Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 27. september 2012

Ferðalag um norður Spán

Höllin og garðurinn hennar Ísabellu I
Höllin og garðurinn hennar Ísabellu I
« 1 af 14 »
Þá er maður búin að flækjast um norður Spán eða réttara sagt norður fyrir Madrid. Við fórum í góðan hring kringum höfuðborgina. Fyrsta nóttin var í litlum  bæ þar sem Helga og Lilli höfðu gist í fyrir mörgum árum síðan og heitir Aranjuez og er aðeins sunnar en Madrid. Þar fór vel um okkur á ágætis Hostel sem við fundum á netinu. Fengum okkur góðan göngutúr í garði Ísabellu I drottningar af Castilla en þau hjón Ferdinand II af Argon gera þetta að konungssetri, þau giftu sig 19. október 1469. Þarna er líka svaka flott konungssetur. Þetta er skemmtilegur gamall bær eins og flestir hér á Spáni. Daginn eftir fórum við svo til Segovia og var gengið þar um og skoðuð eldgömul vatnsveita sem er marga kílómetra á lengd, og er alveg stórkostlegt að skoða. Einnig fórum við að skoða safnið í kirkjunni. Þar fyrir framan voru einhver mótmæli sem eru víða núna um allan Spán. Þá var haldið af stað aftur og borðað á sveitakrá spænskan mat allur matseðill auðvitað á spænsku og var nú maturinn mis góður verð ég nú að segja. Við héldum af stað í næsta svefnstað en þar er mikið vínræktar hérað og býr til afbragsgóð vín sem heitir sko víngerðin Ribena de Duero alveg svakalega gott endilega prófið ef þið finnið þetta einhversstaðar. Hótelið er rétt sunnan við bæinn sem heitir Aranda de Duero og hótelið Hoteles Tudanca. Þarna fundum við líka annan gamlan bæ að hruni kominn og vorum við bara að hugsa um að kaupa bæinn þar sem svona gott vín er ræktað sá bær heitir Fuentespina. Hótelið var voða gott en ekkert um að vera í kring bara hægt að fá sér tapas að borða en ekkert sérstakan en þar fengum við sko alvöru skinku Jamon Ibérico nammmmm. 
Það var haldið af stað snemma morguns því margt átti eftir að skoða það var haldið til Burgoz og þar fundum við Dómkirkjuna ég hef nú skoðað margar kirkjur hér á Spáni en ég held að þessi sé nú með þeim flottari sem til eru hér á landi svei mér þá. Gullið, málverkin og allt skrautið, maður hefði sko getað verið þarna allan daginn ef maður gæfi sér tíma til að skoða þetta almennilega, en hún er flott. Þarna var svo gengið um bæinn, það þurfti samt að halda á því við áttum eftir að finna náttstaðinn okkar sem var langt í burtu og heitir Albelda de Iregua smá þorp í La Riojahéraði sunnan við Logrono. Þetta var ansi löng leið en alveg óskaplega fallegt og gaman að vera þarna í svona góðu veðri. Við fundum litla bæinn okkar þar sem við vorum tvær nætur. Skemmtilegt Hostel en þetta voru lítil herbergi  með kósettin frammi á gangi en við höfðum samt það alveg útaf fyrir okkur. Hjónin sem reka þetta voru voða indæl og létu okkur hafa kort og sögðu okkur hvað væri markvert að skoða í héraðinu og fórum við svo daginn eftir á þessa staði og var það alveg ógleymanlegt sérstaklega bærinn Laguardia með sínum mjóu götum og bröttum og öll byggð uppá hæð. Þaðan fórum við svo að skoða bæinn Haro en það er þar sem þeir lemja sig til blóðs á páskum. Þegar átti að fara að skoða Logrono en þar var líka Fiesta þá var komin grenjandi rigning svo við fórum bara heim enda lúin eftir alla þessa göngutúra dag eftir dag. Þá var bara að halda af stað daginn eftir.Koma við í Soria og skoða sig um þar, en þar var ansi kalt og var maður komin í flíspeysu enda byrjað að rigna þar líka við rétt náðum í bílinn áður en allt varð vitlaust af rigingu. Haldið var áfram í næsta þorp sem heitir því skemmtilega nafni Guadalajara en hann var nú bara valinn út af nafninu þetta er ekkert sérstakur bær bara eins og svo margir. Um kvöldið þegar við vorum búin að fá okkur að borða skruppum við á lítinn bar og þar hittum við ungar spænskar konur sem sögðu okkur að þarna kæmu sjaldan ferðamenn og voru undrandi þegar við sögðum hvaðan við vorum.
Nú daginn eftir var svo bara haldið heim á leið enda var þetta búið að vera mikið upplifelsi á fáum dögum. Allt gekk þetta nú voða vel og nýji gamli bíllinn hún Zeta klikkaði aldrei og svo ekki sé nú talað um hana Maríu GPS hún stóð sig alveg eins og hetja enda sú sem stjórnar henni alveg einstök heheh.
Það er nú samt gott að vera komin aftur á sínar heimaslóðir og í sitt rúm, þó allt hafi þetta verið góðir gististaðir. Það er gaman að flækjast svona með góðum vinum sem nenna að gera saman hlutina.
Þetta er komið gott í bili og eigið góða daga og farið vel með ykkur.