Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 9. maí 2009

Fjallið klifið

Fjallið okkar sem klifið var í dag
Fjallið okkar sem klifið var í dag
« 1 af 10 »
Hér hafa undur og stórvirki gerst, búið er að klífa fjallið Sierra De Callosa De Segura sem er 566 metrar á hæð.
Þetta gerðu þau í morgun Dúddi, Ásta og Jón og lögðu af stað kl. rúmlega 9 í morgun, með nokkrar vatnsflöskur og súkkulaði til að fá orku. Þetta tók þau um 1 1/2 tíma. Finnst mér þetta mikið afrek hjá þeim. Tala nú ekki um þann sem verður 67 ára á morgun, þau virðast nú bara vera spræk  eftir þetta.
Veðrið var fínt hjá þeim skýjað en ekkert of heitt og útsýnið hefði kannski mátt vera betra.
Ég letinginn var heima og baka tertur og búa til marmelaði úr ávextinum sem heitir Niesperó af tréu hérna úti en þetta er fínt í mauk framleiðslan heitir núna Niseperumauk. Annars er þetta bara fínt hjá okkur rólegt og gott enginn sól í dag svo hægt er að jafna sig eftir bruna fyrri daga.
Við fórum nefnilega í góðan göngutúr í gær í sólinni og varð vart við vægan bruna á mönnum sem eru ekki duglegir að bera á sig.
Annars fórum við til Torrevieja á fimmtudaginn og náðum í nýju gleraugun mín þvílíkur munur að vera komin með sólgleraugu í þau.
Annars er lífið bara ljúft og gott.
Eigið góða daga.