Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 17. mars 2010

Fallas

Þetta er toppurinn á turninum María mey sýnist mér
Þetta er toppurinn á turninum María mey sýnist mér
« 1 af 9 »
Ég fór inn úr sólinni til að horfa á veðurfréttirnar en það gerir maður nú hér á Spáni líka.
Þá var verið að sýna frá Fallas hátíð í Valenciu, ég vildi að ég væri þar og gæti sýnt ykkur góðar og margar myndir þaðan því þetta er alveg ótrúlegt að sjá. Allan daginn gengur fólk í skrúðgöngu með blómvönd sem það lætur hjá svaka styttu og svo er blómunum raðað á hana í fallegum munstrum. Þetta er alveg svakalega flott en eins og orðabókin segir:
Fallas
Á hátíð heilags Jósefs, San José. Í marsmánuði votta íbúar Valensíu verndarengli sínum virðingu með tilkomumikilli fiesta
Las fallas. Fallas eru risastórar fígúrúr ú pappamassa, tré, pappír og taui sem falleros hafa eytt mörgum mánuðum í að búa til. Oftast eru þetta skrípamyndir af stjórnmálamönnum og öðrum þekktum fígúrum. Í lok hátíðarinnar þegar veitt hafa verið verðlaun fyrir besta líkneskið, kveikja falleros í listaverkunum. tilv.líkur
Þið ættuð að sjá þessar fígúrur þær eru svo stórar, flottar og vel gerðar að unun er á að horfa, ég hef nú bara séð þetta í sjónvarpinu en ég skal einhvern tímann fara þarna til að sjá þetta með eigin augum það er ábyggilega alveg þess virði að eyða einhverjum evrum í Valenciu til að sjá þetta allt. Ég tók nokkrar myndir úr sjónvarpinu en það er ekki verið að sýna fígúrurnar núna. En þessi hátíð sdendur eiginlega alla vikuna.
Kiddý og Diddi voru hérna hjá okkur fram á sunnudag en þá fóru þau til La Marina í hús sem þau hafa fengið lánað. Á laugardagskvöldið fórum við á barinn hérna í Mudamiento sem er lengra frá og fengum okkur að borða Tapas. Það var reglulega gaman að borða þarna og góður matur. Þetta er bar sem er rekinn af fjölskyldu, mamma eldar, pabbi á barnum og strákurinn þjónn. Við eigum örugglega eftir að fara þangað aftur, við kunnum nú ekkert að panta við skildum bara sumt og létum hann bara ráða, við fengum Calamaris, sepia, sveppi, salat með túnfisk, franskar, og brauð, mikið af góðu víni og góðum félagsskap.
Takk fyrir heimsóknina kæru hjón stutt og skemmtileg heimsókn, vegna þess að við erum á leið í smá frí í nokkra daga.
Fermin passar húsið eins og venjuleg og gaf okkur appelsínur í nesti. 
Ágúst minn á afmæli í dag, innilegar hamingjuóskir frá okkur og stór knús líka til ykkar allra.
Eigið góða daga.