Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 1. júlí 2010

Farið fljótt yfir sögu

Saga Líf, Ágúst og Aron Viðar við flaggstöngina á Skarðseyri á 17. júní
Saga Líf, Ágúst og Aron Viðar við flaggstöngina á Skarðseyri á 17. júní
« 1 af 10 »
Það er  erfitt þegar maður er komin á þennan aldur hvað gleymskan hefur tekið völdin, eða hugsunarleysið og fljórfærnin. Þegar maður býr svona eins og við í húsinu á Ísó, og sumarbústaðnum þá er náttúrulega ýmislegt sem gleymist eða maður heldur að það sé með þegar maður flakkar á milli. Tala nú ekki um það sem gleymdist á Spáni.
Út af þessu hefur verið ansi hljótt um okkur hér á blogginu. Ég gleymdi sem sagt öllum þessum snúrum sem tengja okkur í samband við næstum allt sem maður þarf að nota við þessa tölvu. Hleðslutækinu við myndavélina og símahléðslusnúrunni gleymdi ég á Spáni, keypti mér nýja á Ísó og fór með í bústaðinn en gleymdi henni svo þar ,þegar ég fór svo á Laxárbakka. Myndavélasnúrunni gleymdi ég svo á Ísó þegar ég fór inní bústað. Svo þið sjáið að þetta er mikil gleymska á snúrum, þó er ég með tölvubakpoka sem allt á að vera í úff, kennið mér leið til að muna eftir öllu þessu snúrudrasli. Ég var á Skarðseyri frá 14. júní og Aron Viðar vinnumaður með mér svo kom Dúddi og var eina nótt en hann fór að smíða pall fyrir frænku sína, sem á hús við Laxárbakka.  Ágúst og Saga Líf komu svo til okkar 16. júni og var haldið upp á þjóðhátíðardaginn með fánahillingu og skrúðgöngu um túnið í allavega múnderingu, á því miður ekki mynd gat ekki hlaðið myndavélina, vantaði snúru. Ég skrapp í bæinn og sótti Hrefnu á föstudag og vorum við saman um helgina í bara þokkalegu veðri, það hefði alveg mátt vera minni hraði á logninu. Það var margt brallað búið til bú fyrir litlu prinsessurnar sem koma á svæðið, það voru settir bollar, pottar og ýmislegt dót til að baka og búa til mat. Saga bauð uppá hrísgrjónagraut búinn til úr sandi og litlu grjóti það voru rúsínur. Aron Viðar og Ágúst voru mjög duglegir að fara út að taka myndir. Einnig var farið í göngutúr inn að Hjallakoti. Svo á sunnudag fórum við Aron Viðar brunandi á gömlum Skoda árgerð 1989, til Dúdda. Lögðum af stað uppúr hádegi og vorum komin að Laxárbökkum um sexleytið. Aron hafði á orði, amma það fara allir bílar framúr okkur!! Enda ekki nema von því við fórum bara á 80-90 í mestalagi. Þessi fíni bíll er nefnilega með vöðvastýri ekki vökvastýri og það var stundum ansi erfitt að beyja, tala nú ekki um þegar ég þurfti að stoppa og taka bensín í Hólmavík, það var komið eitthvað íl sem okkur leist ekkert á svo við hringdum í Dúdda, hann sagði að við skildum athuga hvort það vantaði olíu á hann. Jú, ég vissi nú hvað olíuprikið er á festum bílum, en hvernig ætti að opana húddið vissi ég ekki og fann það ekki hvernig sem ég leitaði. Þannig að ég spurði stóran og stæltan mótorhjólakappa sem var merktur Sniglunum hvort hann vissi hvar ætti að opna þetta, jú hann skildi nú athuga það, en á endanum voru þeir komnir fimm Sniglar og enginn fann takkann. Svo nú voru góð ráð dýr ég varð að hringja í eigandann og spyrja, þá var ég nýbúinn að mæta honum á Steingrímsfjarðarheiðinni, takkinn er undir stýrinu vinstra megninn Þórdís, svo nú gat ég opnað húddið og athugað með olíuna, og ég kallaði bara í næsta mann og spurði hvort þetta væri ekki nóg, jújú þetta er alveg yfir strikið. Svo þá var bara að kaupa pylsuna fyrir Aron aðstoðamann og bruna af stað frá Hólmavík. Aðstoðamaðurinn var orðinn svo ansi þreyttur svo hann sofnaði og svaf næstum alla leiðina að Bifröst, þegar mesta umferðin byrjaði. En við komust heilu og höldu til Dúdda. Þar hef ég svo verið snúrulaus og ekkert getað bloggað eða sett inn myndir og þurfti að fá að hlaða simann minn hjá Huldu staðarhaldara. Í heila viku hef ég verið með Dúdda að smíða pall, er bara orðin nokkuð góður smiður, þó ég segi sjálf frá. Hef verið að bora, saga á bútasög, negla, og skrúfa með svona vél. þetta hafa verið miklar líkamsæfingar, að vinna svona í nætrri 10 tíma á dag, og þreyttur hefur maður verið á kvöldin úfffffffff.
Nú er pallurinn næstum búinn bara eftir að setja grindurnar á hann en þær eru víst ekki tilbúnar, svo við brunuðum í gær til Kópavogs til Helenu og Harry. Dúddi er núna að hjálpa Harry við hans pall, þetta eru svona verkbýtti. Hvað við verðum lengi hér er ekki vitað. Við erum svona farand-sígaunaverkamenn í augnablikinu.
Kiddý og Gulli takk fyrir lánið á bílnum, hann kemur bráðum aftur til Ísó, ég er að safna kjarki til að fara á honum til baka og ætla að bíða eftir að Dúddi fari á Járntjaldinu sem er enn eldra en ykkar bíll, tvö góð saman koma svo á tveim gömlum saman.
Eigið góða daga, þó hann rigni.