Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 8. maí 2012
Ferðalagið heim með bílinn II
Þá erum við nú komin langleiðina heim til Íslands komin til Sissu og Óla í Randers eftir 2600 til 2700 km. þá er eftir að keyra til Hirzhals á laugardaginn og sigla til Seyðisfjarðar og þangað eigum við að vera komin 15. maí og þá verður stefnan tekin fyrst á Bifröst og síðan Reykjavík.
Eftir dvölina í Frakklandi var haldið á leið til Þýskalands til Óla og Gíslu og var það langur dagur í keyrslu en veðrið var betra en daginn áður og varð bara betra og betra eftir því sem við fórum lengra í norður. Það var steikandi hitit þegar við komum til gross Gerau og setið úti og spjallað fram að kvöldmat. Óli bauð okkur að koma og skoða nýja frystihúsið sem þeir voru að setja upp í alveg nýju húsi og var það glæsilegt á að líta, fullkomið á allavegu og engin lykt komin ennþá. Anars hittum við Óla voða lítið því hann var að vinna eiginlega allan sólarhringinn við að koma verksmiðjunni af stað. Gísla var keyrandi okkur út um allt að skoða umhverfið, við fórum til Darmstad, Mainz og fleiri staða þarna í kringum þau og var voða gaman að skoða sig um í miðju Þýsklandi en þarna höfðum við aldrei komið áður. Það er óskaplega fallegt þarna. Bærinn sem þau búa í Gross Gerau er lítill á þýskan mælikvaðra en er voða vinalegur og fallegur. Skólinn hennar Hörpu er bara rétt hjá þeim svo það er auðvelt hjá henni að fara labbandi í hann. Og svo er verksmiðjan staðsett þarna rétt hjá heimili þeirra líka. við vorum þarna hjá þeim í þrjá heila daga og var það mjög gaman og afslappandi að hvíla sig á þessum langa akstri. Takk kærlega fyrir okkur Gísla, Óli og Harpa.
Á laugardagsmorgni kl. 8 lögðum við svo af stað til Danmerkur á næsta áfangastað til Ágústu frænku Dúdda og Palla í Tönder sem er lítll bær alveg við landamæri þýskalands. Þar vorum við búin að sníkja gistingu eina nótt. Þar var vel tekið á móti okkur eftir 8 0g 1/2 tíma akstur. Maður var nú orðin svona hálf vankaður en hvíldin var búin að vera svo góð á undan. Þarna hittum við líka Gunnar bróður Ágústu og konuna hans Brendu. Var þetta mjög skemmtilegt kvöld með þeim. Gaman að hitta drengina þeirra þrjá, en það bara gleymdist að taka myndir og þykir mér það mjög leitt en þeir koma tveir heim í sumar þá smelli ég af þeim mynd. Takk fyrir yndislegt kvöld og góða gistingu Ágústa, Palli og börnin.
Ég verð nú að segja að það er ómetanlegt að eiga bæði vini og ættingja á þessari leið heim með bílinn þetta er svo gaman að hitta fólkið og sparar manni mikið að þurfa ekki að kaupa gistingu hverja nótt, því þetta er ekkert farið á nokkrum dögum þegar maður er komin á þennan aldur. Því segi ég enn og aftur takka elsku þið sem hafið verið að taka á móti okkur með svona góðu hjarta og leyfa okkur líka að fá smá hvíld úr bílnum.
Það er leiðinlegt að keyra svona mikið á hraðbrautum svo ég byrjaði að prjóna lopapeysuna fyrir Sverrir Úlf á leiðinni og núna er ég að gera munstrið, alveg að verða búin með peysuna, svo það er hægt að segja að tíminn hafi verið nýttur á keyrslunni.
Hingað til Sissu og Óla komum við á sunnudagseftirmiðdag og var það voða gott að hafa lagt þetta allt að baki. Nú erum við hér í góðu yfirlæti og erum að undirbúa smáveislu á fimmtudaginn fyrir Dúdda en þá á hann stórafmæli að heiman.
Ég bakaði Dísudraum fyrir veisluna og bjó til fiskibollur í kvöldmatinn. Okkur finnst ansi kalt úti í dag það er vindur og 14 gr. við förum bara út á morgun.
Eigið góða og bjarta daga.
Eftir dvölina í Frakklandi var haldið á leið til Þýskalands til Óla og Gíslu og var það langur dagur í keyrslu en veðrið var betra en daginn áður og varð bara betra og betra eftir því sem við fórum lengra í norður. Það var steikandi hitit þegar við komum til gross Gerau og setið úti og spjallað fram að kvöldmat. Óli bauð okkur að koma og skoða nýja frystihúsið sem þeir voru að setja upp í alveg nýju húsi og var það glæsilegt á að líta, fullkomið á allavegu og engin lykt komin ennþá. Anars hittum við Óla voða lítið því hann var að vinna eiginlega allan sólarhringinn við að koma verksmiðjunni af stað. Gísla var keyrandi okkur út um allt að skoða umhverfið, við fórum til Darmstad, Mainz og fleiri staða þarna í kringum þau og var voða gaman að skoða sig um í miðju Þýsklandi en þarna höfðum við aldrei komið áður. Það er óskaplega fallegt þarna. Bærinn sem þau búa í Gross Gerau er lítill á þýskan mælikvaðra en er voða vinalegur og fallegur. Skólinn hennar Hörpu er bara rétt hjá þeim svo það er auðvelt hjá henni að fara labbandi í hann. Og svo er verksmiðjan staðsett þarna rétt hjá heimili þeirra líka. við vorum þarna hjá þeim í þrjá heila daga og var það mjög gaman og afslappandi að hvíla sig á þessum langa akstri. Takk kærlega fyrir okkur Gísla, Óli og Harpa.
Á laugardagsmorgni kl. 8 lögðum við svo af stað til Danmerkur á næsta áfangastað til Ágústu frænku Dúdda og Palla í Tönder sem er lítll bær alveg við landamæri þýskalands. Þar vorum við búin að sníkja gistingu eina nótt. Þar var vel tekið á móti okkur eftir 8 0g 1/2 tíma akstur. Maður var nú orðin svona hálf vankaður en hvíldin var búin að vera svo góð á undan. Þarna hittum við líka Gunnar bróður Ágústu og konuna hans Brendu. Var þetta mjög skemmtilegt kvöld með þeim. Gaman að hitta drengina þeirra þrjá, en það bara gleymdist að taka myndir og þykir mér það mjög leitt en þeir koma tveir heim í sumar þá smelli ég af þeim mynd. Takk fyrir yndislegt kvöld og góða gistingu Ágústa, Palli og börnin.
Ég verð nú að segja að það er ómetanlegt að eiga bæði vini og ættingja á þessari leið heim með bílinn þetta er svo gaman að hitta fólkið og sparar manni mikið að þurfa ekki að kaupa gistingu hverja nótt, því þetta er ekkert farið á nokkrum dögum þegar maður er komin á þennan aldur. Því segi ég enn og aftur takka elsku þið sem hafið verið að taka á móti okkur með svona góðu hjarta og leyfa okkur líka að fá smá hvíld úr bílnum.
Það er leiðinlegt að keyra svona mikið á hraðbrautum svo ég byrjaði að prjóna lopapeysuna fyrir Sverrir Úlf á leiðinni og núna er ég að gera munstrið, alveg að verða búin með peysuna, svo það er hægt að segja að tíminn hafi verið nýttur á keyrslunni.
Hingað til Sissu og Óla komum við á sunnudagseftirmiðdag og var það voða gott að hafa lagt þetta allt að baki. Nú erum við hér í góðu yfirlæti og erum að undirbúa smáveislu á fimmtudaginn fyrir Dúdda en þá á hann stórafmæli að heiman.
Ég bakaði Dísudraum fyrir veisluna og bjó til fiskibollur í kvöldmatinn. Okkur finnst ansi kalt úti í dag það er vindur og 14 gr. við förum bara út á morgun.
Eigið góða og bjarta daga.