Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 13. október 2008

Ferðalag

Melónur frá bóndanum
Melónur frá bóndanum
« 1 af 20 »
Það má nú varla segja frá þessu á tímum versnandi gjaldeyrisþrots Íslendinga að maður hafi farið í smá ferðalag og eytt evrum. Góður vinur sagði að ef við hefðum ekki það hjá okkur hér sem við þyrftum, og yrðum að sækja það norður í land þá væri þetta í lagi. Og það var það sem við vorum að gera við heimsóttum Önnu Mazza (Mazza og Margrétar) til Ciudad Real þar sem hún er aupair, við höfðum hana nefnilega ekki hér.
Í byrjun síðustu viku kom bóndinn færandi hendi með 4 melónur, svo kom hann aftur nokkrum dögum seinna með 3 til viðbótar, svo það hefur verið melóna hér á borðum alla daga.
Helga og co komu hingað og voru eina nótt, við fengum okkur göngutúr um kvöldið niður í litla þorpið og þar var enginn á stjái svo við fórum bara heim aftur.
Svo var stelpunum skutlað á völlin á fimmtudagskvöldinu og á föstudagsmorgun fórum við í ferðalag til að heimsækja Önnu. Þetta var 6 tíma keyrsla til hennar, á leiðinni fengum við okkur að borða í litlu þorpi sem heitir Manzanares og staðurinn La Leja fínn spánksur matur. Náðum svo í Önnu og fórum til Toledo, keyrðum aðeins um gamla bærinn, en fórum svo í lítið þorp norðan við Toledo sem heitir Yuncos þar áttum við pantað hótelherbergi á Hótel Carlos I glæsilegt en ódýrt og gott hótel.
Fórum svo að borða um kvöldið á tapasbar og Anna pantaði fyrir okkur fína rétti mjög skemmtilegt og indælt kvöld með Önnu og gaman að heyra hvað hún er búinn að læra í spænsku á ekki lengri tíma.
Daginn eftir fórum við svo til Toledo en þá var grenjandi rigning en það stytti nú upp fljótlega svo við gátum rölt um allar gömlu göturnar en það var ansi kalt og mikill raki í loftinu, en við sáum heilmikið á ekki lengri tíma og það er bara svo gaman að rölta um þessar gömlu þröngu götur. Þarna er nú mikill túrismi og allar búðir þar eru þannig, ég keytpi mér einn disk sem ég ætlaði að setja hér í patíóið hjá okkur en var bara komin rétt út á götu með hann þegar ég missti hann og hann fór í þúsund mola en svona það eru ekki alltaf jólin.
Svo skiluðum við Önnu og keyrðum heim í 5 tíma og fórum á einn kínverskan til að seðja hungrið sem var að verða alvarlegt.
Nú eru Helga og Lilli hér hjá okkur í heimsókn og við eigum von á Elínu Þóru og Jóni í mat í kvöld, kjúklingur með súkkuði og rækjum nammi namm uppskriftin er á síðunni.
Yndislegir og ansi heitir dagar hér núna með smá rigningu inn á milli.
Eigið góða daga og takk fyrir innlitið öll.
,