Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 20. október 2010

Ferð til Gudalest og Alcalá del Júgar

Gudalest
Gudalest
« 1 af 10 »
Það var lagt upp í ferð á mánudagsmorgun vaknað snemma og lagt af stað um kl.10:00, bara gott hjá okkur. Ferðinni var heitið til Gudalest sem var fyrsti áfangi ferðarinnar. Gekk þetta allt mjög vel enda tvær Maríur gps með í för landakort og svo okkar vit sem er nú alveg frábært þegar fjögur leggast á eitt að rata.
Ég hef tvisvar áður komið til Gudalest fyrst 1983 og hefur þetta ekkert breyst síðan þá nema ef vera skildi að meira skran er í búðunum. En við löbuðum upp á efsta torgið og sáum mjög fallegt útsýni og fallegar götur þarna uppi, á leið niður fórum við á Microgigante safnið, en það er safn  þar sem þú verður að skoða listaverkin gegnum stækkunargler, þar sem þau eru svo lítil. Listaverk málað á hrísgrjón er þar ásamt mörgum öðrum svona litlum, ótrúlega flott. Næsti viðkomustaður var Fonts de L'Algar eða Algarfossar eins og íslendingar kalla þá þeir eru beint fyrir ofan þorpið Altea. Það er vont að finna þetta og ekki nógu vel merkt við flæktumst ansi mikið við að leita að þessu, það er farið til fossana í gegnum þorpið Callosa d'en Sarriá.
Þetta er fallegt svæði þar sem gaman er að skoða, þarna má líka stökkva fram af kletti og beint í ána, eins hægt að vera ofar með börn að leik í ánni, sem er auðvitað gott á sumrin í miklum hita, bara muna að hafa með sér bol og handklæði. Við röltum þarna um góða stund og skoðuðm allt. Nú er svo lítill ferðamannastraumur og mikið af öllum veitingastöðum og annað er lokað.
Við fórum frá fossunum seinnipartinn og ferðinni heitið langt inní land til Alcalá del Jugar sem er mjög sérstakt þorp. Við ákváðum að gista á leiðinni þangað því þetta tók tvo og hálfan tíma að keyra. Um sjöleytið steig bílstjórinn á bremsuna og sagði athugum hvað það kostar að gista hérna.Þetta var fínt hótel við veginn og heitir Hotel Gasaqui þetta er hótel með spa og sundlaug, og var bara ákveðið að gista þarna. Við fengum sitthvort herbergið sem er svona hálfgert bungalov, sér inngangur. Baðkar með nuddpotti og fínerí og var það sko notað þetta er fínt.
Um kvöldið þurfti svo að borða, og þá vernsaði í því, matsalurinn er lokaður á mánudögum svo við fórum á bensínstöðina en þar var ekkert spennandi. Við spurðum strákinn í lobbýinu hvar við gætum borðaða og útskýrði hann það fyrir túlknum okkar honum Dúdda. Það átti víst að ver 2o mín. gangur svo það var aftur farið á bensínstöðina og gengið sér gönguvatn. Við þurftum að fara um undirgöng í svarta myrkri en þar var útafkeyrla af hraðbrautinni, þetta gekk nú allt vel en ekki fundum við neinn matsölustað, eftir 20. mín. Svo túlkurinn fór aftur af stað og hitti mann í göngutúr og labbaði bara með okkur á staðinn, við fengum allavega að borða á Hotel La Valle í bæ sem heitir Aielo de Malferit, Tapas í forrétt og fisk með miklum hvítlauk og ágætis rauðvín með. Svo tríluðm við bara heim aftur eins og ekkert væri, þannig að þennan dag var mikið labbað.
Fórum líka af stað á þriðjudagsmorgun kl. 10:00 eftir morgunverð á bensínstöðinni, ekki alveg beint besta hollustan en hvað um það. Leið okkar lá til  Alcalá del Júgar, sem tók okkur um 2 tíma að fara bæði á hraðbraut og eins á sveitavegum.
Þangað vorum við komum um kl. 11:30 og fórum að skoða okkur um þar. En það sérstaka við þetta þorp er að þú þarft að keyra af sléttunni og niður í dal og þú verður að keyra uppúr honum aftur. Maður eiginlega dettur ofan í dalinn, svo hanga húsin utan í hlíðunum og  þar eru líka hellahús, sem eru byggð inní bergið og svo eru bara gluggar á berginu alveg stórkostlegt. Efst upp við brúnina er kastali og þar fórum við inn og vorum við Ásta ansi lofthræddar og þorðum ekki efst upp, en Jón og Dúddi létu sig hafa það og söðust næstum hafa verið lofthræddir. Þar sást svo vel yfir og er líka gaman að vera þarna og sjá útsýnið yfir þennan sérstaka stað. Við skoðuðum hann líka vel og fórum eftir að við fengum okkar að borða um kl. 3:00. Þetta er ólýsanlegt þetta er svo fallegt og undarlegt landslag.
Ferðin lá svo heim á leið að nýju og fórum við leiðina til Murciu sem við fórum líka og skoðuðum aðeins en við fundum ekki miðbæinn það kemur bara næst.
Mjög eftirminnileg ferð með góðum vinum, og sem seint gleymist.
Lífið gengur annars bara sinn vanagang hér, aðeins farið að kólna á nóttuni, en mjög fínt á daginn yfir 20 gr. svo húsið er ekkert farið að kólna enn. Dúddi og Jón eru að laga gasleiðsluna og setja gaskútinn úr eldhúisnu fram í húsbóndaherbergi gott að fá svona hjálp.
Í dag hefði mamma mín átt 87 ára afmæli, blessuð sé minning hennar. Fjóla systir hennar ætlar að gifta sig í kvöld honum Steina sínum innilega til hamingju með daginn.
Hver dagur er góður dagur.