum við í 1 árs afmæli til Ivans og þar hittum við ömmu og afa frændur og frænkur sem eru öll spánverjar, og öll töluðu spönsku nema við og Helga þegar hún talaði við okkur. Ég setti mig þá í spor þeirra útlendinga sem koma heim og skilja ekki orð þetta er svolítið skrítið, og lætur okkur skilja það að ef við ætlum að búa hér hálft árið eða meira þýðir ekkert annað en að læra málið. Allavega svo að maður nái samhengi í samtali eða geti gert sig skiljanlegan. Þó fer það víst vaxandi hér að spánverjar tali ensku en við erum á Spáni svo við eigum að tala spönsku við spánverja og ensku við englendinga, en við verðum bara að tala íslensku við íslendinga því það skliur hana enginn annar eða þannig.
Þegar við vorum búinn í afmælinu var okkur boðið í mat til Rutar og Unnsteins og fegum þar góðan grillaðan kjúkling og skrítið kál sem er af brokkoli ætt en ég veit ekki hvað heitir en það var voða gott. Hjá þeim sátum við í góðu yfirlæti fram á kvöld.
Við fórum í síðustu viku til La Marina á svona hitting hjá íslendingum sem er vikulega á föstudögum. Þar hittum við marga m.a. Auðunn Karlsson og frú frá Súðavík, sem buðu okkur í kaffi heim til sín, voða gaman að koma til þeirra og sjá hvað húsið þeirra er fínt. Svo hittum við aðeins Ísfirðingana Kristrúnu og Högna Þórðar. Fleiri þekktum við nú ekki. En við förum áreiðanlega aftur til að hitta þau.
Við vorum að koma úr göngutúr, þá var logn og skýjað en núna er komin hvassveður sem við höfum ekki upplifað hér fyrr, en sólin kemur öðruhvoru og hitastigið er 19 gráður.